Íslenski boltinn

Ólafur og Milos áfram með Víking

Ólafur Þórðarson.
Ólafur Þórðarson. Mynd/Daníel
Ólafur Þórðarson verður áfram þjálfari Víkings en liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deild karla í fótbolta 2014 um síðustu helgi þegar Fossvogsliðið tryggði sér 2. sætið í 1. deildinni. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Víkings í kvöld.

Ólafur Þórðarson var að klára sitt annað tímabil með Víkingsliðinu en hann hefur mikla reynslu af þjálfun í úrvalsdeild karla og gerði Skagamenn meðal annars að Íslandsmeisturum sumrið 2013.

Milos Milojevic verður áfram aðstoðarþjálfari Víkings. Ólafur og Milos hafa saman náð mjög góðum árangri með Víkingsliðið og samstarf þeirra hefur verið til mikillar fyrirmyndar segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild Víkings.

Ólafur þjálfaði áður Fylkir, Fram og ÍA. Milos var áður leikmaður hjá Víkingum en hætti að spila eftir tímabilið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×