Redda jólasveinunum til byggða 4. desember 2013 15:30 Sveppi og Villi verða í jólaskapi í desember. Félagarnir Sveppi og Villi standa í ströngu á aðventunni enda fá þeir það ábyrgðarfulla hlutverk að koma jólasveinunum til byggða í tæka tíð svo þeir geti stungið einhverju skemmtilegu í skóinn hjá góðu börnunum. Sveppi og Villi leita að jólasveinunum er skemmtileg þáttaröð fyrir krakka sem hefur göngu sína 11. desember, daginn áður en fyrsti jólasveinninn, Stekkjastaur, kemur til byggða. „Þetta verða stuttir jólaþættir sem ganga út á það að reyna að koma jólasveinunum til byggða á réttum tíma svo þeir nái að gefa börnum þjóðarinnar í skóinn. Þáttur um viðkomandi jólasvein verður sýndur daginn áður en hann kemur til byggða,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, eða Sveppi, en í þáttunum þurfa þeir Sveppi og Villi vinur hans að leysa úr ýmsum vandamálum sem koma upp. „Til dæmis hefur Skyrgámur verið erfiður því hann hefur verið með svo mikið mjólkuróþol. Bjúgnakrækir situr saklaus í fangelsi fyrir bjúgnaþjófnað,“ útskýrir Sveppi en svo eru aðrir sveinar sem gleyma sér alveg. „Við þurfum til dæmis að sækja einn áður enn hann flýgur til Tenerife í sólina,“ segir hann glaðlega. En af hverju eru þeir valdir til starfans? „Það er pínu leyndó sem kemur í ljós í síðasta þættinum. En það snýst um að maður þarf að trúa.“ Sveppi segist aðeins vera farinn að huga að jólunum en þó ekkert af viti. Helsta verkefni hans fyrir jólin er að skreyta húsið að utan. „Mér finnst það reyndar dálítið ójafnt. Konan mín skreytir inni og ég er settur í að skreyta úti sem er mikið flóknara. Það eru miklu fleiri sem sjá skreytingarnar og því þarf það að vera vel gert og maður þarf að vanda sig,“ segir Sveppi sem leggur metnað í að hafa húsið fallega skreytt fyrir jólin. Meðfram þáttagerð og jólaskreytingum reynir Sveppi að sinna bókinni sinni, Stuðbók Sveppa, sem er nýkomin út. „Þetta er bók fyrir krakka á aldrinum fimm til tólf ára sem hafa gaman af því að leika og skemmta sér. Fyrir krakka sem vilja prófa öðruvísi hluti og fara aðeins út fyrir boxið,“ lýsir Sveppi. Villi vinur hans stendur líka í bókaútgáfu og hefur gefið út bókina Vísindabók Villa. Sveppi segir enga samkeppni ríkja milli þeirra vinanna. „Við lítum frekar á þetta sem samvinnu. Þetta eru mjög ólíkar bækur. Vísindabókin er uppfull af alls konar fróðleik sem Villi hefur mikla þörf fyrir að koma út í kosmósið, svipað og Villi í þáttunum mínum. Mín bók er hinn anginn af þessu. Þar er bull og vitleysa, brandarar, grín og leikir,“ segir Sveppi og telur þetta afar fína blöndu. Þeir Sveppi og Villi verða einhverja daga fram að jólum í Hagkaup að árita bækur sínar. „Þar hittum við krakkana og þá fyrst kemst maður í stuð og jólaskap,“ segir Sveppi glaður í bragði. Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Félagarnir Sveppi og Villi standa í ströngu á aðventunni enda fá þeir það ábyrgðarfulla hlutverk að koma jólasveinunum til byggða í tæka tíð svo þeir geti stungið einhverju skemmtilegu í skóinn hjá góðu börnunum. Sveppi og Villi leita að jólasveinunum er skemmtileg þáttaröð fyrir krakka sem hefur göngu sína 11. desember, daginn áður en fyrsti jólasveinninn, Stekkjastaur, kemur til byggða. „Þetta verða stuttir jólaþættir sem ganga út á það að reyna að koma jólasveinunum til byggða á réttum tíma svo þeir nái að gefa börnum þjóðarinnar í skóinn. Þáttur um viðkomandi jólasvein verður sýndur daginn áður en hann kemur til byggða,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, eða Sveppi, en í þáttunum þurfa þeir Sveppi og Villi vinur hans að leysa úr ýmsum vandamálum sem koma upp. „Til dæmis hefur Skyrgámur verið erfiður því hann hefur verið með svo mikið mjólkuróþol. Bjúgnakrækir situr saklaus í fangelsi fyrir bjúgnaþjófnað,“ útskýrir Sveppi en svo eru aðrir sveinar sem gleyma sér alveg. „Við þurfum til dæmis að sækja einn áður enn hann flýgur til Tenerife í sólina,“ segir hann glaðlega. En af hverju eru þeir valdir til starfans? „Það er pínu leyndó sem kemur í ljós í síðasta þættinum. En það snýst um að maður þarf að trúa.“ Sveppi segist aðeins vera farinn að huga að jólunum en þó ekkert af viti. Helsta verkefni hans fyrir jólin er að skreyta húsið að utan. „Mér finnst það reyndar dálítið ójafnt. Konan mín skreytir inni og ég er settur í að skreyta úti sem er mikið flóknara. Það eru miklu fleiri sem sjá skreytingarnar og því þarf það að vera vel gert og maður þarf að vanda sig,“ segir Sveppi sem leggur metnað í að hafa húsið fallega skreytt fyrir jólin. Meðfram þáttagerð og jólaskreytingum reynir Sveppi að sinna bókinni sinni, Stuðbók Sveppa, sem er nýkomin út. „Þetta er bók fyrir krakka á aldrinum fimm til tólf ára sem hafa gaman af því að leika og skemmta sér. Fyrir krakka sem vilja prófa öðruvísi hluti og fara aðeins út fyrir boxið,“ lýsir Sveppi. Villi vinur hans stendur líka í bókaútgáfu og hefur gefið út bókina Vísindabók Villa. Sveppi segir enga samkeppni ríkja milli þeirra vinanna. „Við lítum frekar á þetta sem samvinnu. Þetta eru mjög ólíkar bækur. Vísindabókin er uppfull af alls konar fróðleik sem Villi hefur mikla þörf fyrir að koma út í kosmósið, svipað og Villi í þáttunum mínum. Mín bók er hinn anginn af þessu. Þar er bull og vitleysa, brandarar, grín og leikir,“ segir Sveppi og telur þetta afar fína blöndu. Þeir Sveppi og Villi verða einhverja daga fram að jólum í Hagkaup að árita bækur sínar. „Þar hittum við krakkana og þá fyrst kemst maður í stuð og jólaskap,“ segir Sveppi glaður í bragði.
Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira