Full ástæða til þess að hafa áhyggjur af aukinni svifryksmengun Ingveldur Geirsdóttir skrifar 24. apríl 2013 18:39 Loftgæði á Íslandi eru almennt nokkuð góð en full ástæða er til að hafa áhyggjur af aukinni svifryksmengun í þéttbýli. Ný skýrsla um loftgæði og heilsufar á Íslandi var kynnt í dag. Andrúmsloft utandyra á Íslandi er almennt hreint og lítt mengað, þótt töluverður munur geti verið á þéttbýli og dreifbýli og aðstæðum hverju sinni. Álag hefur hins vegar aukist vegna meiri umferðar, aukins iðnaðar og framkvæmda ýmiss konar, segir í skýrslunni sem var kynnt á málþingi um loftgæði og lýðheilsu á Nauthóli í dag. Sigurður Þór Sigurðarsson lungnalæknir og lýðheilsufræðingur sat í skýrsluhópnum, hann segir að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af svifryksmengun í þéttbýli en mesta mengunin mælist í miðbæ Reykjavíkur. „Hvað er það helst sem þarf að hafa áhyggjur af?“ „Það er svifrykið og þau efni sem eru í því eins og köfnunarefnissambönd ýmiskonar og brennisteinssambönd, óson og fleira. Þessi efni hafa tengsl við lungnasjúkdóma og ýmis önnur heilsufarsvandamál, hjarta og æðasjúkdóma til að mynda, meðal nýlegar íslenskar rannsóknir sem sýna fram á það,“ segir sigurður Þór. Einstaklingar eru misnæmir fyrir loftmengun og eru börn viðkvæmari fyrir henni en fullorðnir en loftmengun er talin geta haft skaðleg áhrif á lungnaþroska barna. Á Íslandi hafa heilsufarsleg áhrif loftmengunar lítt verið rannsökuð en eftirliti með loftgæðum hefur eflst með árunum. Ástand innilofts er þó ekki jafn vel þekkt og gæði útilofts. „Í skýrslunni sem við vorum að gefa um fjöllum við líka um inniloft og þær áhyggjur sem við höfum af því t.d myglusveppamengun og fleiru. Inniloftið er eitthvað sem þarf að athuga líka,“ segir Sigurður. Í skýrslunni eru lagðar fram ítarlegar tillögur um hvernig má bæta loftgæðin. Helsta tillagan er að sett verði á stofn loftgæðaeftirlit svo betur megi fylgjast með loftgæðum og bæta úr þeim eins og þurfa þykir. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Loftgæði á Íslandi eru almennt nokkuð góð en full ástæða er til að hafa áhyggjur af aukinni svifryksmengun í þéttbýli. Ný skýrsla um loftgæði og heilsufar á Íslandi var kynnt í dag. Andrúmsloft utandyra á Íslandi er almennt hreint og lítt mengað, þótt töluverður munur geti verið á þéttbýli og dreifbýli og aðstæðum hverju sinni. Álag hefur hins vegar aukist vegna meiri umferðar, aukins iðnaðar og framkvæmda ýmiss konar, segir í skýrslunni sem var kynnt á málþingi um loftgæði og lýðheilsu á Nauthóli í dag. Sigurður Þór Sigurðarsson lungnalæknir og lýðheilsufræðingur sat í skýrsluhópnum, hann segir að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af svifryksmengun í þéttbýli en mesta mengunin mælist í miðbæ Reykjavíkur. „Hvað er það helst sem þarf að hafa áhyggjur af?“ „Það er svifrykið og þau efni sem eru í því eins og köfnunarefnissambönd ýmiskonar og brennisteinssambönd, óson og fleira. Þessi efni hafa tengsl við lungnasjúkdóma og ýmis önnur heilsufarsvandamál, hjarta og æðasjúkdóma til að mynda, meðal nýlegar íslenskar rannsóknir sem sýna fram á það,“ segir sigurður Þór. Einstaklingar eru misnæmir fyrir loftmengun og eru börn viðkvæmari fyrir henni en fullorðnir en loftmengun er talin geta haft skaðleg áhrif á lungnaþroska barna. Á Íslandi hafa heilsufarsleg áhrif loftmengunar lítt verið rannsökuð en eftirliti með loftgæðum hefur eflst með árunum. Ástand innilofts er þó ekki jafn vel þekkt og gæði útilofts. „Í skýrslunni sem við vorum að gefa um fjöllum við líka um inniloft og þær áhyggjur sem við höfum af því t.d myglusveppamengun og fleiru. Inniloftið er eitthvað sem þarf að athuga líka,“ segir Sigurður. Í skýrslunni eru lagðar fram ítarlegar tillögur um hvernig má bæta loftgæðin. Helsta tillagan er að sett verði á stofn loftgæðaeftirlit svo betur megi fylgjast með loftgæðum og bæta úr þeim eins og þurfa þykir.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira