Baráttan á Landspítalanum - "Maður er bara hissa" Boði Logason skrifar 5. febrúar 2013 11:07 Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segist hafa orðið hissa eftir niðurstöðu fundarins á Grand Hóteli í gær. Mynd/Vilhelm „Ég vil ekki segja vonbrigði, en maður er bara hissa ef eitthvað er," segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Um 91 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu stofnanasamningi sem kynntur var á Grand Hóteli í gærkvöldi. Um 260 hjúkrunarfræðingar munu hætta störfum í lok þessa mánaðar náist ekki samkomulag fyrir þann tíma og 20 til viðbótar munu hætta störfum 31. mars næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom fram á fundi sem Erna Einarsdóttir, starfsmannastjóri, átti með deildarstjórum á föstudaginn, að meiri hækkanir standi ekki til boða enda hafi stjórnvöld talað skýrt um það. „Það kemur manni á óvart að stéttarfélag vilji ekki hafa áhrif á það hvernig þessum peningum, sem við höfum fengið til þess að koma á kjarabótum til starfsmanna. Það kemur manni á óvart," segir Björn í samtali við fréttastofu í morgun. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félags hjúkrunarfræðinga, sagði Í bítinu á Bylgjunni í morgun að sumir hjúkrunarfræðingar hefðu ekki fengið neina launahækkun, miðað við þann samning sem liggur á borðinu. „Ég veit ekki alveg hvaðan hún hefur það að sumir fá ekki neitt, ég skil það ekki. Allir fá líka 3,25 % hækkun eins og aðrir á markaðnum. Þetta er stofnanasamningur og hugsunin með honum er sú að allir fá ekki það sama. Heldur sé nýttur til að skipuleggja starfið innanhúss þannig það sé báðum aðilum til hagsbóta, það séu áherslur starfseminnar sem komi fram. Ef það er t.d. viðbótarmenntun sem nýtist starfseminni þá er borgað betur fyrir það," segir hann. Á Grand hóteli var samingurinn kynntur fyrir um 600 hjúkrunarfræðingum, en enginn fulltrúi frá spítalanum eða ríkisvaldinu var á þeim fundi. Þar kom fram meðal annars fram að til stóð að bjóða hjúkrunarfræðingum afturvirka álagsgreiðslu í þrjá mánuði. Eins og skoða má á töflunni hér fyrir neðan.Á þetta féllust hjúkrunarfræðingar ekki, eins og áður segir. Álagsgreiðslurnar áttu að greiðast hlutfallslega miðað við starfshlutfall og einungis til þeirra sem eru í ótímabundinni ráðningu. Þeir hjúkrunarfræðingar sem eru á reynslutíma, með tímabundna ráðningasamninga eða ekki í starfi á klínískum deildum, hefðu ekki fengið þessar álagsgreiðslur. Þá hefðu þeir hjúkrunarfræðingar, sem hefðu sagt upp störfum og væru ekki búnar að draga uppsögn sína til baka fyrir 10 febrúar, ekki fengið álagsgreiðslurnar. Björn segir að samtals séu þetta um 1350 einstaklingar í 1020 stöðugildum, og í flokkum A og B séu innan við tvö hundruð manns. „Þannig það eru innan við 200 manns sem fá ekki 30 þúsund krónurnar, en þetta er bara miðað við afturvirku álagsgreiðslurnar. Það ýmislegt sem hefði gilt frá 1. febrúar, sem allir hefðu fengið - líka fólkið í A og B. Þetta er bara mismunandi og það er hægt að leggja þetta upp á margan hátt, en þetta er bara ekki kjarasamningur. Þetta er stærsti stofnanasamningur sem stofnun hefur hingað til haft möguleika til þess að bjóða, ef við erum að horfa á kjarabætur að meðaltali til starfsmanna," segir Björn Samninganefndirnar ætla að hittast á fundi í dag klukkan eitt, og ræða næstu skref. „Næstu skref hjá okkur er að koma af stað ferlum til að koma þessum kjarabótum til starfsmanna, sem eru hækkanir á vissum hlutum, eins og hefði gerst hefðu fulltrúar hjúkrunarfræðinga samþykkt nýjan stofnanasamning," segir hann. Hér að neðan má sjá glærukynninguna sem deildarstjórar á Landspítalanum fengu. Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Sjá meira
„Ég vil ekki segja vonbrigði, en maður er bara hissa ef eitthvað er," segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Um 91 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu stofnanasamningi sem kynntur var á Grand Hóteli í gærkvöldi. Um 260 hjúkrunarfræðingar munu hætta störfum í lok þessa mánaðar náist ekki samkomulag fyrir þann tíma og 20 til viðbótar munu hætta störfum 31. mars næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom fram á fundi sem Erna Einarsdóttir, starfsmannastjóri, átti með deildarstjórum á föstudaginn, að meiri hækkanir standi ekki til boða enda hafi stjórnvöld talað skýrt um það. „Það kemur manni á óvart að stéttarfélag vilji ekki hafa áhrif á það hvernig þessum peningum, sem við höfum fengið til þess að koma á kjarabótum til starfsmanna. Það kemur manni á óvart," segir Björn í samtali við fréttastofu í morgun. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félags hjúkrunarfræðinga, sagði Í bítinu á Bylgjunni í morgun að sumir hjúkrunarfræðingar hefðu ekki fengið neina launahækkun, miðað við þann samning sem liggur á borðinu. „Ég veit ekki alveg hvaðan hún hefur það að sumir fá ekki neitt, ég skil það ekki. Allir fá líka 3,25 % hækkun eins og aðrir á markaðnum. Þetta er stofnanasamningur og hugsunin með honum er sú að allir fá ekki það sama. Heldur sé nýttur til að skipuleggja starfið innanhúss þannig það sé báðum aðilum til hagsbóta, það séu áherslur starfseminnar sem komi fram. Ef það er t.d. viðbótarmenntun sem nýtist starfseminni þá er borgað betur fyrir það," segir hann. Á Grand hóteli var samingurinn kynntur fyrir um 600 hjúkrunarfræðingum, en enginn fulltrúi frá spítalanum eða ríkisvaldinu var á þeim fundi. Þar kom fram meðal annars fram að til stóð að bjóða hjúkrunarfræðingum afturvirka álagsgreiðslu í þrjá mánuði. Eins og skoða má á töflunni hér fyrir neðan.Á þetta féllust hjúkrunarfræðingar ekki, eins og áður segir. Álagsgreiðslurnar áttu að greiðast hlutfallslega miðað við starfshlutfall og einungis til þeirra sem eru í ótímabundinni ráðningu. Þeir hjúkrunarfræðingar sem eru á reynslutíma, með tímabundna ráðningasamninga eða ekki í starfi á klínískum deildum, hefðu ekki fengið þessar álagsgreiðslur. Þá hefðu þeir hjúkrunarfræðingar, sem hefðu sagt upp störfum og væru ekki búnar að draga uppsögn sína til baka fyrir 10 febrúar, ekki fengið álagsgreiðslurnar. Björn segir að samtals séu þetta um 1350 einstaklingar í 1020 stöðugildum, og í flokkum A og B séu innan við tvö hundruð manns. „Þannig það eru innan við 200 manns sem fá ekki 30 þúsund krónurnar, en þetta er bara miðað við afturvirku álagsgreiðslurnar. Það ýmislegt sem hefði gilt frá 1. febrúar, sem allir hefðu fengið - líka fólkið í A og B. Þetta er bara mismunandi og það er hægt að leggja þetta upp á margan hátt, en þetta er bara ekki kjarasamningur. Þetta er stærsti stofnanasamningur sem stofnun hefur hingað til haft möguleika til þess að bjóða, ef við erum að horfa á kjarabætur að meðaltali til starfsmanna," segir Björn Samninganefndirnar ætla að hittast á fundi í dag klukkan eitt, og ræða næstu skref. „Næstu skref hjá okkur er að koma af stað ferlum til að koma þessum kjarabótum til starfsmanna, sem eru hækkanir á vissum hlutum, eins og hefði gerst hefðu fulltrúar hjúkrunarfræðinga samþykkt nýjan stofnanasamning," segir hann. Hér að neðan má sjá glærukynninguna sem deildarstjórar á Landspítalanum fengu.
Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Sjá meira