Íslendinga að ákvarða samband sitt við ESB Magnús Lúðvíksson skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Hannes Swoboda Hannes Swoboda er austurrískur jafnaðarmaður sem hefur setið á Evrópuþinginu frá árinu 1996. Hann tók við sem leiðtogi jafnaðarmanna í þinginu á síðasta ári. Fréttablaðið/Anton Hannes Swoboda, leiðtogi jafnaðarmanna á Evrópuþinginu, segir það alfarið ákvörðun Íslendinga hvort og hvernig þeir vilji haga aðildarviðræðunum að ESB. Swoboda var staddur á Íslandi um helgina og Fréttablaðið tók hann tali. Leiðtogi jafnaðarmanna, næststærsta þingflokks Evrópuþingsins, segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hægja á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið (ESB) engin áhrif hafa á viðræðurnar. Þá er hann sannfærður um að hægt sé að finna lausn á makríldeilunni sem allir deiluaðilar sætta sig við. Swoboda var staddur hér á landi um helgina en hann ávarpaði landsfund Samfylkingarinnar á laugardag undir dagskrárliðnum „Tölum um tækifærin, atvinnu- og menntamál innan ESB“. Fréttablaðið ræddi við Swoboda af þessu tilefni. Ríkisstjórnin ákvað á dögunum að hægja á aðildarviðræðum Íslands við ESB og verða því engir nýir kaflar opnaðir í samningaviðræðunum þar til eftir þingkosningarnar í vor. Þá benda skoðanakannanir til þess að þó nokkrar líkur séu á því að flokkar sem eru á móti aðild að ESB myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar. Hefur þessi staða einhver áhrif á aðildarviðræður Íslands að sambandinu frá ESB séð? „Ég legg mikla áherslu á að það er íslensku þjóðarinnar að taka ákvörðun um hvernig hún vill haga sambandi sínu við ESB. Ef ríkisstjórnin vill hægja á viðræðunum þangað til eftir kosningar þá er það hennar ákvörðun og ég sé ekkert vandamál við það. Ef Íslendingar kjósa ríkisstjórn sem er á móti viðræðunum þá er það líka þeirra ákvörðun. Ég held að það sé skýr vilji innan ESB til þess að Ísland gerist aðili að sambandinu en það er engin pressa af hálfu sambandsins um að það þurfi að gerast á allra næstunni,“ segir Swoboda og heldur áfram: „Þá er það ekkert leyndarmál að ESB hefur verið að glíma við sín eigin vandamál sem þarf að leysa. Ég get til dæmis nefnt mikið atvinnuleysi. Ef og þegar það tekst að leysa þessi vandamál kann að vera að ESB líti skyndilega álitlegar út bæði fyrir íbúa innan ESB og sömuleiðis íbúa þeirra ríkja sem standa utan við sambandið en myndu kannski vilja ganga í það. Það þarf því ekki að henta ESB illa að hægt sé á viðræðunum.“ Spurður um stöðu makríldeilunnar milli Íslands og Færeyja annars vegar og Noregs og ESB hins vegar segir Swoboda: „Ég er sannfærður um að það er hægt að finna lausn á deilunni sem allir geta sætt sig við. Auðvitað er áhyggjuefni að sem stendur er verið að ofveiða makrílstofninn, sem er ekki sjálfbært til lengri tíma, en ég held að deiluaðilarnir hljóti að átta sig á því að það getur ekki gengið til lengdar,“ segir Swoboda. Að lokum óskar Swoboda Íslendingum til hamingju með dóm EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu og bætir við að dómurinn sýni fram á að eftirlit með, og gangverkið utan um fjármálastarfsemi, þurfi að vera samræmt milli landa og þar hafi ESB hlutverki að gegna. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Hannes Swoboda, leiðtogi jafnaðarmanna á Evrópuþinginu, segir það alfarið ákvörðun Íslendinga hvort og hvernig þeir vilji haga aðildarviðræðunum að ESB. Swoboda var staddur á Íslandi um helgina og Fréttablaðið tók hann tali. Leiðtogi jafnaðarmanna, næststærsta þingflokks Evrópuþingsins, segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hægja á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið (ESB) engin áhrif hafa á viðræðurnar. Þá er hann sannfærður um að hægt sé að finna lausn á makríldeilunni sem allir deiluaðilar sætta sig við. Swoboda var staddur hér á landi um helgina en hann ávarpaði landsfund Samfylkingarinnar á laugardag undir dagskrárliðnum „Tölum um tækifærin, atvinnu- og menntamál innan ESB“. Fréttablaðið ræddi við Swoboda af þessu tilefni. Ríkisstjórnin ákvað á dögunum að hægja á aðildarviðræðum Íslands við ESB og verða því engir nýir kaflar opnaðir í samningaviðræðunum þar til eftir þingkosningarnar í vor. Þá benda skoðanakannanir til þess að þó nokkrar líkur séu á því að flokkar sem eru á móti aðild að ESB myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar. Hefur þessi staða einhver áhrif á aðildarviðræður Íslands að sambandinu frá ESB séð? „Ég legg mikla áherslu á að það er íslensku þjóðarinnar að taka ákvörðun um hvernig hún vill haga sambandi sínu við ESB. Ef ríkisstjórnin vill hægja á viðræðunum þangað til eftir kosningar þá er það hennar ákvörðun og ég sé ekkert vandamál við það. Ef Íslendingar kjósa ríkisstjórn sem er á móti viðræðunum þá er það líka þeirra ákvörðun. Ég held að það sé skýr vilji innan ESB til þess að Ísland gerist aðili að sambandinu en það er engin pressa af hálfu sambandsins um að það þurfi að gerast á allra næstunni,“ segir Swoboda og heldur áfram: „Þá er það ekkert leyndarmál að ESB hefur verið að glíma við sín eigin vandamál sem þarf að leysa. Ég get til dæmis nefnt mikið atvinnuleysi. Ef og þegar það tekst að leysa þessi vandamál kann að vera að ESB líti skyndilega álitlegar út bæði fyrir íbúa innan ESB og sömuleiðis íbúa þeirra ríkja sem standa utan við sambandið en myndu kannski vilja ganga í það. Það þarf því ekki að henta ESB illa að hægt sé á viðræðunum.“ Spurður um stöðu makríldeilunnar milli Íslands og Færeyja annars vegar og Noregs og ESB hins vegar segir Swoboda: „Ég er sannfærður um að það er hægt að finna lausn á deilunni sem allir geta sætt sig við. Auðvitað er áhyggjuefni að sem stendur er verið að ofveiða makrílstofninn, sem er ekki sjálfbært til lengri tíma, en ég held að deiluaðilarnir hljóti að átta sig á því að það getur ekki gengið til lengdar,“ segir Swoboda. Að lokum óskar Swoboda Íslendingum til hamingju með dóm EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu og bætir við að dómurinn sýni fram á að eftirlit með, og gangverkið utan um fjármálastarfsemi, þurfi að vera samræmt milli landa og þar hafi ESB hlutverki að gegna.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira