Nær 90% útlendinga ná íslenskuprófinu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 21. september 2013 08:00 Fjöldi útlendinga sækir námskeið í íslensku hjá Mími. Mynd: Mímir símenntun 508 einstaklingar þreyttu í fyrra íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt. Einstaklingum sem taka prófið hefur fjölgað að nýju eftir samdrátt í kjölfar hrunsins. Engin takmörk eru fyrir því hversu oft þreyta má prófið sem er bæði munnlegt og skriflegt. Gjald fyrir þátttöku í prófi nú í desember er sjö þúsund krónur. Hlutfall þeirra sem standast prófið hefur lækkað frá 2009 þegar próftaka hófst, úr 92,9 prósentum í 81,4 árið 2012. Meðaltalið undanfarin fjögur ár meðal þeirra 1.835 sem þreytt hafa prófið er 86,7 prósent, að því er kemur fram í skýrslu Námsmatsstofnunar sem sér um framkvæmd prófanna. „Þeir sem ná ekki prófinu geta skráð sig í próf að nýju en prófin eru haldin tvisvar á ári. Ef þeim sem þreyta prófin gengur illa í tvö til þrjú skipti kunna þeir að þurfa sérúrræði. Skólagöngu viðkomandi í föðurlandinu hefur mögulega verið ábótavant vegna stríðs eða stéttaskiptingar. Aðrir þættir geta einnig skipt máli,“ segir Auður Aðalsteinsdóttir, deildarsérfræðingur hjá Námsmatsstofnun. Reglugerð um íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt tók gildi 1. janúar 2009. Undanþágur eru veittar ef telja verður ósanngjarnt að gera þá kröfu til umsækjanda að hann þurfi að taka próf. Það getur meðal annars átt við ef umsækjandi hefur náð 65 ára aldri og átt lögheimili hér á landi síðustu sjö ár áður en umsókn er lögð fram, eða ef umsækjandi er í íslenskum grunnskóla eða undir grunnskólaaldri. Skilyrði um íslenskukunnáttu þótti mikilvægt, ekki bara til þess að útlendingar gætu sinnt skyldum sínum í íslensku samfélagi, heldur einnig gætt réttinda sinna. „Þeir sem hafa fallið á íslenskuprófi fá bréf um að umsókn sé sett í bið þar til frekari upplýsingar berast um próftöku. Umsókn hefur ekki verið synjað af þeim sökum. Einstaka umsækjendur hafa óskað eftir afgreiðslu þingsins þar sem þessu skilyrði er ekki fullnægt,“ segir í skriflegu svari frá innanríkisráðuneytinu um hvort fall á íslenskuprófinu hafi komið í veg fyrir að íslenskur ríkisborgararéttur sé veittur. Langflestir þeirra sem tekið hafa prófið voru frá Filippseyjum og Póllandi. Karlar frá Suðaustur-Asíu voru líklegri en konurnar til að falla á prófinu. Marktækur munur kom ekki fram í öðrum heimshlutum, að því er kemur fram í skýrslu Námsmatsstofnunar. Árlega er 400 til 500 einstaklingum veittur íslenskur ríkisborgararéttur.Hluti úr íslenskuprófi fyrir útlendingaLesskilningur María er frá Spáni. Hún á heima á Íslandi. Hún er búin að vera á Íslandi í tólf ár. María á íslenskan mann sem heitir Finnur. Þau eiga þrjú börn. Dóttir þeirra heitir Soffía og er tíu ára. Synir þeirra heita Tómas, átta ára og Jón, sex ára. María er að vinna. Hún er að vinna á heimili fyrir gamalt fólk. María vinnur kvöldvaktir. Hún þarf að vakna klukkan hálf sjö. María vekur börnin sín klukkan sjö og gefur þeim morgunmat. Hún fer í vinnuna klukkan þrjú. Hún vinnur stundum um helgar. Hún hefur stundum frí virka daga. Í gær var sunnudagur. María var að vinna. Hún á frí í dag, mánudag. Núna er klukkan 10 og María er úti að ganga. Hún ætlar að versla seinna í dag í Smáralind. Hún ætlar að fara á bíó í kvöld með Finni, manni sínum. María saknar Spánar en finnst ágætt að vera á Íslandi. 1. Hvaðan er María? 2. Hvað eru strákarnir hennar Maríu gamlir? 3. Hvar vinnur María? 4. Hvað ætlar María að gera í kvöld? Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
508 einstaklingar þreyttu í fyrra íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt. Einstaklingum sem taka prófið hefur fjölgað að nýju eftir samdrátt í kjölfar hrunsins. Engin takmörk eru fyrir því hversu oft þreyta má prófið sem er bæði munnlegt og skriflegt. Gjald fyrir þátttöku í prófi nú í desember er sjö þúsund krónur. Hlutfall þeirra sem standast prófið hefur lækkað frá 2009 þegar próftaka hófst, úr 92,9 prósentum í 81,4 árið 2012. Meðaltalið undanfarin fjögur ár meðal þeirra 1.835 sem þreytt hafa prófið er 86,7 prósent, að því er kemur fram í skýrslu Námsmatsstofnunar sem sér um framkvæmd prófanna. „Þeir sem ná ekki prófinu geta skráð sig í próf að nýju en prófin eru haldin tvisvar á ári. Ef þeim sem þreyta prófin gengur illa í tvö til þrjú skipti kunna þeir að þurfa sérúrræði. Skólagöngu viðkomandi í föðurlandinu hefur mögulega verið ábótavant vegna stríðs eða stéttaskiptingar. Aðrir þættir geta einnig skipt máli,“ segir Auður Aðalsteinsdóttir, deildarsérfræðingur hjá Námsmatsstofnun. Reglugerð um íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt tók gildi 1. janúar 2009. Undanþágur eru veittar ef telja verður ósanngjarnt að gera þá kröfu til umsækjanda að hann þurfi að taka próf. Það getur meðal annars átt við ef umsækjandi hefur náð 65 ára aldri og átt lögheimili hér á landi síðustu sjö ár áður en umsókn er lögð fram, eða ef umsækjandi er í íslenskum grunnskóla eða undir grunnskólaaldri. Skilyrði um íslenskukunnáttu þótti mikilvægt, ekki bara til þess að útlendingar gætu sinnt skyldum sínum í íslensku samfélagi, heldur einnig gætt réttinda sinna. „Þeir sem hafa fallið á íslenskuprófi fá bréf um að umsókn sé sett í bið þar til frekari upplýsingar berast um próftöku. Umsókn hefur ekki verið synjað af þeim sökum. Einstaka umsækjendur hafa óskað eftir afgreiðslu þingsins þar sem þessu skilyrði er ekki fullnægt,“ segir í skriflegu svari frá innanríkisráðuneytinu um hvort fall á íslenskuprófinu hafi komið í veg fyrir að íslenskur ríkisborgararéttur sé veittur. Langflestir þeirra sem tekið hafa prófið voru frá Filippseyjum og Póllandi. Karlar frá Suðaustur-Asíu voru líklegri en konurnar til að falla á prófinu. Marktækur munur kom ekki fram í öðrum heimshlutum, að því er kemur fram í skýrslu Námsmatsstofnunar. Árlega er 400 til 500 einstaklingum veittur íslenskur ríkisborgararéttur.Hluti úr íslenskuprófi fyrir útlendingaLesskilningur María er frá Spáni. Hún á heima á Íslandi. Hún er búin að vera á Íslandi í tólf ár. María á íslenskan mann sem heitir Finnur. Þau eiga þrjú börn. Dóttir þeirra heitir Soffía og er tíu ára. Synir þeirra heita Tómas, átta ára og Jón, sex ára. María er að vinna. Hún er að vinna á heimili fyrir gamalt fólk. María vinnur kvöldvaktir. Hún þarf að vakna klukkan hálf sjö. María vekur börnin sín klukkan sjö og gefur þeim morgunmat. Hún fer í vinnuna klukkan þrjú. Hún vinnur stundum um helgar. Hún hefur stundum frí virka daga. Í gær var sunnudagur. María var að vinna. Hún á frí í dag, mánudag. Núna er klukkan 10 og María er úti að ganga. Hún ætlar að versla seinna í dag í Smáralind. Hún ætlar að fara á bíó í kvöld með Finni, manni sínum. María saknar Spánar en finnst ágætt að vera á Íslandi. 1. Hvaðan er María? 2. Hvað eru strákarnir hennar Maríu gamlir? 3. Hvar vinnur María? 4. Hvað ætlar María að gera í kvöld?
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira