Innlent

Tyrkneski hakkarinn skoðaði líka síðu Símans

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Vilhelm
Sömu ip-tölur og tengjast árasinni á vef Vodafone, voru skráð í kerfið hjá Símanum í fyrrinótt. Því virðist sem svo að sami hakkarinn hafi verið að þreifa fyrir sér að vef Símans núna eftir helgi.

Þetta kom fram í máli forsvarsmanna Símans á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar í morgun.

Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að um svipað leyti og árásin á Vodafone átti sér stað hafði hakkarinn verið inn á vef Símans, en ekki lágu fyrir neinar upplýsingar um árás á vefinn og engin utanaðkomandi aðili komist yfir gögn af vefnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.