Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍBV 1-1 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kaplakrikavelli skrifar 16. maí 2013 16:44 FH og ÍBV skildu jöfn 1-1 í toppslag Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Guðjón Árni Antoníusson fékk að líta rauðaspjaldið skömmu fyrir leikslok. Leikurinn fór heldur rólega af stað og var lítið um færi þar til rétt um hálftími var liðinn af leiknum. Þá fékk Atli Guðnason tvö fín færi á jafn mörgum mínútum og það seinna endaði með marki. Ólafur Snorrason átti þá góða sendingu frá hægri og Atli náði að pota boltanum í netið á fjærstönginni. Hinn annars trausti varnarmaður ÍBV, Eiður Aron Sigurbjörnsson átti að gera mun betur og hreinsa frá aður en Atli skoraði. FH var mun meira með boltann eftir markið án þess að skapa sér afgerandi færi en ÍBV náði að jafna metin rétt fyrir leikhlé eftir skyndisókn. Víðir Þorvarðarson sendi boltann laglega í netið eftir góðan einleik og staðan jöfn í hálfleik 1-1. Seinni hálfleikur var vægast sagt bragðdaufur. Róbert Örn Óskarsson markvörður FH þurfti að verja á 68. mínútu og svo aftur í uppbótartíma eftir að Guðjón Árni hafði verið rekinn af leikvelli. David James varði ekki skot í leiknum. Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu að stela sigrinum þær fimm mínútur auk uppbótartíma sem liðið var einum fleiri en Róbert bjargaði stigi FH.Heimir: Seinni hálfleikur var bara göngubolti„Það eru vonbrigði að fá eitt stig út úr leiknum. Við gerum þá kröfu á okkur hér á heimavelli að vinna þessa leiki,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn ágætur. Við komumst sanngjarnt yfir. Við vorum klaufar að hleypa þeim inn í leikinn í lok fyrri hálfleiks. Það var engin ástæða til að vera að selja sig. við þurftum bara að halda skipulagi og klára hálfleikinn. Seinni hálfleikur var mjög slakur. „Ég met þetta þannig að það þarf þolinmæði líka. Það er ekki hægt að henda öllu fram og vona það besta. Það er ekki eins og það séu einhverjir pappakassar í þessu ÍBV liði. „Við vissum fyrir leikinn að ÍBV væri vel skipulagt lið. Þeir voru mjög skipulagðir í sínum leik á móti Breiðabliki. Við vissum að þyrftum að ná að færa boltann frá hægri til vinstri og öfugt og að við þyrftum að gera það hratt og örugglega. Það tókst nokkrum sinnum í fyrri hálfleik en við gerðum það engan vegin nógu vel í seinni hálfleik. „Heilt yfir var varnarleikurinn fínn. Við réðum ágætlega við það sem þeir voru henda í okkur en vonbrigðin eru seinni hálfleikur, að við skildum ekki spila betur. Seinni hálfleikur var bara göngubolti. Allt of hægt og það er ekkert mál fyrir gott lið eins og ÍBV sem er gríðarlega vel skipulagt varnarlega að verjast göngubolta,“ sagði Heimir sem var ekki sammála rauða spjaldinu sem Guðjón Árni fékk. „Mér fannst það ekki rautt spjald og ég held að viðbrögð Guðjóns Árna hafi sýnt það.“Hermann: Getum farið á útivöll líka„Þetta var skrítinn leikur. Þokkalegur af okkar hálfu og í færum talið þá fannst mér við geta stolið þessu í restina,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV sem sat á bekknum allan leikinn. „Það var góð vinnsla í báðum liðum og þau eyddu sóknarlotunum hjá hvort öðru með góðri pressu og sterkum varnarleik. Þetta voru tvö vel skipulögð lið,“ sagði Hermann sem kom taktar Víðis í jöfnunarmarkinu ekki á óvart enda Víðir kallaður Messi í Vestmannaeyjum. „Þetta var ekki í fyrsta skiptið. Hann hefur gert þetta nokkrum sinnum í vetur. Ég sýndi honum hvernig á að gera þetta og um leið og hann fór að ná þessu þá er erfitt að verja þetta ef boltinn fer þarna,“ sagði Hermann léttur að vanda. „Við erum búnir að sanna fyrir okkur að við getum farið á útivöll líka. Þetta er ekki bara Hásteinsvöllur. Þetta er nýbyrjað en við getum veitt hvaða liði sem er harða keppni. Hvar sem er líka og það er virkilega jákvætt að vita af því. „Þetta var óttalega slysalegt. Það er enginn ásetningur í þessu. Það var mikið af blóði og hann var óheppinn,“ sagði Hermann um rauða spjaldið í leiknum. „Ég verð að vera ánægður með 7 stig úr þremur leikjum, annað er frekja og vitleysa. Við vorum að spila við Íslandsmeistarana sem rúlluðu upp deildinni í fyrra og eigum fyllilega skilið jafntefli á þeirra heimavelli. Það segir ýmislegt. „Við lékum mjög öflugan varnarleik og við verðum að byggja á því. Það er ekki bara vörnin, það eru ellefu leikmenn sem verjast allan leikinn,“ sagði Hermann að lokum og vísaði á þjálfarann spurður út í það að hann fái ekkert að spila. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
FH og ÍBV skildu jöfn 1-1 í toppslag Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Guðjón Árni Antoníusson fékk að líta rauðaspjaldið skömmu fyrir leikslok. Leikurinn fór heldur rólega af stað og var lítið um færi þar til rétt um hálftími var liðinn af leiknum. Þá fékk Atli Guðnason tvö fín færi á jafn mörgum mínútum og það seinna endaði með marki. Ólafur Snorrason átti þá góða sendingu frá hægri og Atli náði að pota boltanum í netið á fjærstönginni. Hinn annars trausti varnarmaður ÍBV, Eiður Aron Sigurbjörnsson átti að gera mun betur og hreinsa frá aður en Atli skoraði. FH var mun meira með boltann eftir markið án þess að skapa sér afgerandi færi en ÍBV náði að jafna metin rétt fyrir leikhlé eftir skyndisókn. Víðir Þorvarðarson sendi boltann laglega í netið eftir góðan einleik og staðan jöfn í hálfleik 1-1. Seinni hálfleikur var vægast sagt bragðdaufur. Róbert Örn Óskarsson markvörður FH þurfti að verja á 68. mínútu og svo aftur í uppbótartíma eftir að Guðjón Árni hafði verið rekinn af leikvelli. David James varði ekki skot í leiknum. Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu að stela sigrinum þær fimm mínútur auk uppbótartíma sem liðið var einum fleiri en Róbert bjargaði stigi FH.Heimir: Seinni hálfleikur var bara göngubolti„Það eru vonbrigði að fá eitt stig út úr leiknum. Við gerum þá kröfu á okkur hér á heimavelli að vinna þessa leiki,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn ágætur. Við komumst sanngjarnt yfir. Við vorum klaufar að hleypa þeim inn í leikinn í lok fyrri hálfleiks. Það var engin ástæða til að vera að selja sig. við þurftum bara að halda skipulagi og klára hálfleikinn. Seinni hálfleikur var mjög slakur. „Ég met þetta þannig að það þarf þolinmæði líka. Það er ekki hægt að henda öllu fram og vona það besta. Það er ekki eins og það séu einhverjir pappakassar í þessu ÍBV liði. „Við vissum fyrir leikinn að ÍBV væri vel skipulagt lið. Þeir voru mjög skipulagðir í sínum leik á móti Breiðabliki. Við vissum að þyrftum að ná að færa boltann frá hægri til vinstri og öfugt og að við þyrftum að gera það hratt og örugglega. Það tókst nokkrum sinnum í fyrri hálfleik en við gerðum það engan vegin nógu vel í seinni hálfleik. „Heilt yfir var varnarleikurinn fínn. Við réðum ágætlega við það sem þeir voru henda í okkur en vonbrigðin eru seinni hálfleikur, að við skildum ekki spila betur. Seinni hálfleikur var bara göngubolti. Allt of hægt og það er ekkert mál fyrir gott lið eins og ÍBV sem er gríðarlega vel skipulagt varnarlega að verjast göngubolta,“ sagði Heimir sem var ekki sammála rauða spjaldinu sem Guðjón Árni fékk. „Mér fannst það ekki rautt spjald og ég held að viðbrögð Guðjóns Árna hafi sýnt það.“Hermann: Getum farið á útivöll líka„Þetta var skrítinn leikur. Þokkalegur af okkar hálfu og í færum talið þá fannst mér við geta stolið þessu í restina,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV sem sat á bekknum allan leikinn. „Það var góð vinnsla í báðum liðum og þau eyddu sóknarlotunum hjá hvort öðru með góðri pressu og sterkum varnarleik. Þetta voru tvö vel skipulögð lið,“ sagði Hermann sem kom taktar Víðis í jöfnunarmarkinu ekki á óvart enda Víðir kallaður Messi í Vestmannaeyjum. „Þetta var ekki í fyrsta skiptið. Hann hefur gert þetta nokkrum sinnum í vetur. Ég sýndi honum hvernig á að gera þetta og um leið og hann fór að ná þessu þá er erfitt að verja þetta ef boltinn fer þarna,“ sagði Hermann léttur að vanda. „Við erum búnir að sanna fyrir okkur að við getum farið á útivöll líka. Þetta er ekki bara Hásteinsvöllur. Þetta er nýbyrjað en við getum veitt hvaða liði sem er harða keppni. Hvar sem er líka og það er virkilega jákvætt að vita af því. „Þetta var óttalega slysalegt. Það er enginn ásetningur í þessu. Það var mikið af blóði og hann var óheppinn,“ sagði Hermann um rauða spjaldið í leiknum. „Ég verð að vera ánægður með 7 stig úr þremur leikjum, annað er frekja og vitleysa. Við vorum að spila við Íslandsmeistarana sem rúlluðu upp deildinni í fyrra og eigum fyllilega skilið jafntefli á þeirra heimavelli. Það segir ýmislegt. „Við lékum mjög öflugan varnarleik og við verðum að byggja á því. Það er ekki bara vörnin, það eru ellefu leikmenn sem verjast allan leikinn,“ sagði Hermann að lokum og vísaði á þjálfarann spurður út í það að hann fái ekkert að spila.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira