Innlent

Villas-Boas: Ásættanlegt tímabil ef við náum Meistaradeildarsæti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andre Villas-Boas
Andre Villas-Boas Mynd. / Getty Images
Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, vill meina að tímabilið verði ásættanlegt ef félagið nær að tryggja sér Meistaradeildarsæti en liðin sem hafna í þriðja og fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar fara í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Liðið hefur verið í kringum þetta fjórða og mikilvæga sæti í deildinni stóran hluta af tímabilinu en stjórinn telur að strákarnir þurfi nú að setja í annan gír til að tryggja sætið.

„Það hefur alltaf verið okkar aðalmarkmið að komast í Meistaradeild Evrópu. Liðið hefur lært mikið á þessu tímabili og við erum alltaf að stíga ákveðin skref í áttina á því að verða stórveldi á Evrópskum mælikvarða."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×