Ekki ESB sem slítur viðræðunum Hjörtur Hjartarson skrifar 4. desember 2013 19:15 Engin loforð voru gefin þess efnis að IPA styrkjum yrðu áfram veittir til þeirra verkefni sem þegar hafði verið ýtt úr vör þegar utanríkisráðherra ákvað að gera hlé á aðildarviðræðum. Þetta segir yfirmaður samninganefndar hjá ESB. Ísland uppfylli ekki skilyrði fyrir styrkjunum og því ekki réttlætanlegt að halda greiðslu þeirra áfram gagnvart skattgreiðendum í Evrópu. Framkvæmdastjórn Evrópusambands tilkynnti íslenskum stjórnvöldum fyrir tveimur dögum að fjármögnun á öllum IPA verkefna hérlendis verði hætt. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra skrifar um ákvörðun ESB á heimasíðu sinni og þar segir meðal annars, að Evrópusambandið hefði brugðist þeim fjölmörgu aðilum gert höfðu samninga um IPA styrki.Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherraÁkvörðunin hafi komið ráðuneyti hans í opna skjöldu og að vinnubrögð ESB væru forkastanleg. IPA styrkirnir eru ætlaðir til að styðja við lönd sem eiga í aðildarviðræðum um að samræma löggjöf sína, staðla og stefnur að Evrópusambandinu. ESB útskýrir ákvörðun sína þannig að Ísland einfaldlega uppfylli ekki lengur þessi skilyrði. Afstaða utanríkisráðherra til aðildarviðræðna við ESB kom skýrt fram í ræðu hans á Alþingi í sumar. Þar sagði hann það næsta útilokað að aðildaviðræður yrðu hafnar á ný á meðan hann væri utanríkisráðherra. Fyrir árin 2011, 12 og 13 átti Ísland að fá samtals 5,3 milljarða króna. Styrkir vegna tveggja síðustu ára upp á 3,5 milljarða voru slegnir út af borðinu í sumar þegar tilkynnt var að Ísland drægi sig í hlé en styrkirnir vegna ársins 2011 upp á um 1,8 milljarða skyldu halda sér samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðherra, enda vinna við þau verkefni þegar hafin. Dirk Lange, yfirmaður samninganefndar ESB vegna aðildarviðræðna Íslands, segir hinsvegar að ekkert slíkt loforð hafi verið gefið enda skorti framkvæmdastjórninni lagaheimild til slíks. Ljóst er að ESB þarf að greiða sekt fyrir að uppfylla ekki þá samninga sem þegar hafa verið gerðir.Lange segir það ódýrara fyrir skattgreiðendur í sambandinu og eftir því verði að fara. Ákvörðun ESB þýðir ekki að um formleg slit á viðræðum sé að ræða eins og utanríkisráðherra gefur í skyn í fjölmiðlum í dag, það sé alfarið í höndum íslenskra stjórnvalda að ákveða slíkt. Lange segir að ESB hafi ekki getað leitað í nein fordæmi þegar ákvörðunin um afturköllun IPA styrkjanna var gerð, afstaða íslenskra stjórnvalda sé einsdæmi. Ekkert land hafi gert hlé á viðræðum með þeim hætti sem Ísland hefur gert. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Engin loforð voru gefin þess efnis að IPA styrkjum yrðu áfram veittir til þeirra verkefni sem þegar hafði verið ýtt úr vör þegar utanríkisráðherra ákvað að gera hlé á aðildarviðræðum. Þetta segir yfirmaður samninganefndar hjá ESB. Ísland uppfylli ekki skilyrði fyrir styrkjunum og því ekki réttlætanlegt að halda greiðslu þeirra áfram gagnvart skattgreiðendum í Evrópu. Framkvæmdastjórn Evrópusambands tilkynnti íslenskum stjórnvöldum fyrir tveimur dögum að fjármögnun á öllum IPA verkefna hérlendis verði hætt. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra skrifar um ákvörðun ESB á heimasíðu sinni og þar segir meðal annars, að Evrópusambandið hefði brugðist þeim fjölmörgu aðilum gert höfðu samninga um IPA styrki.Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherraÁkvörðunin hafi komið ráðuneyti hans í opna skjöldu og að vinnubrögð ESB væru forkastanleg. IPA styrkirnir eru ætlaðir til að styðja við lönd sem eiga í aðildarviðræðum um að samræma löggjöf sína, staðla og stefnur að Evrópusambandinu. ESB útskýrir ákvörðun sína þannig að Ísland einfaldlega uppfylli ekki lengur þessi skilyrði. Afstaða utanríkisráðherra til aðildarviðræðna við ESB kom skýrt fram í ræðu hans á Alþingi í sumar. Þar sagði hann það næsta útilokað að aðildaviðræður yrðu hafnar á ný á meðan hann væri utanríkisráðherra. Fyrir árin 2011, 12 og 13 átti Ísland að fá samtals 5,3 milljarða króna. Styrkir vegna tveggja síðustu ára upp á 3,5 milljarða voru slegnir út af borðinu í sumar þegar tilkynnt var að Ísland drægi sig í hlé en styrkirnir vegna ársins 2011 upp á um 1,8 milljarða skyldu halda sér samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðherra, enda vinna við þau verkefni þegar hafin. Dirk Lange, yfirmaður samninganefndar ESB vegna aðildarviðræðna Íslands, segir hinsvegar að ekkert slíkt loforð hafi verið gefið enda skorti framkvæmdastjórninni lagaheimild til slíks. Ljóst er að ESB þarf að greiða sekt fyrir að uppfylla ekki þá samninga sem þegar hafa verið gerðir.Lange segir það ódýrara fyrir skattgreiðendur í sambandinu og eftir því verði að fara. Ákvörðun ESB þýðir ekki að um formleg slit á viðræðum sé að ræða eins og utanríkisráðherra gefur í skyn í fjölmiðlum í dag, það sé alfarið í höndum íslenskra stjórnvalda að ákveða slíkt. Lange segir að ESB hafi ekki getað leitað í nein fordæmi þegar ákvörðunin um afturköllun IPA styrkjanna var gerð, afstaða íslenskra stjórnvalda sé einsdæmi. Ekkert land hafi gert hlé á viðræðum með þeim hætti sem Ísland hefur gert.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira