Ný nálgun í búsetumálum fyrir heimilislausa vímuefnaneytendur Katrín G. Alfreðsdóttir skrifar 21. september 2013 06:00 Umræða hefur verið í fjölmiðlum um aðstöðuleysi heimilislausra í Reykjavík. Gistiskýlið við Þingholtsstræti, sem er neyðarathvarf fyrir heimilislausa karla, er löngu sprungið og ekki hægt að sinna þörfum allra sem þangað sækja. Margir karlanna hafa gist í Gistiskýlinu í þó nokkurn tíma. Í Konukoti, sem er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur, hefur verið bætt við neyðarrúmum en þar eru einnig konur sem hafa gist þar nokkuð lengi. Embættis- og stjórnmálamenn í Reykjavík hafa upplýst að verið sé að leita að stærra og hentugra húsnæði fyrir Gistiskýlið til að fjölga neyðarrúmum en að það taki eðlilega langan tíma. Á visir.is þann 25. október 2005 er nákvæmlega sama setningin höfð eftir starfsmanni Reykjavíkurborgar, að verið sé að leita að stærra og hentugra húsnæði fyrir Gistiskýlið. Liðin eru átta ár og sama umræða er enn í gangi þótt þjónusta við utangarðsfólk hafi verið verulega aukin á þessum tíma.Skilyrði sem hindra Þeir sem misst hafa stjórn á vímuefnaneyslu sinni eða glíma við alvarlega geðsjúkdóma hafa margir misst fjölskyldu sína, atvinnu og húsnæði í kjölfarið og þurfa langvarandi aðstoð og fjölbreytt úrræði til að fóta sig í samfélaginu á ný. Í niðurstöðum skýrslu sem Velferðarsvið Reykjavíkurborgar lét gera um þarfir og vilja utangarðsfólks í Reykjavík árið 2012 kemur fram að þarfir fólksins eru mismunandi og að flestir glíma við fjölþættan vanda. Fram kemur að 16 einstaklingar af 18 sem rætt var við töldu að brýnast væri að fá langtímahúsnæði í stað neyðarathvarfs. Þessi niðurstaða er sambærileg við niðurstöður úr rannsóknum sem gerðar hafa verið erlendis á þörfum heimilislausra. Flest búsetuúrræði sem standa heimilislausu fólki til boða í Reykjavík eru háð þeim skilyrðum að einstaklingurinn sé edrú. Þessi skilyrði hindra fólkið í að taka á vanda sínum. Það er statt í vítahring sem erfitt er að rjúfa við núverandi aðstæður þar sem fólkið nær ekki að verða edrú meðan það býr á götunni. Einstaklingar eru fastir í stöðu sinni og ná ekki skrefi lengra í lífi sínu. Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér og sinni velferð, það verður ekki gert fyrir hvern og einn. Hins vegar er hægt að skapa aðstæður til að auka velferð sem flestra og gera þeim kleift að vera þátttakendur í samfélaginu. Mikilvægt er að veita þeim einstaklingum umönnun og viðunandi lífsskilyrði sem vilja ekki eða geta ekki hætt neyslu þrátt fyrir endurteknar meðferðir. Þessir einstaklingar eiga rétt á að fá grunnþörfum sínum fullnægt með fæði, klæði og húsnæði eins og aðrir þegnar samfélagsins. Réttindum fylgja skyldur og skyldurnar þurfa að vera í samræmi við getu og hæfileika hvers og eins. Mikilvægt er að vinna í samvinnu við einstaklingana sjálfa og gefa þeim tækifæri til þess að koma með hugmyndir að framtíðaráætlunum sínum og fylgja þeim eftir.Útrýma þarf ölmusuhugsun Í þessari vinnu verður að tryggja að mannréttindahugsun verði höfð að leiðarljósi og ölmusuhugsun verði útrýmt. Það þarf að ríkja gagnkvæm virðing og skilningur allra á því að einstaklingur tapi ekki réttindum sínum né verði hann sviptur möguleikanum á að sinna skyldum sínum þótt hann sé í virkri vímuefnaneyslu. Brýnt er að einstaklingur sé ekki einungis þiggjandi heldur líka þátttakandi í samfélaginu sem getur bætt félagslega stöðu hans og sjálfsmynd. Það er áskorun fyrir þá sem að málaflokknum koma að stuðla að breyttum vinnuaðferðum til að mæta þörfum fólksins. Mikilvægt er að greina vandann og byggja upp langtímaúrræði í stað skammtímaneyðaraðstoðar sem viðheldur ástandinu. Það þarf að skapa aðstæður sem gera fólkinu kleift að hafa áhrif á stöðu sína í stað þess að búa við íþyngjandi skilyrði sem hindra fólkið í að ná skrefi lengra í lífi sínu. Við réttar aðstæður í samfélaginu geta flestir einstaklingar bætt stöðu sína og hámarkað hagnað samfélagsins sem eru bestu lífsgæði öllum til handa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Umræða hefur verið í fjölmiðlum um aðstöðuleysi heimilislausra í Reykjavík. Gistiskýlið við Þingholtsstræti, sem er neyðarathvarf fyrir heimilislausa karla, er löngu sprungið og ekki hægt að sinna þörfum allra sem þangað sækja. Margir karlanna hafa gist í Gistiskýlinu í þó nokkurn tíma. Í Konukoti, sem er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur, hefur verið bætt við neyðarrúmum en þar eru einnig konur sem hafa gist þar nokkuð lengi. Embættis- og stjórnmálamenn í Reykjavík hafa upplýst að verið sé að leita að stærra og hentugra húsnæði fyrir Gistiskýlið til að fjölga neyðarrúmum en að það taki eðlilega langan tíma. Á visir.is þann 25. október 2005 er nákvæmlega sama setningin höfð eftir starfsmanni Reykjavíkurborgar, að verið sé að leita að stærra og hentugra húsnæði fyrir Gistiskýlið. Liðin eru átta ár og sama umræða er enn í gangi þótt þjónusta við utangarðsfólk hafi verið verulega aukin á þessum tíma.Skilyrði sem hindra Þeir sem misst hafa stjórn á vímuefnaneyslu sinni eða glíma við alvarlega geðsjúkdóma hafa margir misst fjölskyldu sína, atvinnu og húsnæði í kjölfarið og þurfa langvarandi aðstoð og fjölbreytt úrræði til að fóta sig í samfélaginu á ný. Í niðurstöðum skýrslu sem Velferðarsvið Reykjavíkurborgar lét gera um þarfir og vilja utangarðsfólks í Reykjavík árið 2012 kemur fram að þarfir fólksins eru mismunandi og að flestir glíma við fjölþættan vanda. Fram kemur að 16 einstaklingar af 18 sem rætt var við töldu að brýnast væri að fá langtímahúsnæði í stað neyðarathvarfs. Þessi niðurstaða er sambærileg við niðurstöður úr rannsóknum sem gerðar hafa verið erlendis á þörfum heimilislausra. Flest búsetuúrræði sem standa heimilislausu fólki til boða í Reykjavík eru háð þeim skilyrðum að einstaklingurinn sé edrú. Þessi skilyrði hindra fólkið í að taka á vanda sínum. Það er statt í vítahring sem erfitt er að rjúfa við núverandi aðstæður þar sem fólkið nær ekki að verða edrú meðan það býr á götunni. Einstaklingar eru fastir í stöðu sinni og ná ekki skrefi lengra í lífi sínu. Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér og sinni velferð, það verður ekki gert fyrir hvern og einn. Hins vegar er hægt að skapa aðstæður til að auka velferð sem flestra og gera þeim kleift að vera þátttakendur í samfélaginu. Mikilvægt er að veita þeim einstaklingum umönnun og viðunandi lífsskilyrði sem vilja ekki eða geta ekki hætt neyslu þrátt fyrir endurteknar meðferðir. Þessir einstaklingar eiga rétt á að fá grunnþörfum sínum fullnægt með fæði, klæði og húsnæði eins og aðrir þegnar samfélagsins. Réttindum fylgja skyldur og skyldurnar þurfa að vera í samræmi við getu og hæfileika hvers og eins. Mikilvægt er að vinna í samvinnu við einstaklingana sjálfa og gefa þeim tækifæri til þess að koma með hugmyndir að framtíðaráætlunum sínum og fylgja þeim eftir.Útrýma þarf ölmusuhugsun Í þessari vinnu verður að tryggja að mannréttindahugsun verði höfð að leiðarljósi og ölmusuhugsun verði útrýmt. Það þarf að ríkja gagnkvæm virðing og skilningur allra á því að einstaklingur tapi ekki réttindum sínum né verði hann sviptur möguleikanum á að sinna skyldum sínum þótt hann sé í virkri vímuefnaneyslu. Brýnt er að einstaklingur sé ekki einungis þiggjandi heldur líka þátttakandi í samfélaginu sem getur bætt félagslega stöðu hans og sjálfsmynd. Það er áskorun fyrir þá sem að málaflokknum koma að stuðla að breyttum vinnuaðferðum til að mæta þörfum fólksins. Mikilvægt er að greina vandann og byggja upp langtímaúrræði í stað skammtímaneyðaraðstoðar sem viðheldur ástandinu. Það þarf að skapa aðstæður sem gera fólkinu kleift að hafa áhrif á stöðu sína í stað þess að búa við íþyngjandi skilyrði sem hindra fólkið í að ná skrefi lengra í lífi sínu. Við réttar aðstæður í samfélaginu geta flestir einstaklingar bætt stöðu sína og hámarkað hagnað samfélagsins sem eru bestu lífsgæði öllum til handa.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun