Vill standa vörð um Landspítalann en getur ekki lofað auknu fjármagni Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. september 2013 18:30 Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir unnið að lausn á vanda Landspítalans. Hann segist vilja standa vörð um spítalann, en segist ekki geta lofað auknum fjárframlögum. Staðan á lyflækningasviði Landspítalans er mjög alvarleg að mati formanns Læknafélag Íslands. Eins og við greindum frá í gær munu aðeins sex deildarlæknar sinna tuttugu og fimm stöðugildum frá og með október næstkomandi, en lyflækningasviðið er eitt mikilvægasta og stærsta svið spítalans. Það er þó ekki eina sviðið sem glímir við vanda því manneklan er víða. Þá hafa ítrekaðar fréttir verið fluttar af lökum tækjakosti spítalans. Framkvæmdastjóri lækninga spítalans lýsti þessu sjálfur í grein fyrir tveimur vikum. Landspítalinn hefur í raun glímt við alvarlegan fjárhagsvanda undanfarin fjögur ár. Þessi vandi birtist í skertri þjónustu og staðan er þannig núna að öryggi sjúklinga stendur ógn af fjárhagsvandanum. Um þetta hafa vitnað læknar á spítalanum og stjórnendur hans. Stóra spurningin sem blasir við er því: Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera? Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ber þungar byrðar á sínum herðum sem ráðherra málaflokksins.Hvað ætlið þið að gera varðandi Landspítalann? Ætlið þið að hafa þetta óbreytt ástand, status quo, eða ætlið þið að auka fjárframlög til spítalans? „Eins og ég segi það kemur í ljós í fjárlagafrumvarpinu hvað gert verður. Við erum að ræða það þessa dagana,“ segir Kristján Þór.Hvað viltu sjálfur gera? „Ég vil gjarnan standa vörð um þá starfsemi sem Landspítalanum er ætla að sinna. Og ég tel full færi til að gera það, en það er ljóst að við þurfum að bæta úr á sumum sviðum þar. Meira gef ég þér ekki upp í bili. Það eru alveg hreinar línur að ég ætla ekki að birta þér eða Landspítalanum það hér í beinni útsendingu. Ég vil vinna þetta eins vel og ég get. Ég er að hlusta eftir athugasemdum sem okkur eru að berast út úr Landspítalanum og ég tel það skyldu mína að heyra sem flest sjónarmið, leggja mat á þau og fara síðan yfir það með stjórnendum spítalans hvernig brugðist verður við,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. Tengdar fréttir Verðum að loka Hörpu - ef það er það sem þarf Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir heilbrigðiskerfið hafa verið holað að innan og hann þekki dæmi um ótímabæran dauða sjúklinga vegna þessa. 10. september 2013 13:15 Landspítalinn kominn í þrot Læknar á Landsspítalanum segja spítalann kominn í þrot og grípa þurfi til aðgerða nú þegar til að styrkja starfsemi hans. Skipulag spítalans bitni á sjúklingum og starfsfólki. 6. september 2013 15:03 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir unnið að lausn á vanda Landspítalans. Hann segist vilja standa vörð um spítalann, en segist ekki geta lofað auknum fjárframlögum. Staðan á lyflækningasviði Landspítalans er mjög alvarleg að mati formanns Læknafélag Íslands. Eins og við greindum frá í gær munu aðeins sex deildarlæknar sinna tuttugu og fimm stöðugildum frá og með október næstkomandi, en lyflækningasviðið er eitt mikilvægasta og stærsta svið spítalans. Það er þó ekki eina sviðið sem glímir við vanda því manneklan er víða. Þá hafa ítrekaðar fréttir verið fluttar af lökum tækjakosti spítalans. Framkvæmdastjóri lækninga spítalans lýsti þessu sjálfur í grein fyrir tveimur vikum. Landspítalinn hefur í raun glímt við alvarlegan fjárhagsvanda undanfarin fjögur ár. Þessi vandi birtist í skertri þjónustu og staðan er þannig núna að öryggi sjúklinga stendur ógn af fjárhagsvandanum. Um þetta hafa vitnað læknar á spítalanum og stjórnendur hans. Stóra spurningin sem blasir við er því: Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera? Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ber þungar byrðar á sínum herðum sem ráðherra málaflokksins.Hvað ætlið þið að gera varðandi Landspítalann? Ætlið þið að hafa þetta óbreytt ástand, status quo, eða ætlið þið að auka fjárframlög til spítalans? „Eins og ég segi það kemur í ljós í fjárlagafrumvarpinu hvað gert verður. Við erum að ræða það þessa dagana,“ segir Kristján Þór.Hvað viltu sjálfur gera? „Ég vil gjarnan standa vörð um þá starfsemi sem Landspítalanum er ætla að sinna. Og ég tel full færi til að gera það, en það er ljóst að við þurfum að bæta úr á sumum sviðum þar. Meira gef ég þér ekki upp í bili. Það eru alveg hreinar línur að ég ætla ekki að birta þér eða Landspítalanum það hér í beinni útsendingu. Ég vil vinna þetta eins vel og ég get. Ég er að hlusta eftir athugasemdum sem okkur eru að berast út úr Landspítalanum og ég tel það skyldu mína að heyra sem flest sjónarmið, leggja mat á þau og fara síðan yfir það með stjórnendum spítalans hvernig brugðist verður við,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Tengdar fréttir Verðum að loka Hörpu - ef það er það sem þarf Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir heilbrigðiskerfið hafa verið holað að innan og hann þekki dæmi um ótímabæran dauða sjúklinga vegna þessa. 10. september 2013 13:15 Landspítalinn kominn í þrot Læknar á Landsspítalanum segja spítalann kominn í þrot og grípa þurfi til aðgerða nú þegar til að styrkja starfsemi hans. Skipulag spítalans bitni á sjúklingum og starfsfólki. 6. september 2013 15:03 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Verðum að loka Hörpu - ef það er það sem þarf Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir heilbrigðiskerfið hafa verið holað að innan og hann þekki dæmi um ótímabæran dauða sjúklinga vegna þessa. 10. september 2013 13:15
Landspítalinn kominn í þrot Læknar á Landsspítalanum segja spítalann kominn í þrot og grípa þurfi til aðgerða nú þegar til að styrkja starfsemi hans. Skipulag spítalans bitni á sjúklingum og starfsfólki. 6. september 2013 15:03