Redda jólasveinunum til byggða 4. desember 2013 15:30 Sveppi og Villi verða í jólaskapi í desember. Félagarnir Sveppi og Villi standa í ströngu á aðventunni enda fá þeir það ábyrgðarfulla hlutverk að koma jólasveinunum til byggða í tæka tíð svo þeir geti stungið einhverju skemmtilegu í skóinn hjá góðu börnunum. Sveppi og Villi leita að jólasveinunum er skemmtileg þáttaröð fyrir krakka sem hefur göngu sína 11. desember, daginn áður en fyrsti jólasveinninn, Stekkjastaur, kemur til byggða. „Þetta verða stuttir jólaþættir sem ganga út á það að reyna að koma jólasveinunum til byggða á réttum tíma svo þeir nái að gefa börnum þjóðarinnar í skóinn. Þáttur um viðkomandi jólasvein verður sýndur daginn áður en hann kemur til byggða,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, eða Sveppi, en í þáttunum þurfa þeir Sveppi og Villi vinur hans að leysa úr ýmsum vandamálum sem koma upp. „Til dæmis hefur Skyrgámur verið erfiður því hann hefur verið með svo mikið mjólkuróþol. Bjúgnakrækir situr saklaus í fangelsi fyrir bjúgnaþjófnað,“ útskýrir Sveppi en svo eru aðrir sveinar sem gleyma sér alveg. „Við þurfum til dæmis að sækja einn áður enn hann flýgur til Tenerife í sólina,“ segir hann glaðlega. En af hverju eru þeir valdir til starfans? „Það er pínu leyndó sem kemur í ljós í síðasta þættinum. En það snýst um að maður þarf að trúa.“ Sveppi segist aðeins vera farinn að huga að jólunum en þó ekkert af viti. Helsta verkefni hans fyrir jólin er að skreyta húsið að utan. „Mér finnst það reyndar dálítið ójafnt. Konan mín skreytir inni og ég er settur í að skreyta úti sem er mikið flóknara. Það eru miklu fleiri sem sjá skreytingarnar og því þarf það að vera vel gert og maður þarf að vanda sig,“ segir Sveppi sem leggur metnað í að hafa húsið fallega skreytt fyrir jólin. Meðfram þáttagerð og jólaskreytingum reynir Sveppi að sinna bókinni sinni, Stuðbók Sveppa, sem er nýkomin út. „Þetta er bók fyrir krakka á aldrinum fimm til tólf ára sem hafa gaman af því að leika og skemmta sér. Fyrir krakka sem vilja prófa öðruvísi hluti og fara aðeins út fyrir boxið,“ lýsir Sveppi. Villi vinur hans stendur líka í bókaútgáfu og hefur gefið út bókina Vísindabók Villa. Sveppi segir enga samkeppni ríkja milli þeirra vinanna. „Við lítum frekar á þetta sem samvinnu. Þetta eru mjög ólíkar bækur. Vísindabókin er uppfull af alls konar fróðleik sem Villi hefur mikla þörf fyrir að koma út í kosmósið, svipað og Villi í þáttunum mínum. Mín bók er hinn anginn af þessu. Þar er bull og vitleysa, brandarar, grín og leikir,“ segir Sveppi og telur þetta afar fína blöndu. Þeir Sveppi og Villi verða einhverja daga fram að jólum í Hagkaup að árita bækur sínar. „Þar hittum við krakkana og þá fyrst kemst maður í stuð og jólaskap,“ segir Sveppi glaður í bragði. Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira
Félagarnir Sveppi og Villi standa í ströngu á aðventunni enda fá þeir það ábyrgðarfulla hlutverk að koma jólasveinunum til byggða í tæka tíð svo þeir geti stungið einhverju skemmtilegu í skóinn hjá góðu börnunum. Sveppi og Villi leita að jólasveinunum er skemmtileg þáttaröð fyrir krakka sem hefur göngu sína 11. desember, daginn áður en fyrsti jólasveinninn, Stekkjastaur, kemur til byggða. „Þetta verða stuttir jólaþættir sem ganga út á það að reyna að koma jólasveinunum til byggða á réttum tíma svo þeir nái að gefa börnum þjóðarinnar í skóinn. Þáttur um viðkomandi jólasvein verður sýndur daginn áður en hann kemur til byggða,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, eða Sveppi, en í þáttunum þurfa þeir Sveppi og Villi vinur hans að leysa úr ýmsum vandamálum sem koma upp. „Til dæmis hefur Skyrgámur verið erfiður því hann hefur verið með svo mikið mjólkuróþol. Bjúgnakrækir situr saklaus í fangelsi fyrir bjúgnaþjófnað,“ útskýrir Sveppi en svo eru aðrir sveinar sem gleyma sér alveg. „Við þurfum til dæmis að sækja einn áður enn hann flýgur til Tenerife í sólina,“ segir hann glaðlega. En af hverju eru þeir valdir til starfans? „Það er pínu leyndó sem kemur í ljós í síðasta þættinum. En það snýst um að maður þarf að trúa.“ Sveppi segist aðeins vera farinn að huga að jólunum en þó ekkert af viti. Helsta verkefni hans fyrir jólin er að skreyta húsið að utan. „Mér finnst það reyndar dálítið ójafnt. Konan mín skreytir inni og ég er settur í að skreyta úti sem er mikið flóknara. Það eru miklu fleiri sem sjá skreytingarnar og því þarf það að vera vel gert og maður þarf að vanda sig,“ segir Sveppi sem leggur metnað í að hafa húsið fallega skreytt fyrir jólin. Meðfram þáttagerð og jólaskreytingum reynir Sveppi að sinna bókinni sinni, Stuðbók Sveppa, sem er nýkomin út. „Þetta er bók fyrir krakka á aldrinum fimm til tólf ára sem hafa gaman af því að leika og skemmta sér. Fyrir krakka sem vilja prófa öðruvísi hluti og fara aðeins út fyrir boxið,“ lýsir Sveppi. Villi vinur hans stendur líka í bókaútgáfu og hefur gefið út bókina Vísindabók Villa. Sveppi segir enga samkeppni ríkja milli þeirra vinanna. „Við lítum frekar á þetta sem samvinnu. Þetta eru mjög ólíkar bækur. Vísindabókin er uppfull af alls konar fróðleik sem Villi hefur mikla þörf fyrir að koma út í kosmósið, svipað og Villi í þáttunum mínum. Mín bók er hinn anginn af þessu. Þar er bull og vitleysa, brandarar, grín og leikir,“ segir Sveppi og telur þetta afar fína blöndu. Þeir Sveppi og Villi verða einhverja daga fram að jólum í Hagkaup að árita bækur sínar. „Þar hittum við krakkana og þá fyrst kemst maður í stuð og jólaskap,“ segir Sveppi glaður í bragði.
Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira