Fótbolti

Ísland gæti dottið niður í fimmta sætið í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Ísland mætir Sviss í kvöld í undankeppni HM í fótbolta í Brasilíu en þarna mætast liðin í fyrsta (Sviss) og þriðja sæti (Ísland) E-riðilsins.

Íslenska liðið er í toppbaráttunni í riðlinum eftir þrjá sigra í fyrstu sex leikjum sínum en það er mikilvægt ef liðinu tekst á ná í stig í Bern í kvöld. Íslenska liðið hefur enn ekki gert jafntefli.

Fari allt á versta veg þá gæti íslenska liðið hinsvegar endað kvöldið í fimmta sæti riðilsins. Þannig væri staðan ef íslenska liðið tapar á móti Sviss á eftir á sama tíma og Noregur vinnur Kýpur á heimavelli og Slóvenía vinnur Albaníu á heimavelli.

Efsta liðið í riðlinum kemst beint á HM í Brasilíu sem fer fram næsta sumar en liðið í öðru sæti gæti unnið sér sæti í umspili um laust sæti. Átta af níu liðum sem enda í öðru sæti riðlanna komast þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×