Versta byrjun nýliða í hálfa öld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. maí 2013 07:30 Guðmundur Steinn Hafsteinsson Mynd/Valli Að loknum fyrstu tveimur umferðunum í Pepsi-deild karla eru báðir nýliðar deildarinnar enn án stiga. Er það í fyrsta sinn sem það gerist í hálfa öld, eða síðan Keflavík var í sömu stöðu árið 1963. Keflvíkingar voru þá einu nýliðarnir í efstu deild það árið. Þór frá Akureyri og Víkingur frá Ólafsvík komu bæði upp úr 1. deildinni í fyrra og óskuðu sér sjálfsagt betri byrjunar. Sér í lagi Ólsarar, sem eru nú í efstu deild í fyrsta sinn.Sungu enn þrátt fyrir tap „Það er auðvitað stefna að vinna okkar fyrsta stig í leiknum gegn Keflavík á morgun [í kvöld]. Sérstaklega þar sem við erum að spila á heimavelli,“ sagði Guðmundur Steinn Hafsteinsson, fyrirliði Víkings. „En við erum samt ekki farnir að örvænta enn og langt í frá. Fáir leikmenn okkar hafa spilað í efstu deild áður og við erum rólegir enn,“ segir hann og er ánægður með stuðninginn sem liðið hefur fengið. „Menn voru enn að kalla og syngja eftir síðasta leik þrátt fyrir tapið og okkur strákunum þótti vænt um það.“ Guðmundur Steinn segir líklegast að það hafi verið smá skrekkur í leikmönnum í fyrstu leikjum tímabilsins. „Við spiluðum alls ekki nógu vel í þessum leikjum, sérstaklega í upphafi leikjanna. Við getum enn bætt okkur á fjölmörgum sviðum.“ Ingi Freyr Hilmarsson, leikmaður Þórs, missir af leik liðsins gegn KR á morgun vegna meiðsla en hann segir engan bilbug á sínum mönnum.8-0 tap í síðasta leik gegn KR „Við spiluðum við FH og Breiðablik í fyrstu tveimur umferðunum og mætum KR-ingum núna. Þetta eru allt alvöru lið,“ segir Ingi Freyr en Þórsarar eiga þar að auki slæmar minningar frá leik liðsins gegn KR á undirbúningstímabilinu. „Þá töpuðum við 8-0,“ segir hann en Þór hefur fengið á sig sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. „Varnarlínan hefur vissulega verið viðkvæm en hún á eftir að spila sig betur saman. Þetta er auðvitað allt of mikið en þegar hún nær sér á strik þá getum við hugsanlega gert eitthvað í deildinni.“ Ingi Freyr tognaði aftan í læri í leik liðsins gegn FH í síðustu umferð og fór af velli eftir aðeins fimm mínútur. „Ég verð frá í um þrjár vikur. Það er auðvitað svekkjandi að missa úr leiki en það verður að hafa það.“ Hann segir góða stemningu í herbúðum félagsins þrátt fyrir slæma byrjun. „Það er ekkert stress í okkur. Við erum með mikið breytt lið frá því að við vorum síðast í efstu deild og við ætlum okkur auðvitað að gera betur en í síðustu leikjum.“ Þess má geta að lið Keflavíkur, sem var einnig stigalaust eftir fyrstu tvær umferðir Íslandsmótsins fyrir hálfri öld, hélt sér samt í deildinni og gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari næsta ár á eftir.Fæst stiga nýliða í fyrstu tveimur umferðunumStig nýliða í efstu deild karla að loknum tveimur umferðum efstu deildar karla í knattspyrnu frá árinu 1963: 0 stig - 2013 (Þór Ak. 0 og Víkingur Ó. 0) 0 stig - 1963 (Keflavík 0) 1 stig - 1994 (Breiðablik 0 og Stjarnan 1) 1 stig - 1982 (Keflavík 0 og ÍBÍ 1) 1 stig - 1976 (Breiðablik 1 og Þróttur 0) 1 stig - 1974 (Víkingur 1) 1 stig - 1973 (ÍBA 1) 1 stig - 1972 (Víkingur 1) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Að loknum fyrstu tveimur umferðunum í Pepsi-deild karla eru báðir nýliðar deildarinnar enn án stiga. Er það í fyrsta sinn sem það gerist í hálfa öld, eða síðan Keflavík var í sömu stöðu árið 1963. Keflvíkingar voru þá einu nýliðarnir í efstu deild það árið. Þór frá Akureyri og Víkingur frá Ólafsvík komu bæði upp úr 1. deildinni í fyrra og óskuðu sér sjálfsagt betri byrjunar. Sér í lagi Ólsarar, sem eru nú í efstu deild í fyrsta sinn.Sungu enn þrátt fyrir tap „Það er auðvitað stefna að vinna okkar fyrsta stig í leiknum gegn Keflavík á morgun [í kvöld]. Sérstaklega þar sem við erum að spila á heimavelli,“ sagði Guðmundur Steinn Hafsteinsson, fyrirliði Víkings. „En við erum samt ekki farnir að örvænta enn og langt í frá. Fáir leikmenn okkar hafa spilað í efstu deild áður og við erum rólegir enn,“ segir hann og er ánægður með stuðninginn sem liðið hefur fengið. „Menn voru enn að kalla og syngja eftir síðasta leik þrátt fyrir tapið og okkur strákunum þótti vænt um það.“ Guðmundur Steinn segir líklegast að það hafi verið smá skrekkur í leikmönnum í fyrstu leikjum tímabilsins. „Við spiluðum alls ekki nógu vel í þessum leikjum, sérstaklega í upphafi leikjanna. Við getum enn bætt okkur á fjölmörgum sviðum.“ Ingi Freyr Hilmarsson, leikmaður Þórs, missir af leik liðsins gegn KR á morgun vegna meiðsla en hann segir engan bilbug á sínum mönnum.8-0 tap í síðasta leik gegn KR „Við spiluðum við FH og Breiðablik í fyrstu tveimur umferðunum og mætum KR-ingum núna. Þetta eru allt alvöru lið,“ segir Ingi Freyr en Þórsarar eiga þar að auki slæmar minningar frá leik liðsins gegn KR á undirbúningstímabilinu. „Þá töpuðum við 8-0,“ segir hann en Þór hefur fengið á sig sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. „Varnarlínan hefur vissulega verið viðkvæm en hún á eftir að spila sig betur saman. Þetta er auðvitað allt of mikið en þegar hún nær sér á strik þá getum við hugsanlega gert eitthvað í deildinni.“ Ingi Freyr tognaði aftan í læri í leik liðsins gegn FH í síðustu umferð og fór af velli eftir aðeins fimm mínútur. „Ég verð frá í um þrjár vikur. Það er auðvitað svekkjandi að missa úr leiki en það verður að hafa það.“ Hann segir góða stemningu í herbúðum félagsins þrátt fyrir slæma byrjun. „Það er ekkert stress í okkur. Við erum með mikið breytt lið frá því að við vorum síðast í efstu deild og við ætlum okkur auðvitað að gera betur en í síðustu leikjum.“ Þess má geta að lið Keflavíkur, sem var einnig stigalaust eftir fyrstu tvær umferðir Íslandsmótsins fyrir hálfri öld, hélt sér samt í deildinni og gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari næsta ár á eftir.Fæst stiga nýliða í fyrstu tveimur umferðunumStig nýliða í efstu deild karla að loknum tveimur umferðum efstu deildar karla í knattspyrnu frá árinu 1963: 0 stig - 2013 (Þór Ak. 0 og Víkingur Ó. 0) 0 stig - 1963 (Keflavík 0) 1 stig - 1994 (Breiðablik 0 og Stjarnan 1) 1 stig - 1982 (Keflavík 0 og ÍBÍ 1) 1 stig - 1976 (Breiðablik 1 og Þróttur 0) 1 stig - 1974 (Víkingur 1) 1 stig - 1973 (ÍBA 1) 1 stig - 1972 (Víkingur 1)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira