Enginn matarskortur í mestu matarkistu landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2013 11:10 Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir að opnað verði fyrir umferð um Oddskarð í dag. Íbúar á Neskaupstað hafa verið innlyksa vegna snjókomu og hvassviðris síðan á sunnudag. „Það er búið að opna fyrir umferð en það er talið að það verði þokkalega fólksbílafært um hádegið. Þetta er allt að réttast af," segir Páll Björgvin sem segir þó hafa verið opnað fyrir umferð í neyðartilfellum síðan á sunnudag. „Það er mjög öflug björgunarsveit, mokstursaðilar og vegagerð sem vinna í miklu samstarfi við sjúkrahúsið að leysa úr þessum málum," segir Páll Björgvin. Páll Björgvin segir Austfirðinga ýmsu vanir þótt veður hafi verið með mildara móti síðustu ár samanborið við fyrri tíð. „Í seinni tíð hefur veðrið verið mjög hagstætt. Eftir að álverið kom hefur þjónusta í mokstri og slíku verið mjög góð. Við höfum ekki orðið vör við þetta undanfarin ár. Þessi hvellur var nokkuð öflugur núna. Það verður að segjast eins og er," segir Páll Björgvin sem segir að dagvörum hafi fækkað í hillum verslana. Því fari þó fjarri að um matarskort hafi verið að ræða. „Það er farið að minnka í hillunum, dagvöru og svoleiðis en það er enginn matarskortur í þessari mestu matarkistu landsins," segir Páll Björgvin og hlær. Hann segir þó lokunina undanfarna daga sýna fram á mikilvægi nýrra gangna fyrir íbúa á svæðinu. „Þetta undirstrikar mikilvægi nýrra Norðfjarðargangna sem eru að fara í loftið á næstunni. Forvali þar er lokið og verður vonandi boðið út á vordögum. Við erum að sjá framkvæmdir þá hefjast í haust," segir Páll Björgvin. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir að opnað verði fyrir umferð um Oddskarð í dag. Íbúar á Neskaupstað hafa verið innlyksa vegna snjókomu og hvassviðris síðan á sunnudag. „Það er búið að opna fyrir umferð en það er talið að það verði þokkalega fólksbílafært um hádegið. Þetta er allt að réttast af," segir Páll Björgvin sem segir þó hafa verið opnað fyrir umferð í neyðartilfellum síðan á sunnudag. „Það er mjög öflug björgunarsveit, mokstursaðilar og vegagerð sem vinna í miklu samstarfi við sjúkrahúsið að leysa úr þessum málum," segir Páll Björgvin. Páll Björgvin segir Austfirðinga ýmsu vanir þótt veður hafi verið með mildara móti síðustu ár samanborið við fyrri tíð. „Í seinni tíð hefur veðrið verið mjög hagstætt. Eftir að álverið kom hefur þjónusta í mokstri og slíku verið mjög góð. Við höfum ekki orðið vör við þetta undanfarin ár. Þessi hvellur var nokkuð öflugur núna. Það verður að segjast eins og er," segir Páll Björgvin sem segir að dagvörum hafi fækkað í hillum verslana. Því fari þó fjarri að um matarskort hafi verið að ræða. „Það er farið að minnka í hillunum, dagvöru og svoleiðis en það er enginn matarskortur í þessari mestu matarkistu landsins," segir Páll Björgvin og hlær. Hann segir þó lokunina undanfarna daga sýna fram á mikilvægi nýrra gangna fyrir íbúa á svæðinu. „Þetta undirstrikar mikilvægi nýrra Norðfjarðargangna sem eru að fara í loftið á næstunni. Forvali þar er lokið og verður vonandi boðið út á vordögum. Við erum að sjá framkvæmdir þá hefjast í haust," segir Páll Björgvin.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira