„Saga fátæks fólks á Íslandi er skelfileg“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2013 14:25 Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir skorta skilning hjá stjórnvöldum. Mynd/GVA Á síðustu 12 mánuðum afgreiddi Fjölskylduhjálp Íslands tæpar 11 þúsund matargjafir. Fjöldinn þar að baki eru tæplega 30 þúsund einstaklingar. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir ástandið mjög alvarlegt og að aukningin í matargjöfum væri 100 prósent ef samtökin hefðu fjármagn í það. Þess í stað hafa samtökin þurft að fækka matargjöfum og vísa fólki frá. Einstaklingar úr öllum sveitafélögum höfuðborgarsvæðisins þiggja matargjafir Fjölskylduhjálpar en samtökin fá ekki krónu frá þessum sveitafélögum, fyrir utan Reykjavík. „Ástandið á Suðurnesjum er til dæmis ferlegt. 3.300 matargjafir voru afgreiddar síðasta árið án styrks frá sveitafélögunum á þessu svæði, sem þó vísa fólki í neyð til okkar. Reykjavík er eina sveitafélagið á höfuðborgarsvæðinu sem hefur styrkt okkur undanfarið ár, það voru tvær milljónir sem fóru að mestu upp í leigu á húsnæði,“ segir Ásgerður. Ásgerður segir að unnið sé kraftaverk á hverjum degi með aðstoð fimmtíu sjálfboðaliða en henni finnst gæta skilningsleysis hjá stjórnvöldum. „Okkur hefur fundist lítill velvilji koma fram. Við erum að spara skattfé Íslendinga gríðarlega og vinna afspyrnu gott verk. Ég veit ekki hvað fólk myndi gera ef það gæti ekki komið og fengið mat,“ segir hún.Byrjað að undirbúa fyrir jólin Um mánaðarmótin opnar Fjölskylduhjálpin fyrir umsóknir um jólaaðstoð og hefur aldrei verið byrjað svo snemma áður. „Við finnum að ástandið verður hrikalegt um jólin. Nú getur fólk komið hingað í rólegheitum og sótt um neyðaraðstoð alla virka daga til jóla. Einnig hefjum við snemma jólasöfnun en þar hafa fyrirtæki á Íslandi staðið sig gífurlega vel síðustu ár, annað en stjórnvöld en við höfum ekki fengið eina einustu krónu frá ríkinu á þessu ári,“ segir Ásgerður. Ásgerður segist þó binda vonir við Eygló Harðardóttur, velferðarráðherra, en í stefnuskrá Framsóknarflokksins var tekið fram að það ætti að gera góðgerðarsamtökum hærra undir höfði. „Ég fór á fund Eyglóar fyrir tveimur mánuðum en hef ekki enn fengið svar. Samt er þetta í stefnuskrá flokksins og mjög brýnt mál. Ég vona að hún fari að svara mér því það er erfitt að þurfa að vísa fjölda fólks frá,“ segir Ásgerður.Starfsmenn lána úr eigin vasa Ásgerður segir að oft sé átakanlegt fyrir sjálfboðaliða að taka á móti fólki, sérstaklega þeim sem eru að koma í fyrsta skipti. „Það er svo litið niður á fátækt fólk á Íslandi. Fólk upplifir sig sem annars flokks þjóðfélagsþegna. Foreldrar eru að koma hingað í laumi því börnin og fjölskyldan mega ekki vita að þau þurfa að þiggja aðstoð. Þetta er hrikalega sorglegt," segir Ásgerður og bætir við að stundum sé örvæntingin svo mikil að starfsmenn og sjálfboðaliðar Fjölskylduhjálpar grípa til sinna ráða. „Fólk er farið að lána úr eigin vasa. Verkefnastjóri í Reykjanesi lánaði til dæmis konu sem er helsjúk af krabbameini 16 þúsund krónur fyrir sneiðmyndatöku, en konan var búin að fresta því trekk í trekk að fara í þessa nauðsynlegu myndatöku.“Jólasöfnun - biðlað til samfélagsins Ásgerður segir að saga fátæks fólks á Íslandi sé skelfileg og nú sé kominn tími til að fá hana upp á yfirborðið. Ríki og sveitafélög þurfi að styrkja hjálparsamtök sem í mörgum tilfellum halda lífinu í þessu fólki, með matargjöfum og andlegum stuðningi, og almenna vitundarvakningu þurfi í samfélaginu. Jólasöfnun Fjölskylduhjálpar hefst 1. október. Fjölskylduhjálp biðlar til allra fyrirtækja, stéttafélaga, félagasamtaka og einstaklinga sem eru aflögufærir að aðstoða fyrir jólin með fjárstyrkjum, jólagjöfum, matargjöfum og öðru sem nýtist fyrir hátíðirnar. Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Á síðustu 12 mánuðum afgreiddi Fjölskylduhjálp Íslands tæpar 11 þúsund matargjafir. Fjöldinn þar að baki eru tæplega 30 þúsund einstaklingar. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir ástandið mjög alvarlegt og að aukningin í matargjöfum væri 100 prósent ef samtökin hefðu fjármagn í það. Þess í stað hafa samtökin þurft að fækka matargjöfum og vísa fólki frá. Einstaklingar úr öllum sveitafélögum höfuðborgarsvæðisins þiggja matargjafir Fjölskylduhjálpar en samtökin fá ekki krónu frá þessum sveitafélögum, fyrir utan Reykjavík. „Ástandið á Suðurnesjum er til dæmis ferlegt. 3.300 matargjafir voru afgreiddar síðasta árið án styrks frá sveitafélögunum á þessu svæði, sem þó vísa fólki í neyð til okkar. Reykjavík er eina sveitafélagið á höfuðborgarsvæðinu sem hefur styrkt okkur undanfarið ár, það voru tvær milljónir sem fóru að mestu upp í leigu á húsnæði,“ segir Ásgerður. Ásgerður segir að unnið sé kraftaverk á hverjum degi með aðstoð fimmtíu sjálfboðaliða en henni finnst gæta skilningsleysis hjá stjórnvöldum. „Okkur hefur fundist lítill velvilji koma fram. Við erum að spara skattfé Íslendinga gríðarlega og vinna afspyrnu gott verk. Ég veit ekki hvað fólk myndi gera ef það gæti ekki komið og fengið mat,“ segir hún.Byrjað að undirbúa fyrir jólin Um mánaðarmótin opnar Fjölskylduhjálpin fyrir umsóknir um jólaaðstoð og hefur aldrei verið byrjað svo snemma áður. „Við finnum að ástandið verður hrikalegt um jólin. Nú getur fólk komið hingað í rólegheitum og sótt um neyðaraðstoð alla virka daga til jóla. Einnig hefjum við snemma jólasöfnun en þar hafa fyrirtæki á Íslandi staðið sig gífurlega vel síðustu ár, annað en stjórnvöld en við höfum ekki fengið eina einustu krónu frá ríkinu á þessu ári,“ segir Ásgerður. Ásgerður segist þó binda vonir við Eygló Harðardóttur, velferðarráðherra, en í stefnuskrá Framsóknarflokksins var tekið fram að það ætti að gera góðgerðarsamtökum hærra undir höfði. „Ég fór á fund Eyglóar fyrir tveimur mánuðum en hef ekki enn fengið svar. Samt er þetta í stefnuskrá flokksins og mjög brýnt mál. Ég vona að hún fari að svara mér því það er erfitt að þurfa að vísa fjölda fólks frá,“ segir Ásgerður.Starfsmenn lána úr eigin vasa Ásgerður segir að oft sé átakanlegt fyrir sjálfboðaliða að taka á móti fólki, sérstaklega þeim sem eru að koma í fyrsta skipti. „Það er svo litið niður á fátækt fólk á Íslandi. Fólk upplifir sig sem annars flokks þjóðfélagsþegna. Foreldrar eru að koma hingað í laumi því börnin og fjölskyldan mega ekki vita að þau þurfa að þiggja aðstoð. Þetta er hrikalega sorglegt," segir Ásgerður og bætir við að stundum sé örvæntingin svo mikil að starfsmenn og sjálfboðaliðar Fjölskylduhjálpar grípa til sinna ráða. „Fólk er farið að lána úr eigin vasa. Verkefnastjóri í Reykjanesi lánaði til dæmis konu sem er helsjúk af krabbameini 16 þúsund krónur fyrir sneiðmyndatöku, en konan var búin að fresta því trekk í trekk að fara í þessa nauðsynlegu myndatöku.“Jólasöfnun - biðlað til samfélagsins Ásgerður segir að saga fátæks fólks á Íslandi sé skelfileg og nú sé kominn tími til að fá hana upp á yfirborðið. Ríki og sveitafélög þurfi að styrkja hjálparsamtök sem í mörgum tilfellum halda lífinu í þessu fólki, með matargjöfum og andlegum stuðningi, og almenna vitundarvakningu þurfi í samfélaginu. Jólasöfnun Fjölskylduhjálpar hefst 1. október. Fjölskylduhjálp biðlar til allra fyrirtækja, stéttafélaga, félagasamtaka og einstaklinga sem eru aflögufærir að aðstoða fyrir jólin með fjárstyrkjum, jólagjöfum, matargjöfum og öðru sem nýtist fyrir hátíðirnar.
Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira