Vill standa vörð um Landspítalann en getur ekki lofað auknu fjármagni Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. september 2013 18:30 Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir unnið að lausn á vanda Landspítalans. Hann segist vilja standa vörð um spítalann, en segist ekki geta lofað auknum fjárframlögum. Staðan á lyflækningasviði Landspítalans er mjög alvarleg að mati formanns Læknafélag Íslands. Eins og við greindum frá í gær munu aðeins sex deildarlæknar sinna tuttugu og fimm stöðugildum frá og með október næstkomandi, en lyflækningasviðið er eitt mikilvægasta og stærsta svið spítalans. Það er þó ekki eina sviðið sem glímir við vanda því manneklan er víða. Þá hafa ítrekaðar fréttir verið fluttar af lökum tækjakosti spítalans. Framkvæmdastjóri lækninga spítalans lýsti þessu sjálfur í grein fyrir tveimur vikum. Landspítalinn hefur í raun glímt við alvarlegan fjárhagsvanda undanfarin fjögur ár. Þessi vandi birtist í skertri þjónustu og staðan er þannig núna að öryggi sjúklinga stendur ógn af fjárhagsvandanum. Um þetta hafa vitnað læknar á spítalanum og stjórnendur hans. Stóra spurningin sem blasir við er því: Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera? Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ber þungar byrðar á sínum herðum sem ráðherra málaflokksins.Hvað ætlið þið að gera varðandi Landspítalann? Ætlið þið að hafa þetta óbreytt ástand, status quo, eða ætlið þið að auka fjárframlög til spítalans? „Eins og ég segi það kemur í ljós í fjárlagafrumvarpinu hvað gert verður. Við erum að ræða það þessa dagana,“ segir Kristján Þór.Hvað viltu sjálfur gera? „Ég vil gjarnan standa vörð um þá starfsemi sem Landspítalanum er ætla að sinna. Og ég tel full færi til að gera það, en það er ljóst að við þurfum að bæta úr á sumum sviðum þar. Meira gef ég þér ekki upp í bili. Það eru alveg hreinar línur að ég ætla ekki að birta þér eða Landspítalanum það hér í beinni útsendingu. Ég vil vinna þetta eins vel og ég get. Ég er að hlusta eftir athugasemdum sem okkur eru að berast út úr Landspítalanum og ég tel það skyldu mína að heyra sem flest sjónarmið, leggja mat á þau og fara síðan yfir það með stjórnendum spítalans hvernig brugðist verður við,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. Tengdar fréttir Verðum að loka Hörpu - ef það er það sem þarf Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir heilbrigðiskerfið hafa verið holað að innan og hann þekki dæmi um ótímabæran dauða sjúklinga vegna þessa. 10. september 2013 13:15 Landspítalinn kominn í þrot Læknar á Landsspítalanum segja spítalann kominn í þrot og grípa þurfi til aðgerða nú þegar til að styrkja starfsemi hans. Skipulag spítalans bitni á sjúklingum og starfsfólki. 6. september 2013 15:03 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir unnið að lausn á vanda Landspítalans. Hann segist vilja standa vörð um spítalann, en segist ekki geta lofað auknum fjárframlögum. Staðan á lyflækningasviði Landspítalans er mjög alvarleg að mati formanns Læknafélag Íslands. Eins og við greindum frá í gær munu aðeins sex deildarlæknar sinna tuttugu og fimm stöðugildum frá og með október næstkomandi, en lyflækningasviðið er eitt mikilvægasta og stærsta svið spítalans. Það er þó ekki eina sviðið sem glímir við vanda því manneklan er víða. Þá hafa ítrekaðar fréttir verið fluttar af lökum tækjakosti spítalans. Framkvæmdastjóri lækninga spítalans lýsti þessu sjálfur í grein fyrir tveimur vikum. Landspítalinn hefur í raun glímt við alvarlegan fjárhagsvanda undanfarin fjögur ár. Þessi vandi birtist í skertri þjónustu og staðan er þannig núna að öryggi sjúklinga stendur ógn af fjárhagsvandanum. Um þetta hafa vitnað læknar á spítalanum og stjórnendur hans. Stóra spurningin sem blasir við er því: Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera? Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ber þungar byrðar á sínum herðum sem ráðherra málaflokksins.Hvað ætlið þið að gera varðandi Landspítalann? Ætlið þið að hafa þetta óbreytt ástand, status quo, eða ætlið þið að auka fjárframlög til spítalans? „Eins og ég segi það kemur í ljós í fjárlagafrumvarpinu hvað gert verður. Við erum að ræða það þessa dagana,“ segir Kristján Þór.Hvað viltu sjálfur gera? „Ég vil gjarnan standa vörð um þá starfsemi sem Landspítalanum er ætla að sinna. Og ég tel full færi til að gera það, en það er ljóst að við þurfum að bæta úr á sumum sviðum þar. Meira gef ég þér ekki upp í bili. Það eru alveg hreinar línur að ég ætla ekki að birta þér eða Landspítalanum það hér í beinni útsendingu. Ég vil vinna þetta eins vel og ég get. Ég er að hlusta eftir athugasemdum sem okkur eru að berast út úr Landspítalanum og ég tel það skyldu mína að heyra sem flest sjónarmið, leggja mat á þau og fara síðan yfir það með stjórnendum spítalans hvernig brugðist verður við,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Tengdar fréttir Verðum að loka Hörpu - ef það er það sem þarf Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir heilbrigðiskerfið hafa verið holað að innan og hann þekki dæmi um ótímabæran dauða sjúklinga vegna þessa. 10. september 2013 13:15 Landspítalinn kominn í þrot Læknar á Landsspítalanum segja spítalann kominn í þrot og grípa þurfi til aðgerða nú þegar til að styrkja starfsemi hans. Skipulag spítalans bitni á sjúklingum og starfsfólki. 6. september 2013 15:03 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Verðum að loka Hörpu - ef það er það sem þarf Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir heilbrigðiskerfið hafa verið holað að innan og hann þekki dæmi um ótímabæran dauða sjúklinga vegna þessa. 10. september 2013 13:15
Landspítalinn kominn í þrot Læknar á Landsspítalanum segja spítalann kominn í þrot og grípa þurfi til aðgerða nú þegar til að styrkja starfsemi hans. Skipulag spítalans bitni á sjúklingum og starfsfólki. 6. september 2013 15:03