Flestir sprautufíklar á aldrinum 35 til 45 10. febrúar 2013 16:00 Meðalaldur sprautufíkla hefur hækkað hratt. Fleiri heilbrigðisvandamál hrjá eldri fíkla. Þótt færri virðist ákveða að byrja að sprauta sig minnkar hópurinn ekki. Talið er að allt að 700 fíklar séu á landinu. Sumir eru komnir yfir sextugt. Meðalaldur íslenskra sprautufíkla hefur hækkað mikið undanfarin ár. Hópurinn hefur ekki minnkað þrátt fyrir að dregið hafi úr fjölda þeirra sem byrja að nota sprautur. Talið er að á bilinu 500 til 700 sprautufíklar séu á Íslandi í dag, langflestir á höfuðborgarsvæðinu. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir hækkandi aldur hópsins verulegt áhyggjuefni. „Aldurinn er það sem er alvarlegt í þessu. Meðalaldur sprautufíkla heldur áfram að hækka sem þýðir að fleiri eru sýktir af lifrarbólgu, með hjartaskemmdir og alvarlegar sýkingar. Hópurinn er þyngri til að fást við fyrir heilbrigðisþjónustuna," segir hann. „Landspítalinn segir að hópurinn sé að stækka vegna þess að hann er að eldast og veikjast." Þórarinn þekkir til fólks sem hefur sprautað sig reglulega allt frá árinu 1980, þótt svo langur tími sé fátíður.Sumir komnir yfir sextugt Þór Gíslason, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar, tekur undir áhyggjur Þórarins. „Meginþorri þessa hóps er á bilinu 35 til 45 ára. Og það er í raun undarlegt hversu margir eru enn eldri, á bilinu 45 til 55 ára. Svo tínast til okkar einstaklingar sem eru komnir yfir sextugt," segir hann. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur á smitsjúkdómadeild LSH, segir þetta rétt þótt hópurinn sé vissulega mjög breiður með tilliti til aldursdreifingar. „Þetta er áhyggjuefni og flækir málin þegar fólk er með mörg önnur heilsufarsvandamál í farteskinu," segir hann.350 sprautufíklar árlega á Vog Mjög erfitt er að festa hendur á nákvæman fjölda virkra sprautufíkla á landinu. Tæplega 1.800 einstaklingar hafa sótt meðferð á Vogi vegna sprautufíknar frá árinu 1991 en að jafnaði koma þangað um 350 sprautufíklar ár hvert. Forsvarsmenn meðferðarheimilisins telja að um 500 til 700 sprautufíklar séu á landinu, eins og áður sagði, sem nota efnin þó mismikið. Sjúkrabíllinn Frú Ragnheiður hefur þjónustað 262 sprautufíkla síðan í byrjun árs 2011. Í öllum tilvikum er um að ræða mjög virka fíkla. Þór Gíslason, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar, telur að fjöldi þeirra sem notar sprautur daglega sé á bilinu 230 til 250. Hópurinn sem sprautar sig sjaldnar sé svo mun stærri.Erfitt að nota úti á landi Að sögn Þórs er alvarleg sprautufíkn mestmegnis bundin við Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. „Við höfum heyrt af hópum sem eru að sprauta sig í Hafnarfirði, útjaðri Reykjavíkur og á Akureyri," segir hann. „En þegar þú ert í svona mikilli neyslu þá er þér ekki vært í smærri samfélögum. Í borgarsamfélaginu eru fleiri úrræði, betra að fela sig og meira framboð á efnum. Fólk er ekki eins opinbert þar og í smærri bæjum." Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Meðalaldur sprautufíkla hefur hækkað hratt. Fleiri heilbrigðisvandamál hrjá eldri fíkla. Þótt færri virðist ákveða að byrja að sprauta sig minnkar hópurinn ekki. Talið er að allt að 700 fíklar séu á landinu. Sumir eru komnir yfir sextugt. Meðalaldur íslenskra sprautufíkla hefur hækkað mikið undanfarin ár. Hópurinn hefur ekki minnkað þrátt fyrir að dregið hafi úr fjölda þeirra sem byrja að nota sprautur. Talið er að á bilinu 500 til 700 sprautufíklar séu á Íslandi í dag, langflestir á höfuðborgarsvæðinu. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir hækkandi aldur hópsins verulegt áhyggjuefni. „Aldurinn er það sem er alvarlegt í þessu. Meðalaldur sprautufíkla heldur áfram að hækka sem þýðir að fleiri eru sýktir af lifrarbólgu, með hjartaskemmdir og alvarlegar sýkingar. Hópurinn er þyngri til að fást við fyrir heilbrigðisþjónustuna," segir hann. „Landspítalinn segir að hópurinn sé að stækka vegna þess að hann er að eldast og veikjast." Þórarinn þekkir til fólks sem hefur sprautað sig reglulega allt frá árinu 1980, þótt svo langur tími sé fátíður.Sumir komnir yfir sextugt Þór Gíslason, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar, tekur undir áhyggjur Þórarins. „Meginþorri þessa hóps er á bilinu 35 til 45 ára. Og það er í raun undarlegt hversu margir eru enn eldri, á bilinu 45 til 55 ára. Svo tínast til okkar einstaklingar sem eru komnir yfir sextugt," segir hann. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur á smitsjúkdómadeild LSH, segir þetta rétt þótt hópurinn sé vissulega mjög breiður með tilliti til aldursdreifingar. „Þetta er áhyggjuefni og flækir málin þegar fólk er með mörg önnur heilsufarsvandamál í farteskinu," segir hann.350 sprautufíklar árlega á Vog Mjög erfitt er að festa hendur á nákvæman fjölda virkra sprautufíkla á landinu. Tæplega 1.800 einstaklingar hafa sótt meðferð á Vogi vegna sprautufíknar frá árinu 1991 en að jafnaði koma þangað um 350 sprautufíklar ár hvert. Forsvarsmenn meðferðarheimilisins telja að um 500 til 700 sprautufíklar séu á landinu, eins og áður sagði, sem nota efnin þó mismikið. Sjúkrabíllinn Frú Ragnheiður hefur þjónustað 262 sprautufíkla síðan í byrjun árs 2011. Í öllum tilvikum er um að ræða mjög virka fíkla. Þór Gíslason, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar, telur að fjöldi þeirra sem notar sprautur daglega sé á bilinu 230 til 250. Hópurinn sem sprautar sig sjaldnar sé svo mun stærri.Erfitt að nota úti á landi Að sögn Þórs er alvarleg sprautufíkn mestmegnis bundin við Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. „Við höfum heyrt af hópum sem eru að sprauta sig í Hafnarfirði, útjaðri Reykjavíkur og á Akureyri," segir hann. „En þegar þú ert í svona mikilli neyslu þá er þér ekki vært í smærri samfélögum. Í borgarsamfélaginu eru fleiri úrræði, betra að fela sig og meira framboð á efnum. Fólk er ekki eins opinbert þar og í smærri bæjum."
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira