Enski boltinn

Gerrard byrjaður að æfa á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ekki er von á öðru en að Steven Gerrard verður klár í slaginn þegar að nýtt keppnistímabili hefst í ensku úrvalsdeildinni í sumar.

Gerrard missti af síðustu tveimur leikjum Liverpool á síðasta tímabili þar sem hann gekkst undir aðgerð vegna axlarmeiðsla. Hann hefur fengið góðan bata og er byrjaður að æfa á nýjan leik.

Um tíma var óttast að Gerrard myndi missa af fyrstu leikjum næsta tímabils. Aðgerðin gekk hins vegar vel og er læknalið Liverpool vongott um að Gerrard verði tilbúinn þegar deildin hefst í ágúst.

Undirbúningstímabilið hjá Liverpool hefst ekki fyrr en tvær vikur en Gerrard er mættur á æfingasvæðið á Melwood og byrjaður að æfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×