Alþjóðaráðstefna landvarða Hákon Ásgeirsson og Linda Björk Hallgrímsdóttir skrifar 31. júlí 2013 12:31 Í byrjun síðastliðins nóvember lögðu tveir íslenskir landverðir í langferð til Afríku til að taka þátt í alþjóðaráðstefnu landvarða í Tansaníu. Ráðstefnan var haldin við rætur Kilimanjaro sem er hæsta fjall Afríku, á Hótel Ngudorto Mountain Lodge í Arusha. Alls mættu 264 landverðir frá fjörutíu löndum á ráðstefnuna. Skipulagning ráðstefnunnar var í höndum International Ranger Federation (IRF, alþjóðasamtök landvarða). Í samtökunum eru 60 landvarðafélög sem starfa í 46 löndum og er Ísland þar á meðal. Meginhlutverk IRF er að standa við bakið á landvörðum í þeirra hlutverki að vernda náttúru og menningarminjar. Eitt af verkefnum sem IRF eru að reyna að koma á legg er „landverðir án landamæra“ (Rangers without borders) en hugmyndin með því er að landverðir um allan heim vinni saman og læri hver af öðrum svo ekki þurfi alltaf að finna hjólið upp aftur. Mörg verndarsvæði eru bæði undirmönnuð og fjársvelt og er hugmyndin að betur sett svæði sendi frá sér búnað sem ekki er lengur notaður og mannskap til að aðstoða við þjálfun landvarða. Alþjóðlegar ráðstefnur eru mikilvægar í að miðla þekkingu, verkkunnáttu og veita aðstoð á verndarsvæðum sem eru undirmönnuð og skortur er á fjármagni til kaupa á nauðsynlegum búnaði til landvörslu og þjálfunar landvarða. Ráðstefnan var haldin 4.-9. nóvember og þemað var „Helthy parks, hungry people“ eða heilbrigðir garðar, hungrað fólk. Markmið ráðstefnunnar var að vekja athygli á að náttúruvernd á undir högg að sækja vegna yfirvalda og einstaklinga sem ásælast í auknum mæli auðlindir, land, peninga og völd með ólöglegum hætti.Ráðstefnan Á ráðstefnunni voru fluttir um fjörutíu fyrirlestrar og sýndur var fjöldi fræðslumynda. Fyrirlestrar innfæddra vöktu mikla athygli enda eru störf landvarða í Tansaníu óumdeilanlega talsvert ólík starfi okkar hér á Íslandi. Fyrirlestrarnir fjölluðu m.a. um þjálfun og störf landvarða, þörfina á aukinni landvörslu og fjármagni til náttúruverndar, skort á tækjum og tólum til landvörslu og hvernig yfirvöld vinna að því að fá almenning í landinu til að vinna með sér að náttúruvernd. En yfirvöld þar í landi eru farin að gera sér grein fyrir því að besti árangur í náttúruvernd felst í menntun um náttúru landsins og að almenningur átti sig á mikilvægi náttúruverndar. Vel menntaðir þjóðfélagsþegnar og heilbrigð vistkerfi er leið út úr fátækt. Hápunktur ráðstefnunnar var án efa vettvangsferð á náttúruverndarsvæði. Ráðstefnugestir gátu valið úr nokkrum ferðum og við Íslendingarnir völdum að fara í dagsferð í Arusha-þjóðgarðinn, annars vegar safarí og hins vegar fuglaskoðun. Í safaríferðinni var einnig farið í gönguferð með landverði sem fræddi gestina um allt frá hvaða tegund af úrgangi frá dýrum sást á göngunni til þess hvernig forðast ætti að verða fyrir buffli á hlaupum. Í fuglaskoðunarferðinni sáu ferðalangar yfir 100 tegundir fugla á nokkrum klukkutímum, en í Tansaníu eru meira en eitt þúsund tegundir fugla en hér á Íslandi eru tæplega áttatíu tegundir. Á ráðstefnunni kom fram að víðast hvar í heiminum veit almenningur lítið um starf landvarða, t.a.m. í Bandaríkjunum telja margir að landverðir séu starfsmenn lögreglunnar og í Suður-Ameríku halda margir að meginstarf landvarða þar sé að þrífa klósett og vera í miðasölu. Á alþjóðaráðstefnunni komu saman landverðir frá öllum heimshornum og eru störf þeirra æði misjöfn. Í grunninn vinnum við landverðir að því sama: að vernda svæðin og fræða almenning um mikilvægi náttúruverndar. Landverðir hafa tileinkað sér sérstakt form fræðslu sem kallast „náttúrutúlkun“ til að auka ánægju, upplifun og áhuga ferðamanna á umhverfinu. Markmið náttúrutúlkunar er einnig að auka skilning fólks á náttúrunni og jafnframt vekja með því virðingu fyrir henni, með það fyrir augum að þekking leiði til virðingar og virðingin til verndunar.Alþjóðadagur landvarða Landverðir um allan heim munu fagna alþjóðadegi landvarða sem er 31. júlí ár hvert en fyrsti alþjóðadagur landvarða var haldinn 31. júlí 2007 á 15 ára afmæli Alþjóðasamtaka landvarða. Dagurinn er haldinn til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. Einnig er þessi dagur haldinn hátíðlegur til að fagna starfi landvarða um allan heim við að vernda náttúru- og menningarleg verðmæti heimsins. Landverðir víðar um land munu bjóða almenningi að gerast landvörður í einn dag, þar sem áhugasömum gefst kostur á að fræðast um störf landvarða. Í þjóðgarðinum Snæfellsjökli, Vatnsfirði og á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs eða nánar tiltekið við Hengifoss eru viðburðir á alþjóðadeginum þar sem fólki gefst kostur á einn eða annan hátt að taka þátt í störfum landvarða og komast að leyndardómum landvarðastarfsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun síðastliðins nóvember lögðu tveir íslenskir landverðir í langferð til Afríku til að taka þátt í alþjóðaráðstefnu landvarða í Tansaníu. Ráðstefnan var haldin við rætur Kilimanjaro sem er hæsta fjall Afríku, á Hótel Ngudorto Mountain Lodge í Arusha. Alls mættu 264 landverðir frá fjörutíu löndum á ráðstefnuna. Skipulagning ráðstefnunnar var í höndum International Ranger Federation (IRF, alþjóðasamtök landvarða). Í samtökunum eru 60 landvarðafélög sem starfa í 46 löndum og er Ísland þar á meðal. Meginhlutverk IRF er að standa við bakið á landvörðum í þeirra hlutverki að vernda náttúru og menningarminjar. Eitt af verkefnum sem IRF eru að reyna að koma á legg er „landverðir án landamæra“ (Rangers without borders) en hugmyndin með því er að landverðir um allan heim vinni saman og læri hver af öðrum svo ekki þurfi alltaf að finna hjólið upp aftur. Mörg verndarsvæði eru bæði undirmönnuð og fjársvelt og er hugmyndin að betur sett svæði sendi frá sér búnað sem ekki er lengur notaður og mannskap til að aðstoða við þjálfun landvarða. Alþjóðlegar ráðstefnur eru mikilvægar í að miðla þekkingu, verkkunnáttu og veita aðstoð á verndarsvæðum sem eru undirmönnuð og skortur er á fjármagni til kaupa á nauðsynlegum búnaði til landvörslu og þjálfunar landvarða. Ráðstefnan var haldin 4.-9. nóvember og þemað var „Helthy parks, hungry people“ eða heilbrigðir garðar, hungrað fólk. Markmið ráðstefnunnar var að vekja athygli á að náttúruvernd á undir högg að sækja vegna yfirvalda og einstaklinga sem ásælast í auknum mæli auðlindir, land, peninga og völd með ólöglegum hætti.Ráðstefnan Á ráðstefnunni voru fluttir um fjörutíu fyrirlestrar og sýndur var fjöldi fræðslumynda. Fyrirlestrar innfæddra vöktu mikla athygli enda eru störf landvarða í Tansaníu óumdeilanlega talsvert ólík starfi okkar hér á Íslandi. Fyrirlestrarnir fjölluðu m.a. um þjálfun og störf landvarða, þörfina á aukinni landvörslu og fjármagni til náttúruverndar, skort á tækjum og tólum til landvörslu og hvernig yfirvöld vinna að því að fá almenning í landinu til að vinna með sér að náttúruvernd. En yfirvöld þar í landi eru farin að gera sér grein fyrir því að besti árangur í náttúruvernd felst í menntun um náttúru landsins og að almenningur átti sig á mikilvægi náttúruverndar. Vel menntaðir þjóðfélagsþegnar og heilbrigð vistkerfi er leið út úr fátækt. Hápunktur ráðstefnunnar var án efa vettvangsferð á náttúruverndarsvæði. Ráðstefnugestir gátu valið úr nokkrum ferðum og við Íslendingarnir völdum að fara í dagsferð í Arusha-þjóðgarðinn, annars vegar safarí og hins vegar fuglaskoðun. Í safaríferðinni var einnig farið í gönguferð með landverði sem fræddi gestina um allt frá hvaða tegund af úrgangi frá dýrum sást á göngunni til þess hvernig forðast ætti að verða fyrir buffli á hlaupum. Í fuglaskoðunarferðinni sáu ferðalangar yfir 100 tegundir fugla á nokkrum klukkutímum, en í Tansaníu eru meira en eitt þúsund tegundir fugla en hér á Íslandi eru tæplega áttatíu tegundir. Á ráðstefnunni kom fram að víðast hvar í heiminum veit almenningur lítið um starf landvarða, t.a.m. í Bandaríkjunum telja margir að landverðir séu starfsmenn lögreglunnar og í Suður-Ameríku halda margir að meginstarf landvarða þar sé að þrífa klósett og vera í miðasölu. Á alþjóðaráðstefnunni komu saman landverðir frá öllum heimshornum og eru störf þeirra æði misjöfn. Í grunninn vinnum við landverðir að því sama: að vernda svæðin og fræða almenning um mikilvægi náttúruverndar. Landverðir hafa tileinkað sér sérstakt form fræðslu sem kallast „náttúrutúlkun“ til að auka ánægju, upplifun og áhuga ferðamanna á umhverfinu. Markmið náttúrutúlkunar er einnig að auka skilning fólks á náttúrunni og jafnframt vekja með því virðingu fyrir henni, með það fyrir augum að þekking leiði til virðingar og virðingin til verndunar.Alþjóðadagur landvarða Landverðir um allan heim munu fagna alþjóðadegi landvarða sem er 31. júlí ár hvert en fyrsti alþjóðadagur landvarða var haldinn 31. júlí 2007 á 15 ára afmæli Alþjóðasamtaka landvarða. Dagurinn er haldinn til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. Einnig er þessi dagur haldinn hátíðlegur til að fagna starfi landvarða um allan heim við að vernda náttúru- og menningarleg verðmæti heimsins. Landverðir víðar um land munu bjóða almenningi að gerast landvörður í einn dag, þar sem áhugasömum gefst kostur á að fræðast um störf landvarða. Í þjóðgarðinum Snæfellsjökli, Vatnsfirði og á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs eða nánar tiltekið við Hengifoss eru viðburðir á alþjóðadeginum þar sem fólki gefst kostur á einn eða annan hátt að taka þátt í störfum landvarða og komast að leyndardómum landvarðastarfsins.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun