"Þetta er rothögg fyrir vísindasamfélagið“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. september 2013 20:11 Niðurskurður í fjárveitingum í Rannsóknarsjóð RANNÍS er algjört rothögg fyrir vísindasamfélagið. Þetta segir einn fremsti hjarta- og lungnaskurðlæknir landsins. Hann ítrekar að öflugt rannsóknarstarf sé undirstoð framfara. Hin árlega Vísindavaka verður haldin í kvöld í Háskólabíói og sem fyrr verður margt um að vera enda er markmiðið að vekja athygli á fjölbreytni og mikilvægi vísindastarfs í landinu. En skuggi niðurskurðar vofir yfir Vísindavökunni þetta árið. Fimm hundruð milljóna króna fjárveiting í Rannsóknarsjóð RANNÍS, sem er hryggjarstykki í fjármögnun rannsókna á Íslandi, er nú undir spurningarmerki enda gerði Fjárfestingaráætlun síðustu ríkisstjórnar ráð fyrir tekjustofnum sem nú eru ekki til staðar. Tómast Guðbjartsson, einn fremsti hjarta- og lungnaskurðlæknir landsins, er einn af þeim sem tekur þátt í Vísindavöku í kvöld og mun þar bjóða nýrri og fróðleiksfúsri kynslóð barna að fræðast um störf skurðlæknisins. Hann hefur jafnframt sinnt umfangsmiklum rannsóknarstörfum með doktorsnemum. Tómas fullyrðir að niðurskurður í fjárveitingum til Rannsóknarsjóðs sé gríðarlegt áfallt fyrir háskólasamfélagið. „Það má ekki gleyma því að rannsóknir — ekki síst grunnrannsóknir — eru forsenda framfara,“ segir Tómas. „Þetta er lífæð doktorsnámsins á Íslandi og við höfum sérstaklega verið að leggja áherslu á það að fjölga doktorum enda eru rannsóknir þeirra einna mikilvægastar.“ Vísindasamfélagið hefur lýst áhyggjum sínum af þessum niðurskurði enda er útlit fyrir að engum styrkjum verði úthlutað á næstu misserum. „Það segir sig sjálft að þetta er algjört rothögg fyrir okkur. Til dæmis í læknisfræðinni, þar sem að við erum að skapa nýja þekkingu og bæta umönnum sjúklinga o.fl.,“ segir Tómas. „Þetta er algjört lykilatriði. Þannig að þetta er ekki hjálp í þessum mótvindi sem höfum verið í undanfarin ár. Ég vona að stjórnvöld sjái að sér og geri líkt og Finnar gerðu í sinni kreppu, það er, að efla þessar rannsóknir og það hefur heldur betur reynst þeim vel,“ segir Tómas að lokum. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Niðurskurður í fjárveitingum í Rannsóknarsjóð RANNÍS er algjört rothögg fyrir vísindasamfélagið. Þetta segir einn fremsti hjarta- og lungnaskurðlæknir landsins. Hann ítrekar að öflugt rannsóknarstarf sé undirstoð framfara. Hin árlega Vísindavaka verður haldin í kvöld í Háskólabíói og sem fyrr verður margt um að vera enda er markmiðið að vekja athygli á fjölbreytni og mikilvægi vísindastarfs í landinu. En skuggi niðurskurðar vofir yfir Vísindavökunni þetta árið. Fimm hundruð milljóna króna fjárveiting í Rannsóknarsjóð RANNÍS, sem er hryggjarstykki í fjármögnun rannsókna á Íslandi, er nú undir spurningarmerki enda gerði Fjárfestingaráætlun síðustu ríkisstjórnar ráð fyrir tekjustofnum sem nú eru ekki til staðar. Tómast Guðbjartsson, einn fremsti hjarta- og lungnaskurðlæknir landsins, er einn af þeim sem tekur þátt í Vísindavöku í kvöld og mun þar bjóða nýrri og fróðleiksfúsri kynslóð barna að fræðast um störf skurðlæknisins. Hann hefur jafnframt sinnt umfangsmiklum rannsóknarstörfum með doktorsnemum. Tómas fullyrðir að niðurskurður í fjárveitingum til Rannsóknarsjóðs sé gríðarlegt áfallt fyrir háskólasamfélagið. „Það má ekki gleyma því að rannsóknir — ekki síst grunnrannsóknir — eru forsenda framfara,“ segir Tómas. „Þetta er lífæð doktorsnámsins á Íslandi og við höfum sérstaklega verið að leggja áherslu á það að fjölga doktorum enda eru rannsóknir þeirra einna mikilvægastar.“ Vísindasamfélagið hefur lýst áhyggjum sínum af þessum niðurskurði enda er útlit fyrir að engum styrkjum verði úthlutað á næstu misserum. „Það segir sig sjálft að þetta er algjört rothögg fyrir okkur. Til dæmis í læknisfræðinni, þar sem að við erum að skapa nýja þekkingu og bæta umönnum sjúklinga o.fl.,“ segir Tómas. „Þetta er algjört lykilatriði. Þannig að þetta er ekki hjálp í þessum mótvindi sem höfum verið í undanfarin ár. Ég vona að stjórnvöld sjái að sér og geri líkt og Finnar gerðu í sinni kreppu, það er, að efla þessar rannsóknir og það hefur heldur betur reynst þeim vel,“ segir Tómas að lokum.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira