Enski boltinn

Bale verður áfram hjá Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, segist hafa fengið loforð þess efnis að félagið ætli ekki að selja Gareth Bale í sumar.

Real Madrid hefur verið á höttunum eftir Bale og sumir fjölmiðlar sagt félagið reiðubúið að borgar himinháar upphæðir fyrir kappann - allt að 100 milljónir evra.

„Stjórnarformaðurinn [Daniel Levy] hefur lofað því að Bale fari ekki frá félaginu,“ er haft eftir Villas-Boas í spænska blaðinu Marca.

Bale vann öll helstu einstaklingsverðlaun ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en þá skoraði hann alls 31 mark í leikjum með félagsliði sínu og landsliði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×