Baráttan á Landspítalanum - "Maður er bara hissa" Boði Logason skrifar 5. febrúar 2013 11:07 Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segist hafa orðið hissa eftir niðurstöðu fundarins á Grand Hóteli í gær. Mynd/Vilhelm „Ég vil ekki segja vonbrigði, en maður er bara hissa ef eitthvað er," segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Um 91 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu stofnanasamningi sem kynntur var á Grand Hóteli í gærkvöldi. Um 260 hjúkrunarfræðingar munu hætta störfum í lok þessa mánaðar náist ekki samkomulag fyrir þann tíma og 20 til viðbótar munu hætta störfum 31. mars næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom fram á fundi sem Erna Einarsdóttir, starfsmannastjóri, átti með deildarstjórum á föstudaginn, að meiri hækkanir standi ekki til boða enda hafi stjórnvöld talað skýrt um það. „Það kemur manni á óvart að stéttarfélag vilji ekki hafa áhrif á það hvernig þessum peningum, sem við höfum fengið til þess að koma á kjarabótum til starfsmanna. Það kemur manni á óvart," segir Björn í samtali við fréttastofu í morgun. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félags hjúkrunarfræðinga, sagði Í bítinu á Bylgjunni í morgun að sumir hjúkrunarfræðingar hefðu ekki fengið neina launahækkun, miðað við þann samning sem liggur á borðinu. „Ég veit ekki alveg hvaðan hún hefur það að sumir fá ekki neitt, ég skil það ekki. Allir fá líka 3,25 % hækkun eins og aðrir á markaðnum. Þetta er stofnanasamningur og hugsunin með honum er sú að allir fá ekki það sama. Heldur sé nýttur til að skipuleggja starfið innanhúss þannig það sé báðum aðilum til hagsbóta, það séu áherslur starfseminnar sem komi fram. Ef það er t.d. viðbótarmenntun sem nýtist starfseminni þá er borgað betur fyrir það," segir hann. Á Grand hóteli var samingurinn kynntur fyrir um 600 hjúkrunarfræðingum, en enginn fulltrúi frá spítalanum eða ríkisvaldinu var á þeim fundi. Þar kom fram meðal annars fram að til stóð að bjóða hjúkrunarfræðingum afturvirka álagsgreiðslu í þrjá mánuði. Eins og skoða má á töflunni hér fyrir neðan.Á þetta féllust hjúkrunarfræðingar ekki, eins og áður segir. Álagsgreiðslurnar áttu að greiðast hlutfallslega miðað við starfshlutfall og einungis til þeirra sem eru í ótímabundinni ráðningu. Þeir hjúkrunarfræðingar sem eru á reynslutíma, með tímabundna ráðningasamninga eða ekki í starfi á klínískum deildum, hefðu ekki fengið þessar álagsgreiðslur. Þá hefðu þeir hjúkrunarfræðingar, sem hefðu sagt upp störfum og væru ekki búnar að draga uppsögn sína til baka fyrir 10 febrúar, ekki fengið álagsgreiðslurnar. Björn segir að samtals séu þetta um 1350 einstaklingar í 1020 stöðugildum, og í flokkum A og B séu innan við tvö hundruð manns. „Þannig það eru innan við 200 manns sem fá ekki 30 þúsund krónurnar, en þetta er bara miðað við afturvirku álagsgreiðslurnar. Það ýmislegt sem hefði gilt frá 1. febrúar, sem allir hefðu fengið - líka fólkið í A og B. Þetta er bara mismunandi og það er hægt að leggja þetta upp á margan hátt, en þetta er bara ekki kjarasamningur. Þetta er stærsti stofnanasamningur sem stofnun hefur hingað til haft möguleika til þess að bjóða, ef við erum að horfa á kjarabætur að meðaltali til starfsmanna," segir Björn Samninganefndirnar ætla að hittast á fundi í dag klukkan eitt, og ræða næstu skref. „Næstu skref hjá okkur er að koma af stað ferlum til að koma þessum kjarabótum til starfsmanna, sem eru hækkanir á vissum hlutum, eins og hefði gerst hefðu fulltrúar hjúkrunarfræðinga samþykkt nýjan stofnanasamning," segir hann. Hér að neðan má sjá glærukynninguna sem deildarstjórar á Landspítalanum fengu. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
„Ég vil ekki segja vonbrigði, en maður er bara hissa ef eitthvað er," segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Um 91 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu stofnanasamningi sem kynntur var á Grand Hóteli í gærkvöldi. Um 260 hjúkrunarfræðingar munu hætta störfum í lok þessa mánaðar náist ekki samkomulag fyrir þann tíma og 20 til viðbótar munu hætta störfum 31. mars næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom fram á fundi sem Erna Einarsdóttir, starfsmannastjóri, átti með deildarstjórum á föstudaginn, að meiri hækkanir standi ekki til boða enda hafi stjórnvöld talað skýrt um það. „Það kemur manni á óvart að stéttarfélag vilji ekki hafa áhrif á það hvernig þessum peningum, sem við höfum fengið til þess að koma á kjarabótum til starfsmanna. Það kemur manni á óvart," segir Björn í samtali við fréttastofu í morgun. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félags hjúkrunarfræðinga, sagði Í bítinu á Bylgjunni í morgun að sumir hjúkrunarfræðingar hefðu ekki fengið neina launahækkun, miðað við þann samning sem liggur á borðinu. „Ég veit ekki alveg hvaðan hún hefur það að sumir fá ekki neitt, ég skil það ekki. Allir fá líka 3,25 % hækkun eins og aðrir á markaðnum. Þetta er stofnanasamningur og hugsunin með honum er sú að allir fá ekki það sama. Heldur sé nýttur til að skipuleggja starfið innanhúss þannig það sé báðum aðilum til hagsbóta, það séu áherslur starfseminnar sem komi fram. Ef það er t.d. viðbótarmenntun sem nýtist starfseminni þá er borgað betur fyrir það," segir hann. Á Grand hóteli var samingurinn kynntur fyrir um 600 hjúkrunarfræðingum, en enginn fulltrúi frá spítalanum eða ríkisvaldinu var á þeim fundi. Þar kom fram meðal annars fram að til stóð að bjóða hjúkrunarfræðingum afturvirka álagsgreiðslu í þrjá mánuði. Eins og skoða má á töflunni hér fyrir neðan.Á þetta féllust hjúkrunarfræðingar ekki, eins og áður segir. Álagsgreiðslurnar áttu að greiðast hlutfallslega miðað við starfshlutfall og einungis til þeirra sem eru í ótímabundinni ráðningu. Þeir hjúkrunarfræðingar sem eru á reynslutíma, með tímabundna ráðningasamninga eða ekki í starfi á klínískum deildum, hefðu ekki fengið þessar álagsgreiðslur. Þá hefðu þeir hjúkrunarfræðingar, sem hefðu sagt upp störfum og væru ekki búnar að draga uppsögn sína til baka fyrir 10 febrúar, ekki fengið álagsgreiðslurnar. Björn segir að samtals séu þetta um 1350 einstaklingar í 1020 stöðugildum, og í flokkum A og B séu innan við tvö hundruð manns. „Þannig það eru innan við 200 manns sem fá ekki 30 þúsund krónurnar, en þetta er bara miðað við afturvirku álagsgreiðslurnar. Það ýmislegt sem hefði gilt frá 1. febrúar, sem allir hefðu fengið - líka fólkið í A og B. Þetta er bara mismunandi og það er hægt að leggja þetta upp á margan hátt, en þetta er bara ekki kjarasamningur. Þetta er stærsti stofnanasamningur sem stofnun hefur hingað til haft möguleika til þess að bjóða, ef við erum að horfa á kjarabætur að meðaltali til starfsmanna," segir Björn Samninganefndirnar ætla að hittast á fundi í dag klukkan eitt, og ræða næstu skref. „Næstu skref hjá okkur er að koma af stað ferlum til að koma þessum kjarabótum til starfsmanna, sem eru hækkanir á vissum hlutum, eins og hefði gerst hefðu fulltrúar hjúkrunarfræðinga samþykkt nýjan stofnanasamning," segir hann. Hér að neðan má sjá glærukynninguna sem deildarstjórar á Landspítalanum fengu.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira