Rannsókn á morði á Litla Hrauni lokið Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. apríl 2013 16:26 Þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson eru grunaðir um að hafa orðið Sigurði að bana. Rannsókn lögreglunnar á Selfossi á andláti Sigurðar Hólm Sigurðssonar á Litla Hrauni þann 17. maí í fyrra er lokið. Fanginn lést í klefa sínum og grunar lögregluna að honum hafi verið ráðinn bani. Áður hefur verið greint frá því að grunur leiki á að þar hafi Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson verið að verki. Málið hefur nú verið sent ríkissaksóknara til meðferðar. Lögreglan segir í tilkynningu að rannsóknin hafi um margt verið flókin og frá upphafi hafi verið ljóst að ekki yrði að vænta samvinnu þeirra tveggja sakborninga sem grunaðir eru um að hafa valdið áverkum sem leiddu manninn til dauða. Í þágu rannsóknarinnar hafi verið leitað til ýmissa sérfræðinga um úrlausn tiltekinna atriða. Réttarmeinafræðingur hafi verið dómkvaddur til að fara yfir þau gögn sem urðu til við krufningu líksins auk annarra þátta sem varði áverka þá er leiddu til dauða mannsins. Þá voru tveir prófessorar í sálfræði dómkvaddir til að greina atferli fanga á upptökum úr öryggismyndavélum. Prófessor í verkfræði við HÍ var fenginn til að rannsaka þá krafta sem þarf til að valda þeim áverkum sem voru á líkinu. Hann mun skila skýrslu sinni til ríkissaksóknara á næstunni. Sérstakar mælingar voru gerðar á hljóðburði innan fangelsins og möguleikum vitna á að heyra það sem talið er hafa farið fram innan veggja fangaklefa hins látna. Þá var nákvæm eftirlíking klefans byggð í fullri stærð í húsnæði Lögregluskóla ríkisins þar sem tæknideild högreglu höfuðborgarsvæðisins sviðsetti mögulega atburðarás auk þess sem grunuðum var gefinn kostur á að lýsa atvikum í klefanum þar. Fjöldi vitna hefur nú þegar verið leiddur fyrir dóm og borið þar vitni undir nafnleynd en vitnin hafa talið að framburður þeirra um málavexti gæti sett þau í hættu á að þeim verði unnið mein vegna hans. Rannsóknin hefur verið tímafrek en gengið vel, að sögn lögreglu. Ríkissaksóknari mun nú yfirfara málsgögn og eftir atvikum kveða á um frekari rannsókn einstakra þátta, telji hann þörf á því og taka málið síðan til ákærumeðferðar í samræmi við ákvæði sakamálalaga. Mál Annþórs og Barkar Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á Selfossi á andláti Sigurðar Hólm Sigurðssonar á Litla Hrauni þann 17. maí í fyrra er lokið. Fanginn lést í klefa sínum og grunar lögregluna að honum hafi verið ráðinn bani. Áður hefur verið greint frá því að grunur leiki á að þar hafi Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson verið að verki. Málið hefur nú verið sent ríkissaksóknara til meðferðar. Lögreglan segir í tilkynningu að rannsóknin hafi um margt verið flókin og frá upphafi hafi verið ljóst að ekki yrði að vænta samvinnu þeirra tveggja sakborninga sem grunaðir eru um að hafa valdið áverkum sem leiddu manninn til dauða. Í þágu rannsóknarinnar hafi verið leitað til ýmissa sérfræðinga um úrlausn tiltekinna atriða. Réttarmeinafræðingur hafi verið dómkvaddur til að fara yfir þau gögn sem urðu til við krufningu líksins auk annarra þátta sem varði áverka þá er leiddu til dauða mannsins. Þá voru tveir prófessorar í sálfræði dómkvaddir til að greina atferli fanga á upptökum úr öryggismyndavélum. Prófessor í verkfræði við HÍ var fenginn til að rannsaka þá krafta sem þarf til að valda þeim áverkum sem voru á líkinu. Hann mun skila skýrslu sinni til ríkissaksóknara á næstunni. Sérstakar mælingar voru gerðar á hljóðburði innan fangelsins og möguleikum vitna á að heyra það sem talið er hafa farið fram innan veggja fangaklefa hins látna. Þá var nákvæm eftirlíking klefans byggð í fullri stærð í húsnæði Lögregluskóla ríkisins þar sem tæknideild högreglu höfuðborgarsvæðisins sviðsetti mögulega atburðarás auk þess sem grunuðum var gefinn kostur á að lýsa atvikum í klefanum þar. Fjöldi vitna hefur nú þegar verið leiddur fyrir dóm og borið þar vitni undir nafnleynd en vitnin hafa talið að framburður þeirra um málavexti gæti sett þau í hættu á að þeim verði unnið mein vegna hans. Rannsóknin hefur verið tímafrek en gengið vel, að sögn lögreglu. Ríkissaksóknari mun nú yfirfara málsgögn og eftir atvikum kveða á um frekari rannsókn einstakra þátta, telji hann þörf á því og taka málið síðan til ákærumeðferðar í samræmi við ákvæði sakamálalaga.
Mál Annþórs og Barkar Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira