„Saga fátæks fólks á Íslandi er skelfileg“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2013 14:25 Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir skorta skilning hjá stjórnvöldum. Mynd/GVA Á síðustu 12 mánuðum afgreiddi Fjölskylduhjálp Íslands tæpar 11 þúsund matargjafir. Fjöldinn þar að baki eru tæplega 30 þúsund einstaklingar. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir ástandið mjög alvarlegt og að aukningin í matargjöfum væri 100 prósent ef samtökin hefðu fjármagn í það. Þess í stað hafa samtökin þurft að fækka matargjöfum og vísa fólki frá. Einstaklingar úr öllum sveitafélögum höfuðborgarsvæðisins þiggja matargjafir Fjölskylduhjálpar en samtökin fá ekki krónu frá þessum sveitafélögum, fyrir utan Reykjavík. „Ástandið á Suðurnesjum er til dæmis ferlegt. 3.300 matargjafir voru afgreiddar síðasta árið án styrks frá sveitafélögunum á þessu svæði, sem þó vísa fólki í neyð til okkar. Reykjavík er eina sveitafélagið á höfuðborgarsvæðinu sem hefur styrkt okkur undanfarið ár, það voru tvær milljónir sem fóru að mestu upp í leigu á húsnæði,“ segir Ásgerður. Ásgerður segir að unnið sé kraftaverk á hverjum degi með aðstoð fimmtíu sjálfboðaliða en henni finnst gæta skilningsleysis hjá stjórnvöldum. „Okkur hefur fundist lítill velvilji koma fram. Við erum að spara skattfé Íslendinga gríðarlega og vinna afspyrnu gott verk. Ég veit ekki hvað fólk myndi gera ef það gæti ekki komið og fengið mat,“ segir hún.Byrjað að undirbúa fyrir jólin Um mánaðarmótin opnar Fjölskylduhjálpin fyrir umsóknir um jólaaðstoð og hefur aldrei verið byrjað svo snemma áður. „Við finnum að ástandið verður hrikalegt um jólin. Nú getur fólk komið hingað í rólegheitum og sótt um neyðaraðstoð alla virka daga til jóla. Einnig hefjum við snemma jólasöfnun en þar hafa fyrirtæki á Íslandi staðið sig gífurlega vel síðustu ár, annað en stjórnvöld en við höfum ekki fengið eina einustu krónu frá ríkinu á þessu ári,“ segir Ásgerður. Ásgerður segist þó binda vonir við Eygló Harðardóttur, velferðarráðherra, en í stefnuskrá Framsóknarflokksins var tekið fram að það ætti að gera góðgerðarsamtökum hærra undir höfði. „Ég fór á fund Eyglóar fyrir tveimur mánuðum en hef ekki enn fengið svar. Samt er þetta í stefnuskrá flokksins og mjög brýnt mál. Ég vona að hún fari að svara mér því það er erfitt að þurfa að vísa fjölda fólks frá,“ segir Ásgerður.Starfsmenn lána úr eigin vasa Ásgerður segir að oft sé átakanlegt fyrir sjálfboðaliða að taka á móti fólki, sérstaklega þeim sem eru að koma í fyrsta skipti. „Það er svo litið niður á fátækt fólk á Íslandi. Fólk upplifir sig sem annars flokks þjóðfélagsþegna. Foreldrar eru að koma hingað í laumi því börnin og fjölskyldan mega ekki vita að þau þurfa að þiggja aðstoð. Þetta er hrikalega sorglegt," segir Ásgerður og bætir við að stundum sé örvæntingin svo mikil að starfsmenn og sjálfboðaliðar Fjölskylduhjálpar grípa til sinna ráða. „Fólk er farið að lána úr eigin vasa. Verkefnastjóri í Reykjanesi lánaði til dæmis konu sem er helsjúk af krabbameini 16 þúsund krónur fyrir sneiðmyndatöku, en konan var búin að fresta því trekk í trekk að fara í þessa nauðsynlegu myndatöku.“Jólasöfnun - biðlað til samfélagsins Ásgerður segir að saga fátæks fólks á Íslandi sé skelfileg og nú sé kominn tími til að fá hana upp á yfirborðið. Ríki og sveitafélög þurfi að styrkja hjálparsamtök sem í mörgum tilfellum halda lífinu í þessu fólki, með matargjöfum og andlegum stuðningi, og almenna vitundarvakningu þurfi í samfélaginu. Jólasöfnun Fjölskylduhjálpar hefst 1. október. Fjölskylduhjálp biðlar til allra fyrirtækja, stéttafélaga, félagasamtaka og einstaklinga sem eru aflögufærir að aðstoða fyrir jólin með fjárstyrkjum, jólagjöfum, matargjöfum og öðru sem nýtist fyrir hátíðirnar. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Á síðustu 12 mánuðum afgreiddi Fjölskylduhjálp Íslands tæpar 11 þúsund matargjafir. Fjöldinn þar að baki eru tæplega 30 þúsund einstaklingar. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir ástandið mjög alvarlegt og að aukningin í matargjöfum væri 100 prósent ef samtökin hefðu fjármagn í það. Þess í stað hafa samtökin þurft að fækka matargjöfum og vísa fólki frá. Einstaklingar úr öllum sveitafélögum höfuðborgarsvæðisins þiggja matargjafir Fjölskylduhjálpar en samtökin fá ekki krónu frá þessum sveitafélögum, fyrir utan Reykjavík. „Ástandið á Suðurnesjum er til dæmis ferlegt. 3.300 matargjafir voru afgreiddar síðasta árið án styrks frá sveitafélögunum á þessu svæði, sem þó vísa fólki í neyð til okkar. Reykjavík er eina sveitafélagið á höfuðborgarsvæðinu sem hefur styrkt okkur undanfarið ár, það voru tvær milljónir sem fóru að mestu upp í leigu á húsnæði,“ segir Ásgerður. Ásgerður segir að unnið sé kraftaverk á hverjum degi með aðstoð fimmtíu sjálfboðaliða en henni finnst gæta skilningsleysis hjá stjórnvöldum. „Okkur hefur fundist lítill velvilji koma fram. Við erum að spara skattfé Íslendinga gríðarlega og vinna afspyrnu gott verk. Ég veit ekki hvað fólk myndi gera ef það gæti ekki komið og fengið mat,“ segir hún.Byrjað að undirbúa fyrir jólin Um mánaðarmótin opnar Fjölskylduhjálpin fyrir umsóknir um jólaaðstoð og hefur aldrei verið byrjað svo snemma áður. „Við finnum að ástandið verður hrikalegt um jólin. Nú getur fólk komið hingað í rólegheitum og sótt um neyðaraðstoð alla virka daga til jóla. Einnig hefjum við snemma jólasöfnun en þar hafa fyrirtæki á Íslandi staðið sig gífurlega vel síðustu ár, annað en stjórnvöld en við höfum ekki fengið eina einustu krónu frá ríkinu á þessu ári,“ segir Ásgerður. Ásgerður segist þó binda vonir við Eygló Harðardóttur, velferðarráðherra, en í stefnuskrá Framsóknarflokksins var tekið fram að það ætti að gera góðgerðarsamtökum hærra undir höfði. „Ég fór á fund Eyglóar fyrir tveimur mánuðum en hef ekki enn fengið svar. Samt er þetta í stefnuskrá flokksins og mjög brýnt mál. Ég vona að hún fari að svara mér því það er erfitt að þurfa að vísa fjölda fólks frá,“ segir Ásgerður.Starfsmenn lána úr eigin vasa Ásgerður segir að oft sé átakanlegt fyrir sjálfboðaliða að taka á móti fólki, sérstaklega þeim sem eru að koma í fyrsta skipti. „Það er svo litið niður á fátækt fólk á Íslandi. Fólk upplifir sig sem annars flokks þjóðfélagsþegna. Foreldrar eru að koma hingað í laumi því börnin og fjölskyldan mega ekki vita að þau þurfa að þiggja aðstoð. Þetta er hrikalega sorglegt," segir Ásgerður og bætir við að stundum sé örvæntingin svo mikil að starfsmenn og sjálfboðaliðar Fjölskylduhjálpar grípa til sinna ráða. „Fólk er farið að lána úr eigin vasa. Verkefnastjóri í Reykjanesi lánaði til dæmis konu sem er helsjúk af krabbameini 16 þúsund krónur fyrir sneiðmyndatöku, en konan var búin að fresta því trekk í trekk að fara í þessa nauðsynlegu myndatöku.“Jólasöfnun - biðlað til samfélagsins Ásgerður segir að saga fátæks fólks á Íslandi sé skelfileg og nú sé kominn tími til að fá hana upp á yfirborðið. Ríki og sveitafélög þurfi að styrkja hjálparsamtök sem í mörgum tilfellum halda lífinu í þessu fólki, með matargjöfum og andlegum stuðningi, og almenna vitundarvakningu þurfi í samfélaginu. Jólasöfnun Fjölskylduhjálpar hefst 1. október. Fjölskylduhjálp biðlar til allra fyrirtækja, stéttafélaga, félagasamtaka og einstaklinga sem eru aflögufærir að aðstoða fyrir jólin með fjárstyrkjum, jólagjöfum, matargjöfum og öðru sem nýtist fyrir hátíðirnar.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira