Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍBV 1-1 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kaplakrikavelli skrifar 16. maí 2013 16:44 FH og ÍBV skildu jöfn 1-1 í toppslag Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Guðjón Árni Antoníusson fékk að líta rauðaspjaldið skömmu fyrir leikslok. Leikurinn fór heldur rólega af stað og var lítið um færi þar til rétt um hálftími var liðinn af leiknum. Þá fékk Atli Guðnason tvö fín færi á jafn mörgum mínútum og það seinna endaði með marki. Ólafur Snorrason átti þá góða sendingu frá hægri og Atli náði að pota boltanum í netið á fjærstönginni. Hinn annars trausti varnarmaður ÍBV, Eiður Aron Sigurbjörnsson átti að gera mun betur og hreinsa frá aður en Atli skoraði. FH var mun meira með boltann eftir markið án þess að skapa sér afgerandi færi en ÍBV náði að jafna metin rétt fyrir leikhlé eftir skyndisókn. Víðir Þorvarðarson sendi boltann laglega í netið eftir góðan einleik og staðan jöfn í hálfleik 1-1. Seinni hálfleikur var vægast sagt bragðdaufur. Róbert Örn Óskarsson markvörður FH þurfti að verja á 68. mínútu og svo aftur í uppbótartíma eftir að Guðjón Árni hafði verið rekinn af leikvelli. David James varði ekki skot í leiknum. Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu að stela sigrinum þær fimm mínútur auk uppbótartíma sem liðið var einum fleiri en Róbert bjargaði stigi FH.Heimir: Seinni hálfleikur var bara göngubolti„Það eru vonbrigði að fá eitt stig út úr leiknum. Við gerum þá kröfu á okkur hér á heimavelli að vinna þessa leiki,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn ágætur. Við komumst sanngjarnt yfir. Við vorum klaufar að hleypa þeim inn í leikinn í lok fyrri hálfleiks. Það var engin ástæða til að vera að selja sig. við þurftum bara að halda skipulagi og klára hálfleikinn. Seinni hálfleikur var mjög slakur. „Ég met þetta þannig að það þarf þolinmæði líka. Það er ekki hægt að henda öllu fram og vona það besta. Það er ekki eins og það séu einhverjir pappakassar í þessu ÍBV liði. „Við vissum fyrir leikinn að ÍBV væri vel skipulagt lið. Þeir voru mjög skipulagðir í sínum leik á móti Breiðabliki. Við vissum að þyrftum að ná að færa boltann frá hægri til vinstri og öfugt og að við þyrftum að gera það hratt og örugglega. Það tókst nokkrum sinnum í fyrri hálfleik en við gerðum það engan vegin nógu vel í seinni hálfleik. „Heilt yfir var varnarleikurinn fínn. Við réðum ágætlega við það sem þeir voru henda í okkur en vonbrigðin eru seinni hálfleikur, að við skildum ekki spila betur. Seinni hálfleikur var bara göngubolti. Allt of hægt og það er ekkert mál fyrir gott lið eins og ÍBV sem er gríðarlega vel skipulagt varnarlega að verjast göngubolta,“ sagði Heimir sem var ekki sammála rauða spjaldinu sem Guðjón Árni fékk. „Mér fannst það ekki rautt spjald og ég held að viðbrögð Guðjóns Árna hafi sýnt það.“Hermann: Getum farið á útivöll líka„Þetta var skrítinn leikur. Þokkalegur af okkar hálfu og í færum talið þá fannst mér við geta stolið þessu í restina,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV sem sat á bekknum allan leikinn. „Það var góð vinnsla í báðum liðum og þau eyddu sóknarlotunum hjá hvort öðru með góðri pressu og sterkum varnarleik. Þetta voru tvö vel skipulögð lið,“ sagði Hermann sem kom taktar Víðis í jöfnunarmarkinu ekki á óvart enda Víðir kallaður Messi í Vestmannaeyjum. „Þetta var ekki í fyrsta skiptið. Hann hefur gert þetta nokkrum sinnum í vetur. Ég sýndi honum hvernig á að gera þetta og um leið og hann fór að ná þessu þá er erfitt að verja þetta ef boltinn fer þarna,“ sagði Hermann léttur að vanda. „Við erum búnir að sanna fyrir okkur að við getum farið á útivöll líka. Þetta er ekki bara Hásteinsvöllur. Þetta er nýbyrjað en við getum veitt hvaða liði sem er harða keppni. Hvar sem er líka og það er virkilega jákvætt að vita af því. „Þetta var óttalega slysalegt. Það er enginn ásetningur í þessu. Það var mikið af blóði og hann var óheppinn,“ sagði Hermann um rauða spjaldið í leiknum. „Ég verð að vera ánægður með 7 stig úr þremur leikjum, annað er frekja og vitleysa. Við vorum að spila við Íslandsmeistarana sem rúlluðu upp deildinni í fyrra og eigum fyllilega skilið jafntefli á þeirra heimavelli. Það segir ýmislegt. „Við lékum mjög öflugan varnarleik og við verðum að byggja á því. Það er ekki bara vörnin, það eru ellefu leikmenn sem verjast allan leikinn,“ sagði Hermann að lokum og vísaði á þjálfarann spurður út í það að hann fái ekkert að spila. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira
FH og ÍBV skildu jöfn 1-1 í toppslag Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Guðjón Árni Antoníusson fékk að líta rauðaspjaldið skömmu fyrir leikslok. Leikurinn fór heldur rólega af stað og var lítið um færi þar til rétt um hálftími var liðinn af leiknum. Þá fékk Atli Guðnason tvö fín færi á jafn mörgum mínútum og það seinna endaði með marki. Ólafur Snorrason átti þá góða sendingu frá hægri og Atli náði að pota boltanum í netið á fjærstönginni. Hinn annars trausti varnarmaður ÍBV, Eiður Aron Sigurbjörnsson átti að gera mun betur og hreinsa frá aður en Atli skoraði. FH var mun meira með boltann eftir markið án þess að skapa sér afgerandi færi en ÍBV náði að jafna metin rétt fyrir leikhlé eftir skyndisókn. Víðir Þorvarðarson sendi boltann laglega í netið eftir góðan einleik og staðan jöfn í hálfleik 1-1. Seinni hálfleikur var vægast sagt bragðdaufur. Róbert Örn Óskarsson markvörður FH þurfti að verja á 68. mínútu og svo aftur í uppbótartíma eftir að Guðjón Árni hafði verið rekinn af leikvelli. David James varði ekki skot í leiknum. Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu að stela sigrinum þær fimm mínútur auk uppbótartíma sem liðið var einum fleiri en Róbert bjargaði stigi FH.Heimir: Seinni hálfleikur var bara göngubolti„Það eru vonbrigði að fá eitt stig út úr leiknum. Við gerum þá kröfu á okkur hér á heimavelli að vinna þessa leiki,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn ágætur. Við komumst sanngjarnt yfir. Við vorum klaufar að hleypa þeim inn í leikinn í lok fyrri hálfleiks. Það var engin ástæða til að vera að selja sig. við þurftum bara að halda skipulagi og klára hálfleikinn. Seinni hálfleikur var mjög slakur. „Ég met þetta þannig að það þarf þolinmæði líka. Það er ekki hægt að henda öllu fram og vona það besta. Það er ekki eins og það séu einhverjir pappakassar í þessu ÍBV liði. „Við vissum fyrir leikinn að ÍBV væri vel skipulagt lið. Þeir voru mjög skipulagðir í sínum leik á móti Breiðabliki. Við vissum að þyrftum að ná að færa boltann frá hægri til vinstri og öfugt og að við þyrftum að gera það hratt og örugglega. Það tókst nokkrum sinnum í fyrri hálfleik en við gerðum það engan vegin nógu vel í seinni hálfleik. „Heilt yfir var varnarleikurinn fínn. Við réðum ágætlega við það sem þeir voru henda í okkur en vonbrigðin eru seinni hálfleikur, að við skildum ekki spila betur. Seinni hálfleikur var bara göngubolti. Allt of hægt og það er ekkert mál fyrir gott lið eins og ÍBV sem er gríðarlega vel skipulagt varnarlega að verjast göngubolta,“ sagði Heimir sem var ekki sammála rauða spjaldinu sem Guðjón Árni fékk. „Mér fannst það ekki rautt spjald og ég held að viðbrögð Guðjóns Árna hafi sýnt það.“Hermann: Getum farið á útivöll líka„Þetta var skrítinn leikur. Þokkalegur af okkar hálfu og í færum talið þá fannst mér við geta stolið þessu í restina,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV sem sat á bekknum allan leikinn. „Það var góð vinnsla í báðum liðum og þau eyddu sóknarlotunum hjá hvort öðru með góðri pressu og sterkum varnarleik. Þetta voru tvö vel skipulögð lið,“ sagði Hermann sem kom taktar Víðis í jöfnunarmarkinu ekki á óvart enda Víðir kallaður Messi í Vestmannaeyjum. „Þetta var ekki í fyrsta skiptið. Hann hefur gert þetta nokkrum sinnum í vetur. Ég sýndi honum hvernig á að gera þetta og um leið og hann fór að ná þessu þá er erfitt að verja þetta ef boltinn fer þarna,“ sagði Hermann léttur að vanda. „Við erum búnir að sanna fyrir okkur að við getum farið á útivöll líka. Þetta er ekki bara Hásteinsvöllur. Þetta er nýbyrjað en við getum veitt hvaða liði sem er harða keppni. Hvar sem er líka og það er virkilega jákvætt að vita af því. „Þetta var óttalega slysalegt. Það er enginn ásetningur í þessu. Það var mikið af blóði og hann var óheppinn,“ sagði Hermann um rauða spjaldið í leiknum. „Ég verð að vera ánægður með 7 stig úr þremur leikjum, annað er frekja og vitleysa. Við vorum að spila við Íslandsmeistarana sem rúlluðu upp deildinni í fyrra og eigum fyllilega skilið jafntefli á þeirra heimavelli. Það segir ýmislegt. „Við lékum mjög öflugan varnarleik og við verðum að byggja á því. Það er ekki bara vörnin, það eru ellefu leikmenn sem verjast allan leikinn,“ sagði Hermann að lokum og vísaði á þjálfarann spurður út í það að hann fái ekkert að spila.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira