Spítalinn stæði frammi fyrir gagngerri endurskoðun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2013 22:11 Geir Gunnlaugsson „Að sjálfsögðu er það mjög alvarlegt þegar svo stór hópur mjög þjálfaðra og vel menntaðra starfsmanna ákveður að yfirgefa störf sín á stærsta sjúkrahúsi landsins eins og er í umræðunni núna," segir Geir Gunnlaugsson landlæknir. Uppsagnir 254 hjúkrunarfræðinga eru yfirvofandi um næstu mánaðarmót takist ekki samningar milli fulltrúa Landspítalans og félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Ég er reyndar fullviss um það að stjórnendur spítalans og félag íslenskra hjúkrunarfræðinga muni leggja sig fram um að ná samningum. Allir vita hvaða afleiðingar það getur haft ef hjúkrunarfræðingarnir hætta og leita á önnur mið ," segir Geir. 91% hjúkrunarfræðinga höfnuðu nýjasta tilboði Landspítalans sem kynnt var á fundi í gærkvöldi. Fulltrúar félags hjúkrunarfræðinga funduðu með fulltrúum Landspítalans í dag en engin niðurstaða náðist á fundinum.Geir segir það segja sig sjálft að þegar svo mikilvæg stétt fagfólks yfirgefi starfsvettvanginn að það hafi áhrif. „Spítalinn mun standa frammi fyrir því að fara í gagngera endurskoðun á starfsemi sinni. Það er mjög erfitt mál að leysa því góð heilbrigðisþjónusta er samhent átak margra einstaklinga með mismunandi fagþekkingu og reynslu og það leggur meðal annars grunn að okkar góðu heilbrigðisþjónustu," segir landlæknir sem sem vonast eftir niðurstöðu í málið áður en uppsagnirnar taka gildi 1. mars. „Ég vona svo sannarlega að það náist niðurstaða. Það er erfitt að gefa sér hvað muni gerast í framhaldinu ef svo margir hjúkrunarfræðingar hverfa á braut. Það er annað verkefni sem menn yrðu að skoða. En ég vona svo sannarlega að til þess komi ekki." Hann minnir á að embætti landlæknis sé eftirlitsaðili með heilbrigðisþjónustunni og því sé það ekki hans að svara því til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til á Landspítalanum verði uppsagnirnar að veruleika. „Það er verkefni stjórnenda spítalans að skipuleggja þjónustuna og undirbúa viðbragðsáætlanir í því tilviki að samningar takist ekki. En ég hef áhyggjur af þessu og fylgist með framvindu deilunnar," segir landlæknir. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
„Að sjálfsögðu er það mjög alvarlegt þegar svo stór hópur mjög þjálfaðra og vel menntaðra starfsmanna ákveður að yfirgefa störf sín á stærsta sjúkrahúsi landsins eins og er í umræðunni núna," segir Geir Gunnlaugsson landlæknir. Uppsagnir 254 hjúkrunarfræðinga eru yfirvofandi um næstu mánaðarmót takist ekki samningar milli fulltrúa Landspítalans og félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Ég er reyndar fullviss um það að stjórnendur spítalans og félag íslenskra hjúkrunarfræðinga muni leggja sig fram um að ná samningum. Allir vita hvaða afleiðingar það getur haft ef hjúkrunarfræðingarnir hætta og leita á önnur mið ," segir Geir. 91% hjúkrunarfræðinga höfnuðu nýjasta tilboði Landspítalans sem kynnt var á fundi í gærkvöldi. Fulltrúar félags hjúkrunarfræðinga funduðu með fulltrúum Landspítalans í dag en engin niðurstaða náðist á fundinum.Geir segir það segja sig sjálft að þegar svo mikilvæg stétt fagfólks yfirgefi starfsvettvanginn að það hafi áhrif. „Spítalinn mun standa frammi fyrir því að fara í gagngera endurskoðun á starfsemi sinni. Það er mjög erfitt mál að leysa því góð heilbrigðisþjónusta er samhent átak margra einstaklinga með mismunandi fagþekkingu og reynslu og það leggur meðal annars grunn að okkar góðu heilbrigðisþjónustu," segir landlæknir sem sem vonast eftir niðurstöðu í málið áður en uppsagnirnar taka gildi 1. mars. „Ég vona svo sannarlega að það náist niðurstaða. Það er erfitt að gefa sér hvað muni gerast í framhaldinu ef svo margir hjúkrunarfræðingar hverfa á braut. Það er annað verkefni sem menn yrðu að skoða. En ég vona svo sannarlega að til þess komi ekki." Hann minnir á að embætti landlæknis sé eftirlitsaðili með heilbrigðisþjónustunni og því sé það ekki hans að svara því til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til á Landspítalanum verði uppsagnirnar að veruleika. „Það er verkefni stjórnenda spítalans að skipuleggja þjónustuna og undirbúa viðbragðsáætlanir í því tilviki að samningar takist ekki. En ég hef áhyggjur af þessu og fylgist með framvindu deilunnar," segir landlæknir.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira