Innlent

Dæmd fyrir að kasta glerflösku í höfuð konu

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Hafnargata í Reykjanesbæ.
Hafnargata í Reykjanesbæ. Mynd/Pjetur
Kona á fertugsaldri var í dag dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta glerflösku í höfuð annarrar konu fyrir utan skemmtistað í Reykjanesbæ.

Málsatvik voru á þá leið að ákærða kastaði glerflösku í höfuð konu fyrir utan skemmtistaðinn Manhattan á Hafnargötu í Reykjanesbæ í júlí á síðasta ári eftir rifrildi.

Var ákærða handtekin í framhaldi og færð á lögreglustöð. Hjá lögreglu kvaðst ákærða hafa kastað flöskunni í gólfið fyrir framan brotaþola til að leggja áherslu á hversu reið hún var út í brotaþola. Ákærða lýsti því að hún hafi reynt að berja brotaþola en ekki hitt, fyrir utan það að hún hafi náð að slá hana utan undir með handarbaki vinstri handar en þar var ákærða marin og með kúlu.

Konan var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falla niður að liðnum þremur árum haldi ákæðra skilorði. Ákærða þarf að greiða sakarkostnað, um 440 þúsund krónur og einnig málsvarnarlaun verjanda síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×