"Jafnvel rotturnar á heimili mínu hafa áhyggjur“ Bryndís Bjarnadóttir skrifar 8. október 2013 06:00 Ímyndaðu þér að þú vaknir um miðja nótt við beljandi jarðýtur fyrir utan heimili þitt sem stjórnvöld hafa sent í þeim tilgangi að jafna heimili þitt við jörðu. Þú ert þvinguð/þvingaður brott gegn vilja þínum með valdi og þér er ekki veittur neinn fyrirvari. Enginn hefur haft samráð við þig í aðdraganda brottflutningsins og þér tekst ekki einu sinni að bjarga eigum þínum. Þegar búið er að leggja heimili þitt í rúst og svipta þig aleigunni er þér hvorki veitt annað húsnæði í stað þess sem var tekið né tryggðar eignarnámsbætur. Þú hefur engan aðgang að lögfræðiaðstoð og öryggisleysið blasir við. Ekki einungis er búið að ræna þig búsetuöryggi heldur einnig öllu því sem fylgir að lifa og starfa í samfélagi. Líf þitt er lagt í rúst í einni andrá. Hér er dregin upp mynd af þvinguðum brottflutningi sem er gróft mannréttindabrot samkvæmt alþjóðalögum. Slíkt brot á sér stað þegar lagaleg vernd og viðeigandi málsmeðferð er ekki veitt. Við þekkjum sem betur fer ekki þennan veruleika á Íslandi en um heim allan upplifir fólk daglega ógn um að verða neytt burt af heimilum sínum og réttlæta ríki það oftast í nafni efnahagsframfara, samfélagsúrbóta eða þróunarverkefna. Rannsóknir Amnesty International sýna að 244.169 einstaklingar hafa verið þvingaðir brott af heimilum sínum frá árinu 2009 og beinist þetta brot iðulega að fólki og samfélögum sem eru þegar efnahagslega og pólitískt á jaðrinum, svo sem íbúar fátækrahverfa, minnihlutahópar (til dæmis rómafólk í Evrópu) og frumbyggjar. Víða eru fátækrahverfi skilgreind sem ólögleg en staðreyndin er sú að hvar sem fólk býr er ólöglegt að beita það þvinguðum brottflutningi. Hverfin eru eins og önnur þéttbýlissamfélög staðir þar sem íbúarnir lifa, starfa, nærast, sofa og ala upp börnin sín. Með þvinguðum brottflutningi er ekki aðeins grafið undan búsetuöryggi fólks heldur möguleikum þess til menntunar, heilsugæslu og atvinnu, svo fáein dæmi séu tekin. Í stað þess að bæta húsnæðiskost fólks og lífsskilyrði, sérstaklega þeirra sem búa við sárustu fátæktina, hrekja margar ríkisstjórnir fólk út í enn sárari fátækt með þvinguðum brottflutningi. Amnesty International hefur lengi barist gegn þessu grófa mannréttindabroti víða og hefur Íslandsdeild samtakanna ekki látið sitt eftir liggja í þeirri baráttu.Þvingaðir brottflutningar í Nígeríu Allt frá árinu 2000 hafa milljónir íbúa í Nígeríu þurft að horfa upp á heimili sín jöfnuð við jörðu án þess að raunverulegt samráð sé haft við þá, fullnægjandi fyrirvari gefinn eða aðgangur að lagalegum úrræðum og réttlátri málsmeðferð veittur. Íbúarnir standa uppi heimilislausir þar sem stjórnvöld í Nígeríu hafa brugðist þeirri skyldu sinni að veita íbúum fullnægjandi húsnæði í stað þess sem var tekið og engar eignarnámsbætur eru veittar. Enn í dag eiga sér stað stórfelldir brottflutningar á fólki og niðurrif þúsunda heimila sem leggur líf fólks í rúst. Stjórnarskrá Nígeríu kveður á um að tryggja beri öllum borgurum landsins viðunandi húsaskjól. En rétturinn til húsaskjóls fellur undir kafla um „leiðbeinandi grundvallarreglur“ í stjórnarskránni og er því ekki tryggður sem mannréttindi. Afleiðingin er sú að þúsundir íbúa í óformlegum byggðum í Nígeríu eiga stöðugt á hættu að sæta þvinguðum brottflutningi sem er ekki bannaður samkvæmt nígerískum lögum. Amnesty International kallar eftir banni gegn þvinguðum brottflutningi í Nígeríu þar til að löggjöf verður komið á í landinu sem verndar íbúa þess gegn þessu grófa mannréttindabroti. Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International stendur fyrir aðgerð í Kringlunni þann 12. október næstkomandi þar sem undirskriftum verður meðal annars safnað til að þrýsta á stjórnvöld í Nígeríu að koma á banni við þvinguðum brottflutningi.„Við erum eins og rusl í þessu landi“! Þannig kemst íbúi í einu fátækrahverfanna í Naíróbí í Kenía að orði og er ekki ofsögum sagt! Alls búa um 2 milljónir manna í Naíróbí í fátækrahverfum og er það meira en helmingur íbúa borgarinnar. Íbúar fátækrahverfanna búa samt aðeins á 5% þess svæðis sem notað er undir íbúðarhúsnæði í borginni. Í Kíbera, sem er stærsta fátækrahverfið í Naíróbí, býr um ein milljón manna á 2,2 ferkílómetrum en til samanburðar búa 3,2 á hvern ferkílómetra á Íslandi. Mismunun er gríðarleg enda hafa íbúarnir takmarkaðan aðgang að vatni, hreinlætisaðstöðu, rafmagni, sorphirðu, heilsugæslu, menntun og samgöngum, eins og gildir víða um önnur fátækrahverfi í Naíróbí. Þvingaðir brottflutningar eru nánast daglegt brauð í Kíbera og íbúar lifa í stöðugum ótta við að heimili þeirra verði jöfnuð við jörðu án viðvörunar. Sum fátækrahverfin hafa verið til staðar í 100 ár en eignarhald íbúanna er enn ekki viðurkennt. Í fátækrahverfi eins og Kíbera kostar öll grunnþjónusta peninga, hvort sem það er vatn eða hreinlætisaðstaða, og verðið er alltof hátt fyrir íbúana. Vatnsverðið er 20 sinnum hærra í fátækrahverfunum en annars staðar en samt liggja vatnslagnirnar í gegnum fátækrahverfin og tengja byggðir hinna betur stæðu. Skortur á nauðsynjum eins og hreinu vatni gerir að verkum að óléttar konur missa oft fóstur eða fæða börnin langt fyrir tímann. Mörg börn láta einnig lífið af sjúkdómum sem rekja má til ófullnægjandi vatnsbóla, lélegrar sorphirðu og rusls. Af öllum þeim löndum þar sem Amnesty International hefur barist gegn þvinguðum brottflutningum er Kenía næst því að tryggja vernd gegn slíkum mannréttindabrotum í landslögum. Til stóð að leggja fyrir keníska þingið frumvarp um brottflutninga árið 2012 en það gekk ekki eftir. Ný ríkisstjórn tók við embætti í maí 2013 og vinna er nú hafin við frumvarpið að nýju. SMS-félagar Íslandsdeildar Amnesty International munu á næstunni þrýsta á nýja stjórn að koma frumvarpinu í gegnum þingið. Í hverju felst lausnin? Amnesty International leggur ríka áherslu á að ríki virði rétt allra til húsnæðis og stöðvi þvingaða brottflutninga. Ríkisstjórnir eiga að grípa til allra nauðsynlegra aðgerða, þar á meðal lagasetninga og stefnumörkunar í samræmi við alþjóðlegar mannréttindareglur, með það að markmiði að banna og koma í veg fyrir þvingaða brottflutninga. Amnesty International krefst þess einnig að ríkisstjórnir tryggi aðgang að þjónustu fyrir fólk sem býr í fátækrahverfum og berjist þannig gegn mismunun þeirra sem þar búa. Ríkisstjórnir verða að tryggja að íbúar fátækrahverfa njóti aðgangs að vatni, hreinlætisaðstöðu, heilsugæslu, húsnæði, menntun og sanngjarnri og skilvirkri löggæslu. Fólk sem býr í fátækrahverfum hefur oft ekki aðgang að lögreglu og bitnar það hart á konum sem vilja kæra nauðgun eða annað ofbeldi. Þá verða ríkisstjórnir að tryggja virka þátttöku fólks sem býr í fátækrahverfum í öllum áætlunum og verkefnum er lúta að umbótum í hverfunum. Allar aðgerðir og áætlanir verða að vera í samræmi við alþjóðlegar mannréttindareglur, einkum þær sem lúta að viðunandi húsnæði. Rétturinn til húsaskjóls er mannréttindi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að þú vaknir um miðja nótt við beljandi jarðýtur fyrir utan heimili þitt sem stjórnvöld hafa sent í þeim tilgangi að jafna heimili þitt við jörðu. Þú ert þvinguð/þvingaður brott gegn vilja þínum með valdi og þér er ekki veittur neinn fyrirvari. Enginn hefur haft samráð við þig í aðdraganda brottflutningsins og þér tekst ekki einu sinni að bjarga eigum þínum. Þegar búið er að leggja heimili þitt í rúst og svipta þig aleigunni er þér hvorki veitt annað húsnæði í stað þess sem var tekið né tryggðar eignarnámsbætur. Þú hefur engan aðgang að lögfræðiaðstoð og öryggisleysið blasir við. Ekki einungis er búið að ræna þig búsetuöryggi heldur einnig öllu því sem fylgir að lifa og starfa í samfélagi. Líf þitt er lagt í rúst í einni andrá. Hér er dregin upp mynd af þvinguðum brottflutningi sem er gróft mannréttindabrot samkvæmt alþjóðalögum. Slíkt brot á sér stað þegar lagaleg vernd og viðeigandi málsmeðferð er ekki veitt. Við þekkjum sem betur fer ekki þennan veruleika á Íslandi en um heim allan upplifir fólk daglega ógn um að verða neytt burt af heimilum sínum og réttlæta ríki það oftast í nafni efnahagsframfara, samfélagsúrbóta eða þróunarverkefna. Rannsóknir Amnesty International sýna að 244.169 einstaklingar hafa verið þvingaðir brott af heimilum sínum frá árinu 2009 og beinist þetta brot iðulega að fólki og samfélögum sem eru þegar efnahagslega og pólitískt á jaðrinum, svo sem íbúar fátækrahverfa, minnihlutahópar (til dæmis rómafólk í Evrópu) og frumbyggjar. Víða eru fátækrahverfi skilgreind sem ólögleg en staðreyndin er sú að hvar sem fólk býr er ólöglegt að beita það þvinguðum brottflutningi. Hverfin eru eins og önnur þéttbýlissamfélög staðir þar sem íbúarnir lifa, starfa, nærast, sofa og ala upp börnin sín. Með þvinguðum brottflutningi er ekki aðeins grafið undan búsetuöryggi fólks heldur möguleikum þess til menntunar, heilsugæslu og atvinnu, svo fáein dæmi séu tekin. Í stað þess að bæta húsnæðiskost fólks og lífsskilyrði, sérstaklega þeirra sem búa við sárustu fátæktina, hrekja margar ríkisstjórnir fólk út í enn sárari fátækt með þvinguðum brottflutningi. Amnesty International hefur lengi barist gegn þessu grófa mannréttindabroti víða og hefur Íslandsdeild samtakanna ekki látið sitt eftir liggja í þeirri baráttu.Þvingaðir brottflutningar í Nígeríu Allt frá árinu 2000 hafa milljónir íbúa í Nígeríu þurft að horfa upp á heimili sín jöfnuð við jörðu án þess að raunverulegt samráð sé haft við þá, fullnægjandi fyrirvari gefinn eða aðgangur að lagalegum úrræðum og réttlátri málsmeðferð veittur. Íbúarnir standa uppi heimilislausir þar sem stjórnvöld í Nígeríu hafa brugðist þeirri skyldu sinni að veita íbúum fullnægjandi húsnæði í stað þess sem var tekið og engar eignarnámsbætur eru veittar. Enn í dag eiga sér stað stórfelldir brottflutningar á fólki og niðurrif þúsunda heimila sem leggur líf fólks í rúst. Stjórnarskrá Nígeríu kveður á um að tryggja beri öllum borgurum landsins viðunandi húsaskjól. En rétturinn til húsaskjóls fellur undir kafla um „leiðbeinandi grundvallarreglur“ í stjórnarskránni og er því ekki tryggður sem mannréttindi. Afleiðingin er sú að þúsundir íbúa í óformlegum byggðum í Nígeríu eiga stöðugt á hættu að sæta þvinguðum brottflutningi sem er ekki bannaður samkvæmt nígerískum lögum. Amnesty International kallar eftir banni gegn þvinguðum brottflutningi í Nígeríu þar til að löggjöf verður komið á í landinu sem verndar íbúa þess gegn þessu grófa mannréttindabroti. Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International stendur fyrir aðgerð í Kringlunni þann 12. október næstkomandi þar sem undirskriftum verður meðal annars safnað til að þrýsta á stjórnvöld í Nígeríu að koma á banni við þvinguðum brottflutningi.„Við erum eins og rusl í þessu landi“! Þannig kemst íbúi í einu fátækrahverfanna í Naíróbí í Kenía að orði og er ekki ofsögum sagt! Alls búa um 2 milljónir manna í Naíróbí í fátækrahverfum og er það meira en helmingur íbúa borgarinnar. Íbúar fátækrahverfanna búa samt aðeins á 5% þess svæðis sem notað er undir íbúðarhúsnæði í borginni. Í Kíbera, sem er stærsta fátækrahverfið í Naíróbí, býr um ein milljón manna á 2,2 ferkílómetrum en til samanburðar búa 3,2 á hvern ferkílómetra á Íslandi. Mismunun er gríðarleg enda hafa íbúarnir takmarkaðan aðgang að vatni, hreinlætisaðstöðu, rafmagni, sorphirðu, heilsugæslu, menntun og samgöngum, eins og gildir víða um önnur fátækrahverfi í Naíróbí. Þvingaðir brottflutningar eru nánast daglegt brauð í Kíbera og íbúar lifa í stöðugum ótta við að heimili þeirra verði jöfnuð við jörðu án viðvörunar. Sum fátækrahverfin hafa verið til staðar í 100 ár en eignarhald íbúanna er enn ekki viðurkennt. Í fátækrahverfi eins og Kíbera kostar öll grunnþjónusta peninga, hvort sem það er vatn eða hreinlætisaðstaða, og verðið er alltof hátt fyrir íbúana. Vatnsverðið er 20 sinnum hærra í fátækrahverfunum en annars staðar en samt liggja vatnslagnirnar í gegnum fátækrahverfin og tengja byggðir hinna betur stæðu. Skortur á nauðsynjum eins og hreinu vatni gerir að verkum að óléttar konur missa oft fóstur eða fæða börnin langt fyrir tímann. Mörg börn láta einnig lífið af sjúkdómum sem rekja má til ófullnægjandi vatnsbóla, lélegrar sorphirðu og rusls. Af öllum þeim löndum þar sem Amnesty International hefur barist gegn þvinguðum brottflutningum er Kenía næst því að tryggja vernd gegn slíkum mannréttindabrotum í landslögum. Til stóð að leggja fyrir keníska þingið frumvarp um brottflutninga árið 2012 en það gekk ekki eftir. Ný ríkisstjórn tók við embætti í maí 2013 og vinna er nú hafin við frumvarpið að nýju. SMS-félagar Íslandsdeildar Amnesty International munu á næstunni þrýsta á nýja stjórn að koma frumvarpinu í gegnum þingið. Í hverju felst lausnin? Amnesty International leggur ríka áherslu á að ríki virði rétt allra til húsnæðis og stöðvi þvingaða brottflutninga. Ríkisstjórnir eiga að grípa til allra nauðsynlegra aðgerða, þar á meðal lagasetninga og stefnumörkunar í samræmi við alþjóðlegar mannréttindareglur, með það að markmiði að banna og koma í veg fyrir þvingaða brottflutninga. Amnesty International krefst þess einnig að ríkisstjórnir tryggi aðgang að þjónustu fyrir fólk sem býr í fátækrahverfum og berjist þannig gegn mismunun þeirra sem þar búa. Ríkisstjórnir verða að tryggja að íbúar fátækrahverfa njóti aðgangs að vatni, hreinlætisaðstöðu, heilsugæslu, húsnæði, menntun og sanngjarnri og skilvirkri löggæslu. Fólk sem býr í fátækrahverfum hefur oft ekki aðgang að lögreglu og bitnar það hart á konum sem vilja kæra nauðgun eða annað ofbeldi. Þá verða ríkisstjórnir að tryggja virka þátttöku fólks sem býr í fátækrahverfum í öllum áætlunum og verkefnum er lúta að umbótum í hverfunum. Allar aðgerðir og áætlanir verða að vera í samræmi við alþjóðlegar mannréttindareglur, einkum þær sem lúta að viðunandi húsnæði. Rétturinn til húsaskjóls er mannréttindi!
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun