Mannréttindavernd er ekki munaður Hrefna Dögg Gunnarsdóttir skrifar 8. október 2013 06:00 Þegar herðir að ríkisbúskapnum er hættara við að braki í grunnstoðum samfélaga. Í slíkum aðstæðum eru sumir hópar berskjaldaðri en aðrir fyrir niðurskurði í ríkisrekstri. Á meðal þeirra eru minnihlutahópar eins og heyrnarlausir og heyrnarskertir, sem hafa í áratugi barist fyrir því að grundvallarmannréttindi þeirra séu varin. Þótt enn sé langt í land hefur heilmikið áunnist. Þannig er íslenskt táknmál jafnrétthátt talaðri íslensku sem tjáningarform í samskiptum manna hér á landi og ber ríki og sveitarfélögum lagaleg skylda til að tryggja að allir sem þess þurfa eiga kost á þjónustu á íslensku táknmáli svo sem kveðið er á um í 13. gr. laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61 frá 2011. Lögin kveða jafnframt á um að óheimilt sé að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota. Með slíkri lögfestingu verður að telja að ríkið hafi þar með undirgengist þá skyldu að veita heyrnarlausum og heyrnarskertum sömu tækifæri og öðrum til þátttöku á hinum opinbera vettvangi, svo sem við stjórn lands síns, í samskiptum við yfirvöld og dómstóla og til að njóta menntunar. Forsenda þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu með þeim hætti er að geta tekið við upplýsingum og tjáð sig, bæði á opinberum vettvangi og ekki síður í daglegu lífi sem þarf ekki nauðsynlega að tengjast samskiptum við hið opinbera, til dæmis á almennum vinnumarkaði. Stjórnarskrárvarin réttindi Að auki má benda á markmið laga um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra nr. 129 frá 1990 sem kveða á um að lögunum sé ætlað að stuðla að jafnrétti heyrnarlausra til þjónustu sem víðast í þjóðfélaginu á grundvelli táknmáls heyrnarlausra. Lögfesting framangreinds ákvæðis ber með sér að þjónusta við heyrnarlausa og heyrnarskerta skuli ekki takmörkuð við hið opinbera. Með þessum hætti hefur löggjafinn útfært stjórnarskrárvarin réttindi til félagslegrar aðstoðar og bann við mismunun. Af fréttum að dæma er ljóst að skorið hefur verið niður í framlögum ríkisins til túlkaþjónustu og nú er svo komið að ýmis þjónusta sem er nauðsynleg heyrnarlausum í daglegu lífi, svo sem þjónusta með textasíma og myndsíma, hefur verið felld niður vegna fjárskorts. Vernd þessara grunnréttinda heyrnarlausra og heyrnarskertra hefur því verið færð neðar í forgangsröðina – aftur. Þó að ríkjum sé játað svigrúm til að bregðast við lakara efnahagsástandi er ekki svo að stjórnvöld hafi óbundnar hendur af lögum ríkisins eða alþjóðlegum mannréttindasamningum og yfirlýsingum sem þau hafa undirgengist. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fjallað um slíkt svigrúm ríkja og í margvíslegu samhengi komist að þeirri niðurstöðu að minni fjármunir ríkissjóðs réttlæti ekki brot gegn skyldum ríkis samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu (sjá t.d. MDE: Burdov g. Rússlandi í máli nr. 59498/00, málsgr. 35). Það hefur stundum verið sagt að dýrt sé að vera fátækur og augljóst að þegar harðnar í ári þurfi að beita köldu mati við að skera niður munað. Það er flestum ljóst að vernd grundvallarmannréttinda kostar fjármuni. Heyrnarlausum og heyrnarskertum liggur á svari við því hvort mannréttindi séu munaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Þegar herðir að ríkisbúskapnum er hættara við að braki í grunnstoðum samfélaga. Í slíkum aðstæðum eru sumir hópar berskjaldaðri en aðrir fyrir niðurskurði í ríkisrekstri. Á meðal þeirra eru minnihlutahópar eins og heyrnarlausir og heyrnarskertir, sem hafa í áratugi barist fyrir því að grundvallarmannréttindi þeirra séu varin. Þótt enn sé langt í land hefur heilmikið áunnist. Þannig er íslenskt táknmál jafnrétthátt talaðri íslensku sem tjáningarform í samskiptum manna hér á landi og ber ríki og sveitarfélögum lagaleg skylda til að tryggja að allir sem þess þurfa eiga kost á þjónustu á íslensku táknmáli svo sem kveðið er á um í 13. gr. laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61 frá 2011. Lögin kveða jafnframt á um að óheimilt sé að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota. Með slíkri lögfestingu verður að telja að ríkið hafi þar með undirgengist þá skyldu að veita heyrnarlausum og heyrnarskertum sömu tækifæri og öðrum til þátttöku á hinum opinbera vettvangi, svo sem við stjórn lands síns, í samskiptum við yfirvöld og dómstóla og til að njóta menntunar. Forsenda þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu með þeim hætti er að geta tekið við upplýsingum og tjáð sig, bæði á opinberum vettvangi og ekki síður í daglegu lífi sem þarf ekki nauðsynlega að tengjast samskiptum við hið opinbera, til dæmis á almennum vinnumarkaði. Stjórnarskrárvarin réttindi Að auki má benda á markmið laga um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra nr. 129 frá 1990 sem kveða á um að lögunum sé ætlað að stuðla að jafnrétti heyrnarlausra til þjónustu sem víðast í þjóðfélaginu á grundvelli táknmáls heyrnarlausra. Lögfesting framangreinds ákvæðis ber með sér að þjónusta við heyrnarlausa og heyrnarskerta skuli ekki takmörkuð við hið opinbera. Með þessum hætti hefur löggjafinn útfært stjórnarskrárvarin réttindi til félagslegrar aðstoðar og bann við mismunun. Af fréttum að dæma er ljóst að skorið hefur verið niður í framlögum ríkisins til túlkaþjónustu og nú er svo komið að ýmis þjónusta sem er nauðsynleg heyrnarlausum í daglegu lífi, svo sem þjónusta með textasíma og myndsíma, hefur verið felld niður vegna fjárskorts. Vernd þessara grunnréttinda heyrnarlausra og heyrnarskertra hefur því verið færð neðar í forgangsröðina – aftur. Þó að ríkjum sé játað svigrúm til að bregðast við lakara efnahagsástandi er ekki svo að stjórnvöld hafi óbundnar hendur af lögum ríkisins eða alþjóðlegum mannréttindasamningum og yfirlýsingum sem þau hafa undirgengist. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fjallað um slíkt svigrúm ríkja og í margvíslegu samhengi komist að þeirri niðurstöðu að minni fjármunir ríkissjóðs réttlæti ekki brot gegn skyldum ríkis samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu (sjá t.d. MDE: Burdov g. Rússlandi í máli nr. 59498/00, málsgr. 35). Það hefur stundum verið sagt að dýrt sé að vera fátækur og augljóst að þegar harðnar í ári þurfi að beita köldu mati við að skera niður munað. Það er flestum ljóst að vernd grundvallarmannréttinda kostar fjármuni. Heyrnarlausum og heyrnarskertum liggur á svari við því hvort mannréttindi séu munaður.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun