Íslendinga að ákvarða samband sitt við ESB Magnús Lúðvíksson skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Hannes Swoboda Hannes Swoboda er austurrískur jafnaðarmaður sem hefur setið á Evrópuþinginu frá árinu 1996. Hann tók við sem leiðtogi jafnaðarmanna í þinginu á síðasta ári. Fréttablaðið/Anton Hannes Swoboda, leiðtogi jafnaðarmanna á Evrópuþinginu, segir það alfarið ákvörðun Íslendinga hvort og hvernig þeir vilji haga aðildarviðræðunum að ESB. Swoboda var staddur á Íslandi um helgina og Fréttablaðið tók hann tali. Leiðtogi jafnaðarmanna, næststærsta þingflokks Evrópuþingsins, segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hægja á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið (ESB) engin áhrif hafa á viðræðurnar. Þá er hann sannfærður um að hægt sé að finna lausn á makríldeilunni sem allir deiluaðilar sætta sig við. Swoboda var staddur hér á landi um helgina en hann ávarpaði landsfund Samfylkingarinnar á laugardag undir dagskrárliðnum „Tölum um tækifærin, atvinnu- og menntamál innan ESB“. Fréttablaðið ræddi við Swoboda af þessu tilefni. Ríkisstjórnin ákvað á dögunum að hægja á aðildarviðræðum Íslands við ESB og verða því engir nýir kaflar opnaðir í samningaviðræðunum þar til eftir þingkosningarnar í vor. Þá benda skoðanakannanir til þess að þó nokkrar líkur séu á því að flokkar sem eru á móti aðild að ESB myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar. Hefur þessi staða einhver áhrif á aðildarviðræður Íslands að sambandinu frá ESB séð? „Ég legg mikla áherslu á að það er íslensku þjóðarinnar að taka ákvörðun um hvernig hún vill haga sambandi sínu við ESB. Ef ríkisstjórnin vill hægja á viðræðunum þangað til eftir kosningar þá er það hennar ákvörðun og ég sé ekkert vandamál við það. Ef Íslendingar kjósa ríkisstjórn sem er á móti viðræðunum þá er það líka þeirra ákvörðun. Ég held að það sé skýr vilji innan ESB til þess að Ísland gerist aðili að sambandinu en það er engin pressa af hálfu sambandsins um að það þurfi að gerast á allra næstunni,“ segir Swoboda og heldur áfram: „Þá er það ekkert leyndarmál að ESB hefur verið að glíma við sín eigin vandamál sem þarf að leysa. Ég get til dæmis nefnt mikið atvinnuleysi. Ef og þegar það tekst að leysa þessi vandamál kann að vera að ESB líti skyndilega álitlegar út bæði fyrir íbúa innan ESB og sömuleiðis íbúa þeirra ríkja sem standa utan við sambandið en myndu kannski vilja ganga í það. Það þarf því ekki að henta ESB illa að hægt sé á viðræðunum.“ Spurður um stöðu makríldeilunnar milli Íslands og Færeyja annars vegar og Noregs og ESB hins vegar segir Swoboda: „Ég er sannfærður um að það er hægt að finna lausn á deilunni sem allir geta sætt sig við. Auðvitað er áhyggjuefni að sem stendur er verið að ofveiða makrílstofninn, sem er ekki sjálfbært til lengri tíma, en ég held að deiluaðilarnir hljóti að átta sig á því að það getur ekki gengið til lengdar,“ segir Swoboda. Að lokum óskar Swoboda Íslendingum til hamingju með dóm EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu og bætir við að dómurinn sýni fram á að eftirlit með, og gangverkið utan um fjármálastarfsemi, þurfi að vera samræmt milli landa og þar hafi ESB hlutverki að gegna. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Hannes Swoboda, leiðtogi jafnaðarmanna á Evrópuþinginu, segir það alfarið ákvörðun Íslendinga hvort og hvernig þeir vilji haga aðildarviðræðunum að ESB. Swoboda var staddur á Íslandi um helgina og Fréttablaðið tók hann tali. Leiðtogi jafnaðarmanna, næststærsta þingflokks Evrópuþingsins, segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hægja á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið (ESB) engin áhrif hafa á viðræðurnar. Þá er hann sannfærður um að hægt sé að finna lausn á makríldeilunni sem allir deiluaðilar sætta sig við. Swoboda var staddur hér á landi um helgina en hann ávarpaði landsfund Samfylkingarinnar á laugardag undir dagskrárliðnum „Tölum um tækifærin, atvinnu- og menntamál innan ESB“. Fréttablaðið ræddi við Swoboda af þessu tilefni. Ríkisstjórnin ákvað á dögunum að hægja á aðildarviðræðum Íslands við ESB og verða því engir nýir kaflar opnaðir í samningaviðræðunum þar til eftir þingkosningarnar í vor. Þá benda skoðanakannanir til þess að þó nokkrar líkur séu á því að flokkar sem eru á móti aðild að ESB myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar. Hefur þessi staða einhver áhrif á aðildarviðræður Íslands að sambandinu frá ESB séð? „Ég legg mikla áherslu á að það er íslensku þjóðarinnar að taka ákvörðun um hvernig hún vill haga sambandi sínu við ESB. Ef ríkisstjórnin vill hægja á viðræðunum þangað til eftir kosningar þá er það hennar ákvörðun og ég sé ekkert vandamál við það. Ef Íslendingar kjósa ríkisstjórn sem er á móti viðræðunum þá er það líka þeirra ákvörðun. Ég held að það sé skýr vilji innan ESB til þess að Ísland gerist aðili að sambandinu en það er engin pressa af hálfu sambandsins um að það þurfi að gerast á allra næstunni,“ segir Swoboda og heldur áfram: „Þá er það ekkert leyndarmál að ESB hefur verið að glíma við sín eigin vandamál sem þarf að leysa. Ég get til dæmis nefnt mikið atvinnuleysi. Ef og þegar það tekst að leysa þessi vandamál kann að vera að ESB líti skyndilega álitlegar út bæði fyrir íbúa innan ESB og sömuleiðis íbúa þeirra ríkja sem standa utan við sambandið en myndu kannski vilja ganga í það. Það þarf því ekki að henta ESB illa að hægt sé á viðræðunum.“ Spurður um stöðu makríldeilunnar milli Íslands og Færeyja annars vegar og Noregs og ESB hins vegar segir Swoboda: „Ég er sannfærður um að það er hægt að finna lausn á deilunni sem allir geta sætt sig við. Auðvitað er áhyggjuefni að sem stendur er verið að ofveiða makrílstofninn, sem er ekki sjálfbært til lengri tíma, en ég held að deiluaðilarnir hljóti að átta sig á því að það getur ekki gengið til lengdar,“ segir Swoboda. Að lokum óskar Swoboda Íslendingum til hamingju með dóm EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu og bætir við að dómurinn sýni fram á að eftirlit með, og gangverkið utan um fjármálastarfsemi, þurfi að vera samræmt milli landa og þar hafi ESB hlutverki að gegna.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira