Öflug íslensk verslun – Takk fyrir Sigurjón Örn Þórsson skrifar 21. september 2013 06:00 Lengi vel var það til siðs að tala íslenska verslun niður. Slíkt heyrir þó að mestu leyti sögunni til þar sem íslenskir neytendur eru orðnir vel meðvitaðir um þá staðreynd að á flestum sviðum verslunar og þjónustu stenst hún fyllilega samanburð við nágrannalöndin hvað varðar þjónustu, vöruúrval, verðlagningu og gæði. Á þessu eru þó undantekningar sem í langflestum tilvikum má rekja til þess umhverfis hamlandi laga og regluverks sem íslensk verslun hefur þurft að búa við um allt of langt skeið. Það er því ekki óeðlileg krafa af hálfu verslunarinnar og neytenda þessa lands að gangskör verði gerð að því að afnema úrelt vörugjöld, tolla og kvóta sem hamla eðlilegri þróun og vexti íslenskrar verslunar og koma í veg fyrir auknar kjarabætur til handa íslenskum heimilum. Við getum gert svo miklu betur og ef stjórnvöld tækju áskorun verslunarinnar og færu í að nútímavæða það regluverk sem nú virkar hamlandi, myndi það ekki aðeins hleypa nýju blóði í íslenskan verslunarrekstur, heldur styrkja hana verulega í sessi, fjölga störfum og þar með auka skatttekjur ríkisins til muna. Það munar um minna! Íslenskir neytendur vita að með því að versla heima er verið að flytja inn störf í íslenska verslun, störf sem að öðrum kosti skapast utan landsteinanna. Rétt er að benda á að um 23.000 störf eru í kringum íslenska verslun eða um 13,4% af heildarvinnuafli þjóðarinnar. Smásölufyrirtækin veltu 336 milljörðum króna á síðasta ári að viðbættum virðisaukaskatti sem ríkið fær í sinn hlut. Fyrir þær skatttekjur er hægt að reka talsverðan hluta samneyslu þjóðarinnar. Mætti ekki bjóða ríkinu að auka þann hlut með einfaldri endurskipulagningu og afnámi úreltra gjalda og tolla? Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra, þar með talið stjórnvalda, að beina viðskiptum sem mest að íslenskri verslun. Er ekki réttara að styrkja innviði samfélagsins með tekjum af verslun, að viðhalda og fjölga störfum í greininni og ýta undir og búa til fjölbreyttari framleiðslugreinar sem framleiða íslenskar vörur af ýmsu tagi? Það er einfaldlega þannig að öflug íslensk verslun er allra hagur. Við höfum heldur betur orðið vör við það í Kringlunni. Og fyrir það segjum við: Takk fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Lengi vel var það til siðs að tala íslenska verslun niður. Slíkt heyrir þó að mestu leyti sögunni til þar sem íslenskir neytendur eru orðnir vel meðvitaðir um þá staðreynd að á flestum sviðum verslunar og þjónustu stenst hún fyllilega samanburð við nágrannalöndin hvað varðar þjónustu, vöruúrval, verðlagningu og gæði. Á þessu eru þó undantekningar sem í langflestum tilvikum má rekja til þess umhverfis hamlandi laga og regluverks sem íslensk verslun hefur þurft að búa við um allt of langt skeið. Það er því ekki óeðlileg krafa af hálfu verslunarinnar og neytenda þessa lands að gangskör verði gerð að því að afnema úrelt vörugjöld, tolla og kvóta sem hamla eðlilegri þróun og vexti íslenskrar verslunar og koma í veg fyrir auknar kjarabætur til handa íslenskum heimilum. Við getum gert svo miklu betur og ef stjórnvöld tækju áskorun verslunarinnar og færu í að nútímavæða það regluverk sem nú virkar hamlandi, myndi það ekki aðeins hleypa nýju blóði í íslenskan verslunarrekstur, heldur styrkja hana verulega í sessi, fjölga störfum og þar með auka skatttekjur ríkisins til muna. Það munar um minna! Íslenskir neytendur vita að með því að versla heima er verið að flytja inn störf í íslenska verslun, störf sem að öðrum kosti skapast utan landsteinanna. Rétt er að benda á að um 23.000 störf eru í kringum íslenska verslun eða um 13,4% af heildarvinnuafli þjóðarinnar. Smásölufyrirtækin veltu 336 milljörðum króna á síðasta ári að viðbættum virðisaukaskatti sem ríkið fær í sinn hlut. Fyrir þær skatttekjur er hægt að reka talsverðan hluta samneyslu þjóðarinnar. Mætti ekki bjóða ríkinu að auka þann hlut með einfaldri endurskipulagningu og afnámi úreltra gjalda og tolla? Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra, þar með talið stjórnvalda, að beina viðskiptum sem mest að íslenskri verslun. Er ekki réttara að styrkja innviði samfélagsins með tekjum af verslun, að viðhalda og fjölga störfum í greininni og ýta undir og búa til fjölbreyttari framleiðslugreinar sem framleiða íslenskar vörur af ýmsu tagi? Það er einfaldlega þannig að öflug íslensk verslun er allra hagur. Við höfum heldur betur orðið vör við það í Kringlunni. Og fyrir það segjum við: Takk fyrir.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun