Innlent

Birna Ketilsdóttir Schram tíundi kveninspector scholae

Á myndinni eru f.v. Ólafur Kári, Aldís Mjöll, Birna Ketilsdóttir, Rakel Björk og Jón Ingvar. Ný stjórn Skólafélags Menntaskólans í Reykjavík.
Á myndinni eru f.v. Ólafur Kári, Aldís Mjöll, Birna Ketilsdóttir, Rakel Björk og Jón Ingvar. Ný stjórn Skólafélags Menntaskólans í Reykjavík.
Ný stjórn Skólafélags Menntaskólans í Reykjavík tók við í dag en Birna Ketilsdóttir Schram er inspector scholae. Hún er tíunda stúlkan til að gegna því embætti í meira en hundrað ára sögu skólans.

Birna tók við af Hörn Heiðarsdóttur en þetta er í annað skipti sem tvær stúlkur gegna embættinu í röð samkvæmt tilkynningu frá skólanum. Einnig er það í annað skiptið sem stelpur gegna æðstu embættum skólans á sama tíma en Lilja Dögg Gísladóttir tók við embætti forseta Framtíðarinnar á aðalfundi málfundafélagsins í gær. Kosið var í embættin í lok mars.

Í stjórn Skólafélags MR eru auk Birnu Rakel Björk Björnsdóttir, scriba scholaris, Aldís Mjöll Geirsdóttir, questor scholaris, Jón Ingvar Þorgeirsson, collega og Ólafur Kári Ragnarsson collega.

Það var mikið um að vera í MR í dag því þá dimmiteruðu einnig 6. bekkingar skólans en stúdentsprófin eru nýhafin. Aðrir bekkir byrja í prófum í næstu viku. Brautskráning verður 31. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×