Lífið

Jólin heilsa hjá Sindra

Elín Albertsdóttir skrifar
Sindri heimsækir Kolfinnu Guðmundsdóttur í þætti sínum í kvöld.
Sindri heimsækir Kolfinnu Guðmundsdóttur í þætti sínum í kvöld.




Sindri Sindrason er jólastrákur og býður áhorfendum Stöðvar 2 í jólaheimsókn á aðventunni. Í næsta þætti skoðar hann fallegt jólaheimili á Flúðum.

„Ég heimsæki jólahús Kolfinnu Guðmundsdóttur, eiginkonu Hlöðvers Sigurðssonar, en þau hjónin stofnuðu Hlöllabáta. Húsið er á Flúðum og Kolfinna skreytir það hátt og lágt í nóvember.

Í húsinu er gestaálma þar sem dætur þeirra þrjár eiga hver sitt „hótel“herbergið með sér baðherbergi. Þar er auk þess leikherbergi með billjardborði, poppvél og alls kyns leikföngum. Kolfinna er búin að setja upp jólatré en hún kom okkur skemmtilega á óvart,“ segir Sindri sem hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð við þáttunum.

„Við höfum fengið að heimsækja marga fagurkera en ég fæ fjölda ábendinga um falleg heimili.“

Sindri segist vera brálæðislega mikið jólabarn. „Ég skreyti mikið innandyra en minna að utan. Um mánaðamótin set ég upp jólatré og skreyti húsið. Ég vil síðan taka allt niður 1. janúar. Þá eru jólin búin hjá mér.

Uppáhaldstíminn minn er Þorláksmessukvöld. Að fara upp og niður Laugaveginn, kaupa síðustu gjöfina, drekka heitt súkkulaði og hafa það notalegt, enda allt orðið fínt heima. Öll fjölskylda mín býr í næsta nágrenni við mig og það er mikill samgangur um jólin.“   

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.