Öflug íslensk verslun – Takk fyrir Sigurjón Örn Þórsson skrifar 21. september 2013 06:00 Lengi vel var það til siðs að tala íslenska verslun niður. Slíkt heyrir þó að mestu leyti sögunni til þar sem íslenskir neytendur eru orðnir vel meðvitaðir um þá staðreynd að á flestum sviðum verslunar og þjónustu stenst hún fyllilega samanburð við nágrannalöndin hvað varðar þjónustu, vöruúrval, verðlagningu og gæði. Á þessu eru þó undantekningar sem í langflestum tilvikum má rekja til þess umhverfis hamlandi laga og regluverks sem íslensk verslun hefur þurft að búa við um allt of langt skeið. Það er því ekki óeðlileg krafa af hálfu verslunarinnar og neytenda þessa lands að gangskör verði gerð að því að afnema úrelt vörugjöld, tolla og kvóta sem hamla eðlilegri þróun og vexti íslenskrar verslunar og koma í veg fyrir auknar kjarabætur til handa íslenskum heimilum. Við getum gert svo miklu betur og ef stjórnvöld tækju áskorun verslunarinnar og færu í að nútímavæða það regluverk sem nú virkar hamlandi, myndi það ekki aðeins hleypa nýju blóði í íslenskan verslunarrekstur, heldur styrkja hana verulega í sessi, fjölga störfum og þar með auka skatttekjur ríkisins til muna. Það munar um minna! Íslenskir neytendur vita að með því að versla heima er verið að flytja inn störf í íslenska verslun, störf sem að öðrum kosti skapast utan landsteinanna. Rétt er að benda á að um 23.000 störf eru í kringum íslenska verslun eða um 13,4% af heildarvinnuafli þjóðarinnar. Smásölufyrirtækin veltu 336 milljörðum króna á síðasta ári að viðbættum virðisaukaskatti sem ríkið fær í sinn hlut. Fyrir þær skatttekjur er hægt að reka talsverðan hluta samneyslu þjóðarinnar. Mætti ekki bjóða ríkinu að auka þann hlut með einfaldri endurskipulagningu og afnámi úreltra gjalda og tolla? Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra, þar með talið stjórnvalda, að beina viðskiptum sem mest að íslenskri verslun. Er ekki réttara að styrkja innviði samfélagsins með tekjum af verslun, að viðhalda og fjölga störfum í greininni og ýta undir og búa til fjölbreyttari framleiðslugreinar sem framleiða íslenskar vörur af ýmsu tagi? Það er einfaldlega þannig að öflug íslensk verslun er allra hagur. Við höfum heldur betur orðið vör við það í Kringlunni. Og fyrir það segjum við: Takk fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Lengi vel var það til siðs að tala íslenska verslun niður. Slíkt heyrir þó að mestu leyti sögunni til þar sem íslenskir neytendur eru orðnir vel meðvitaðir um þá staðreynd að á flestum sviðum verslunar og þjónustu stenst hún fyllilega samanburð við nágrannalöndin hvað varðar þjónustu, vöruúrval, verðlagningu og gæði. Á þessu eru þó undantekningar sem í langflestum tilvikum má rekja til þess umhverfis hamlandi laga og regluverks sem íslensk verslun hefur þurft að búa við um allt of langt skeið. Það er því ekki óeðlileg krafa af hálfu verslunarinnar og neytenda þessa lands að gangskör verði gerð að því að afnema úrelt vörugjöld, tolla og kvóta sem hamla eðlilegri þróun og vexti íslenskrar verslunar og koma í veg fyrir auknar kjarabætur til handa íslenskum heimilum. Við getum gert svo miklu betur og ef stjórnvöld tækju áskorun verslunarinnar og færu í að nútímavæða það regluverk sem nú virkar hamlandi, myndi það ekki aðeins hleypa nýju blóði í íslenskan verslunarrekstur, heldur styrkja hana verulega í sessi, fjölga störfum og þar með auka skatttekjur ríkisins til muna. Það munar um minna! Íslenskir neytendur vita að með því að versla heima er verið að flytja inn störf í íslenska verslun, störf sem að öðrum kosti skapast utan landsteinanna. Rétt er að benda á að um 23.000 störf eru í kringum íslenska verslun eða um 13,4% af heildarvinnuafli þjóðarinnar. Smásölufyrirtækin veltu 336 milljörðum króna á síðasta ári að viðbættum virðisaukaskatti sem ríkið fær í sinn hlut. Fyrir þær skatttekjur er hægt að reka talsverðan hluta samneyslu þjóðarinnar. Mætti ekki bjóða ríkinu að auka þann hlut með einfaldri endurskipulagningu og afnámi úreltra gjalda og tolla? Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra, þar með talið stjórnvalda, að beina viðskiptum sem mest að íslenskri verslun. Er ekki réttara að styrkja innviði samfélagsins með tekjum af verslun, að viðhalda og fjölga störfum í greininni og ýta undir og búa til fjölbreyttari framleiðslugreinar sem framleiða íslenskar vörur af ýmsu tagi? Það er einfaldlega þannig að öflug íslensk verslun er allra hagur. Við höfum heldur betur orðið vör við það í Kringlunni. Og fyrir það segjum við: Takk fyrir.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun