Fleiri þunganir unglingastúlkna hér á landi Hrund Þórsdóttir skrifar 18. apríl 2013 18:55 Fæðingar unglingsstúlkna eru fleiri hér á landi en á öllum hinum Norðurlöndunum, þrátt fyrir að þeim hafi fækkað mikið. Snemmbær þungun getur verið fátæktargildra og bæta þarf aðgengi að getnaðarvörnum. Í nýlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um velferð barna, kom fram að nær hvergi í vesturhluta Evrópu væru þunganir unglinga jafnalgengar og hér á landi. Ef litið er á tölur sést þó að fæðingum íslenskra unglingsstúlkna hefur fækkað mikið og hér má sjá þróunina hjá mæðrum undir 18 ára aldri, frá árinu 1982. Svipuð þróun hefur átt sér stað hjá hinum Norðurlandaþjóðunum, en athygli vekur að Ísland trónir ávallt á toppnum. Fæðingar unglingsstúlkna eru alltaf flestar hér á landi. Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir, fæðingarlæknir, segir hugarfarsbreytingu eina af ástæðum fækkunarinnar, þar sem ungar konur kjósi að mennta sig og fresta barneignum. Hún telur fæðingar ungra mæðra ekki stórt þjóðfélagslegt vandamál. „En hinsvegar held ég að þetta geti verið mjög erfitt fyrir þær stúlkur sem lenda í að eignast börn á meðan þær eru ennþá á barnsaldri," segir Ragnheiður Ingibjörg. Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á kvennadeild, bendir á að börn séu á forræði foreldra sinna til átján ára aldurs. „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir þeim sem foreldrum þannig að öll aðstoð sem samfélagið annars veitir er mikið skert." Hún bendir einnig á að snemmbær þungun geti verið fátæktargildra fyrir ung pör og erfitt geti reynst að ljúka námi. Sumir fái stuðning en ekki allir. „Og þá er sáralítið annað heldur en að treysta á að fá aðstoð frá samfélaginu, sem er ekki neitt til þess að hrópa húrra yfir." Þær fagna því að neyðarpillan fáist hér án lyfseðils en benda á að á Norðurlöndunum séu getnaðarvarnir ókeypis upp að átján ára aldri. „Neyðarpillan kostar þrjú þúsund krónur og ef þú átt þær ekki til, áttu í engin hús að venda. Getnaðarvarnir eru dýrar á Íslandi og kannski gæti bætt aðgengi að þeim komið í veg fyrir margar óvelkomnar þunganir.“ Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Fæðingar unglingsstúlkna eru fleiri hér á landi en á öllum hinum Norðurlöndunum, þrátt fyrir að þeim hafi fækkað mikið. Snemmbær þungun getur verið fátæktargildra og bæta þarf aðgengi að getnaðarvörnum. Í nýlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um velferð barna, kom fram að nær hvergi í vesturhluta Evrópu væru þunganir unglinga jafnalgengar og hér á landi. Ef litið er á tölur sést þó að fæðingum íslenskra unglingsstúlkna hefur fækkað mikið og hér má sjá þróunina hjá mæðrum undir 18 ára aldri, frá árinu 1982. Svipuð þróun hefur átt sér stað hjá hinum Norðurlandaþjóðunum, en athygli vekur að Ísland trónir ávallt á toppnum. Fæðingar unglingsstúlkna eru alltaf flestar hér á landi. Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir, fæðingarlæknir, segir hugarfarsbreytingu eina af ástæðum fækkunarinnar, þar sem ungar konur kjósi að mennta sig og fresta barneignum. Hún telur fæðingar ungra mæðra ekki stórt þjóðfélagslegt vandamál. „En hinsvegar held ég að þetta geti verið mjög erfitt fyrir þær stúlkur sem lenda í að eignast börn á meðan þær eru ennþá á barnsaldri," segir Ragnheiður Ingibjörg. Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á kvennadeild, bendir á að börn séu á forræði foreldra sinna til átján ára aldurs. „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir þeim sem foreldrum þannig að öll aðstoð sem samfélagið annars veitir er mikið skert." Hún bendir einnig á að snemmbær þungun geti verið fátæktargildra fyrir ung pör og erfitt geti reynst að ljúka námi. Sumir fái stuðning en ekki allir. „Og þá er sáralítið annað heldur en að treysta á að fá aðstoð frá samfélaginu, sem er ekki neitt til þess að hrópa húrra yfir." Þær fagna því að neyðarpillan fáist hér án lyfseðils en benda á að á Norðurlöndunum séu getnaðarvarnir ókeypis upp að átján ára aldri. „Neyðarpillan kostar þrjú þúsund krónur og ef þú átt þær ekki til, áttu í engin hús að venda. Getnaðarvarnir eru dýrar á Íslandi og kannski gæti bætt aðgengi að þeim komið í veg fyrir margar óvelkomnar þunganir.“
Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira