Frá sjónarhóli læknanema Elías Sæbjörn Eyþórsson skrifar 30. mars 2013 08:00 Undanfarna mánuði hefur átt sér stað umræða um óánægju unglækna og læknakandidata á Landspítalanum með álag og launamál. Sú óánægja hefur meðal annars komið fram í uppsögnum tuttugu unglækna sem hafa sagt starfi sínu lausu í stað þess að vinna við þær aðstæður sem þeim eru boðnar. Ég vil gera grein fyrir aðstæðum frá mínum sjónarhóli. Ég er læknanemi og mun ljúka mínu fjórða námsári nú í vor. Skiptingin á náminu er þannig að fyrstu þrjú námsárin eru bókleg og aðallega er kennt í kennslustofum en síðari þrjú árin eru verkleg og er kennt á Landspítalanum og heilsugæslustöðvum. Mín fyrstu kynni af spítalanum voru því í haust þegar ég mætti í mína fyrstu viku af verklegu námi. Ég byrjaði strax að fylgjast náið með unglæknunum og læknakandidötunum. Það var eins og að fá að gægjast þrjú ár inn í framtíðina. Ég var gífurlega forvitinn um hvernig líf mitt myndi verða fyrstu árin eftir að námi mínu lyki. Það sem sló mig fyrst var hvað þau voru með allt á hreinu. Það skipti ekki máli hvað ég spurði mikið og ýtarlega, ég fékk alltaf greinargott svar og góða kennslu. Sérfræðingar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, aðstandendur og sjúklingar komu í röðum og fengu svör við sínum spurningum eins og ekkert væri auðveldara. Þau vissu hvar allt var og hvernig allt virkaði. Þau voru ofurmenni. Ég var stoltur af því að ég myndi einn daginn gegna svo ábyrgðarmiklu hlutverki og vonaðist til að geta staðið mig eins vel.Aldrei í matsalnum En svo liðu vikurnar og mánuðirnir og ég fór að taka eftir fleiri hlutum. Ég tók eftir því að unglæknar voru aldrei í matsalnum heldur borðuðu matinn sinn við tölvurnar. Ég tók eftir því að þegar vaktinni lauk og ég fór heim, þá sátu unglæknarnir eftir og héldu áfram vinnu. Ég tók eftir baugunum og svefnleysinu. Ég tók eftir því að unglæknar áttu oft að vera á þremur stöðum í einu til að sinna þeim skyldum sem þeir áttu að gegna. Fólk sem ég hafði gert ráð fyrir að væru vinnualkar og sátt við sitt hlutskipti reyndist vera foreldrar sem þráðu ekkert meira en að vera heima með börnunum sínum. Þau voru ekki ofurmenni. Þau voru venjulegt, duglegt fólk undir gífurlegu álagi. Við stoltið blandaðist kvíði. Hvernig getur venjulegt fólk unnið undir svona miklu álagi? Ég er ekki læknir. Ég hef ekki kynnt mér kjarasamninga lækna og veit ekki hvað þeir eru með í laun. Ég get engu svarað um það hvort laun unglækna séu sanngjörn eða ekki. Ég get hins vegar fullyrt að unglæknar eru undir ótrúlegu álagi. Það er óhrekjanleg staðreynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur átt sér stað umræða um óánægju unglækna og læknakandidata á Landspítalanum með álag og launamál. Sú óánægja hefur meðal annars komið fram í uppsögnum tuttugu unglækna sem hafa sagt starfi sínu lausu í stað þess að vinna við þær aðstæður sem þeim eru boðnar. Ég vil gera grein fyrir aðstæðum frá mínum sjónarhóli. Ég er læknanemi og mun ljúka mínu fjórða námsári nú í vor. Skiptingin á náminu er þannig að fyrstu þrjú námsárin eru bókleg og aðallega er kennt í kennslustofum en síðari þrjú árin eru verkleg og er kennt á Landspítalanum og heilsugæslustöðvum. Mín fyrstu kynni af spítalanum voru því í haust þegar ég mætti í mína fyrstu viku af verklegu námi. Ég byrjaði strax að fylgjast náið með unglæknunum og læknakandidötunum. Það var eins og að fá að gægjast þrjú ár inn í framtíðina. Ég var gífurlega forvitinn um hvernig líf mitt myndi verða fyrstu árin eftir að námi mínu lyki. Það sem sló mig fyrst var hvað þau voru með allt á hreinu. Það skipti ekki máli hvað ég spurði mikið og ýtarlega, ég fékk alltaf greinargott svar og góða kennslu. Sérfræðingar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, aðstandendur og sjúklingar komu í röðum og fengu svör við sínum spurningum eins og ekkert væri auðveldara. Þau vissu hvar allt var og hvernig allt virkaði. Þau voru ofurmenni. Ég var stoltur af því að ég myndi einn daginn gegna svo ábyrgðarmiklu hlutverki og vonaðist til að geta staðið mig eins vel.Aldrei í matsalnum En svo liðu vikurnar og mánuðirnir og ég fór að taka eftir fleiri hlutum. Ég tók eftir því að unglæknar voru aldrei í matsalnum heldur borðuðu matinn sinn við tölvurnar. Ég tók eftir því að þegar vaktinni lauk og ég fór heim, þá sátu unglæknarnir eftir og héldu áfram vinnu. Ég tók eftir baugunum og svefnleysinu. Ég tók eftir því að unglæknar áttu oft að vera á þremur stöðum í einu til að sinna þeim skyldum sem þeir áttu að gegna. Fólk sem ég hafði gert ráð fyrir að væru vinnualkar og sátt við sitt hlutskipti reyndist vera foreldrar sem þráðu ekkert meira en að vera heima með börnunum sínum. Þau voru ekki ofurmenni. Þau voru venjulegt, duglegt fólk undir gífurlegu álagi. Við stoltið blandaðist kvíði. Hvernig getur venjulegt fólk unnið undir svona miklu álagi? Ég er ekki læknir. Ég hef ekki kynnt mér kjarasamninga lækna og veit ekki hvað þeir eru með í laun. Ég get engu svarað um það hvort laun unglækna séu sanngjörn eða ekki. Ég get hins vegar fullyrt að unglæknar eru undir ótrúlegu álagi. Það er óhrekjanleg staðreynd.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun