Spítalinn stæði frammi fyrir gagngerri endurskoðun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2013 22:11 Geir Gunnlaugsson „Að sjálfsögðu er það mjög alvarlegt þegar svo stór hópur mjög þjálfaðra og vel menntaðra starfsmanna ákveður að yfirgefa störf sín á stærsta sjúkrahúsi landsins eins og er í umræðunni núna," segir Geir Gunnlaugsson landlæknir. Uppsagnir 254 hjúkrunarfræðinga eru yfirvofandi um næstu mánaðarmót takist ekki samningar milli fulltrúa Landspítalans og félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Ég er reyndar fullviss um það að stjórnendur spítalans og félag íslenskra hjúkrunarfræðinga muni leggja sig fram um að ná samningum. Allir vita hvaða afleiðingar það getur haft ef hjúkrunarfræðingarnir hætta og leita á önnur mið ," segir Geir. 91% hjúkrunarfræðinga höfnuðu nýjasta tilboði Landspítalans sem kynnt var á fundi í gærkvöldi. Fulltrúar félags hjúkrunarfræðinga funduðu með fulltrúum Landspítalans í dag en engin niðurstaða náðist á fundinum.Geir segir það segja sig sjálft að þegar svo mikilvæg stétt fagfólks yfirgefi starfsvettvanginn að það hafi áhrif. „Spítalinn mun standa frammi fyrir því að fara í gagngera endurskoðun á starfsemi sinni. Það er mjög erfitt mál að leysa því góð heilbrigðisþjónusta er samhent átak margra einstaklinga með mismunandi fagþekkingu og reynslu og það leggur meðal annars grunn að okkar góðu heilbrigðisþjónustu," segir landlæknir sem sem vonast eftir niðurstöðu í málið áður en uppsagnirnar taka gildi 1. mars. „Ég vona svo sannarlega að það náist niðurstaða. Það er erfitt að gefa sér hvað muni gerast í framhaldinu ef svo margir hjúkrunarfræðingar hverfa á braut. Það er annað verkefni sem menn yrðu að skoða. En ég vona svo sannarlega að til þess komi ekki." Hann minnir á að embætti landlæknis sé eftirlitsaðili með heilbrigðisþjónustunni og því sé það ekki hans að svara því til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til á Landspítalanum verði uppsagnirnar að veruleika. „Það er verkefni stjórnenda spítalans að skipuleggja þjónustuna og undirbúa viðbragðsáætlanir í því tilviki að samningar takist ekki. En ég hef áhyggjur af þessu og fylgist með framvindu deilunnar," segir landlæknir. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Að sjálfsögðu er það mjög alvarlegt þegar svo stór hópur mjög þjálfaðra og vel menntaðra starfsmanna ákveður að yfirgefa störf sín á stærsta sjúkrahúsi landsins eins og er í umræðunni núna," segir Geir Gunnlaugsson landlæknir. Uppsagnir 254 hjúkrunarfræðinga eru yfirvofandi um næstu mánaðarmót takist ekki samningar milli fulltrúa Landspítalans og félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Ég er reyndar fullviss um það að stjórnendur spítalans og félag íslenskra hjúkrunarfræðinga muni leggja sig fram um að ná samningum. Allir vita hvaða afleiðingar það getur haft ef hjúkrunarfræðingarnir hætta og leita á önnur mið ," segir Geir. 91% hjúkrunarfræðinga höfnuðu nýjasta tilboði Landspítalans sem kynnt var á fundi í gærkvöldi. Fulltrúar félags hjúkrunarfræðinga funduðu með fulltrúum Landspítalans í dag en engin niðurstaða náðist á fundinum.Geir segir það segja sig sjálft að þegar svo mikilvæg stétt fagfólks yfirgefi starfsvettvanginn að það hafi áhrif. „Spítalinn mun standa frammi fyrir því að fara í gagngera endurskoðun á starfsemi sinni. Það er mjög erfitt mál að leysa því góð heilbrigðisþjónusta er samhent átak margra einstaklinga með mismunandi fagþekkingu og reynslu og það leggur meðal annars grunn að okkar góðu heilbrigðisþjónustu," segir landlæknir sem sem vonast eftir niðurstöðu í málið áður en uppsagnirnar taka gildi 1. mars. „Ég vona svo sannarlega að það náist niðurstaða. Það er erfitt að gefa sér hvað muni gerast í framhaldinu ef svo margir hjúkrunarfræðingar hverfa á braut. Það er annað verkefni sem menn yrðu að skoða. En ég vona svo sannarlega að til þess komi ekki." Hann minnir á að embætti landlæknis sé eftirlitsaðili með heilbrigðisþjónustunni og því sé það ekki hans að svara því til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til á Landspítalanum verði uppsagnirnar að veruleika. „Það er verkefni stjórnenda spítalans að skipuleggja þjónustuna og undirbúa viðbragðsáætlanir í því tilviki að samningar takist ekki. En ég hef áhyggjur af þessu og fylgist með framvindu deilunnar," segir landlæknir.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði