Innlent

Þingmenn vilja áhættumat vegna ferðamennsku

Gissur Sigurðsson skrifar
Gullfoss er með vinsælli ferðamannastöðum á landinu.
Gullfoss er með vinsælli ferðamannastöðum á landinu. Mynd/Pjetur
Átta þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að unnið verði áhættumat með tilliti til ferðamennsku í landinu, í samvinnu við þá sem koma að björgunar- og ferðamálum.

Þingmennirnir vilja kanna hvort ástæða sé til að setja sérstakar reglur um ferðamannasvæði, sem þykja sérstaklega hættuleg, meðal annars með tilliti til hættu  á svæðunum, samgangna og fjarksiptasambands.

Væntanlega verður líka tekið á vetrarferðum erlendra ferðamanna, en nokkuð er um það að erlendir ferðamenn aki út í óvissuna að vetrarlagi, eftir að ferðamannatíminn fór að lengjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×