Michael Laudrup, knattspyrnustjóri Swansea, vill meina að Gareth Bale sé ekki jafn góður og Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi.
Bale mun líklega ganga til liðs við Real Madrid á næstu dögum en Real Madrid mun greiða heimsmets upphæð fyrir leikmanninn.
Cristiano Ronaldo er í dag dýrasti leikmaður sögunnar en Real Madrid greiddi 82 milljónir punda fyrir leikmanninn árið 2009.
Real Madrid mun líklega greiða um 86 milljónir punda fyrir Bale sem er í dag leikmaður Tottenham Hotspur.
„Maður verður auðvitað að viðurkenna það að Bale var aðal stjarnan hjá Tottenham á síðustu leiktíð,“ sagði Laudrup.
„Real Madrid og Lionel Messi eru stórstjörnunnar hjá sínum liðum en Bale myndi bara fara í sama gæðaflokk og Iniesta hjá Barcelona eða Sergio Aguero hjá Manchester City, sem eru frábærir leikmenn en ekki alveg á sama stað og Ronaldo og Messi.“
