Fleiri þunganir unglingastúlkna hér á landi Hrund Þórsdóttir skrifar 18. apríl 2013 18:55 Fæðingar unglingsstúlkna eru fleiri hér á landi en á öllum hinum Norðurlöndunum, þrátt fyrir að þeim hafi fækkað mikið. Snemmbær þungun getur verið fátæktargildra og bæta þarf aðgengi að getnaðarvörnum. Í nýlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um velferð barna, kom fram að nær hvergi í vesturhluta Evrópu væru þunganir unglinga jafnalgengar og hér á landi. Ef litið er á tölur sést þó að fæðingum íslenskra unglingsstúlkna hefur fækkað mikið og hér má sjá þróunina hjá mæðrum undir 18 ára aldri, frá árinu 1982. Svipuð þróun hefur átt sér stað hjá hinum Norðurlandaþjóðunum, en athygli vekur að Ísland trónir ávallt á toppnum. Fæðingar unglingsstúlkna eru alltaf flestar hér á landi. Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir, fæðingarlæknir, segir hugarfarsbreytingu eina af ástæðum fækkunarinnar, þar sem ungar konur kjósi að mennta sig og fresta barneignum. Hún telur fæðingar ungra mæðra ekki stórt þjóðfélagslegt vandamál. „En hinsvegar held ég að þetta geti verið mjög erfitt fyrir þær stúlkur sem lenda í að eignast börn á meðan þær eru ennþá á barnsaldri," segir Ragnheiður Ingibjörg. Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á kvennadeild, bendir á að börn séu á forræði foreldra sinna til átján ára aldurs. „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir þeim sem foreldrum þannig að öll aðstoð sem samfélagið annars veitir er mikið skert." Hún bendir einnig á að snemmbær þungun geti verið fátæktargildra fyrir ung pör og erfitt geti reynst að ljúka námi. Sumir fái stuðning en ekki allir. „Og þá er sáralítið annað heldur en að treysta á að fá aðstoð frá samfélaginu, sem er ekki neitt til þess að hrópa húrra yfir." Þær fagna því að neyðarpillan fáist hér án lyfseðils en benda á að á Norðurlöndunum séu getnaðarvarnir ókeypis upp að átján ára aldri. „Neyðarpillan kostar þrjú þúsund krónur og ef þú átt þær ekki til, áttu í engin hús að venda. Getnaðarvarnir eru dýrar á Íslandi og kannski gæti bætt aðgengi að þeim komið í veg fyrir margar óvelkomnar þunganir.“ Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Fæðingar unglingsstúlkna eru fleiri hér á landi en á öllum hinum Norðurlöndunum, þrátt fyrir að þeim hafi fækkað mikið. Snemmbær þungun getur verið fátæktargildra og bæta þarf aðgengi að getnaðarvörnum. Í nýlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um velferð barna, kom fram að nær hvergi í vesturhluta Evrópu væru þunganir unglinga jafnalgengar og hér á landi. Ef litið er á tölur sést þó að fæðingum íslenskra unglingsstúlkna hefur fækkað mikið og hér má sjá þróunina hjá mæðrum undir 18 ára aldri, frá árinu 1982. Svipuð þróun hefur átt sér stað hjá hinum Norðurlandaþjóðunum, en athygli vekur að Ísland trónir ávallt á toppnum. Fæðingar unglingsstúlkna eru alltaf flestar hér á landi. Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir, fæðingarlæknir, segir hugarfarsbreytingu eina af ástæðum fækkunarinnar, þar sem ungar konur kjósi að mennta sig og fresta barneignum. Hún telur fæðingar ungra mæðra ekki stórt þjóðfélagslegt vandamál. „En hinsvegar held ég að þetta geti verið mjög erfitt fyrir þær stúlkur sem lenda í að eignast börn á meðan þær eru ennþá á barnsaldri," segir Ragnheiður Ingibjörg. Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á kvennadeild, bendir á að börn séu á forræði foreldra sinna til átján ára aldurs. „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir þeim sem foreldrum þannig að öll aðstoð sem samfélagið annars veitir er mikið skert." Hún bendir einnig á að snemmbær þungun geti verið fátæktargildra fyrir ung pör og erfitt geti reynst að ljúka námi. Sumir fái stuðning en ekki allir. „Og þá er sáralítið annað heldur en að treysta á að fá aðstoð frá samfélaginu, sem er ekki neitt til þess að hrópa húrra yfir." Þær fagna því að neyðarpillan fáist hér án lyfseðils en benda á að á Norðurlöndunum séu getnaðarvarnir ókeypis upp að átján ára aldri. „Neyðarpillan kostar þrjú þúsund krónur og ef þú átt þær ekki til, áttu í engin hús að venda. Getnaðarvarnir eru dýrar á Íslandi og kannski gæti bætt aðgengi að þeim komið í veg fyrir margar óvelkomnar þunganir.“
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira