Sigmundur Davíð: Ný fjárlög lýsa upphafi sóknar Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. október 2013 20:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Mynd/Valli Íslandssagan í meira en 1100 ár sýnir að þegar við Íslendingar höfum trú á landinu okkar og okkur sjálfum og þegar okkur auðnast að standa saman en látum ekki sundrung og niðurrifsöfl draga úr okkur þrótt, þá farnast okkur vel,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Sigmundur kom víða við í ræðu sinni og greindi frá þeim verkefnum sem ríkisstjórn hans ætlar að ráðast í á kjörtímabilinu. Hann segir að ný fjárlög lýsi upphafi sóknar. „Þau boða lækkandi skuldir um leið og hafist er handa við endurreisn grunnstoðanna, heilbrigðisþjónustu og annarra velferðarmála. Álögur á millitekjufólk og lágtekjufólk eru minnkaðar og fyrri skerðingar á kjörum eldri borgara og öryrkja afnumdar. Grunnur er lagður að vexti, fjárfestingu, atvinnusköpun og kjarabótum.“Skuldaleiðrétting mun ekki leysa vanda allra Forsætisráðherra fjallaði einnig um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána sem var eitt helsta kosningaloforð Framsóknarflokksins fyrir kosningar. Sigmundur segir að starf sérfræðingahóps gangi vel. „Ljóst er að aðgerðirnar og tengdar grundvallarbreytingar á íslenskum fjármálamarkaði, meðal annars breyting úr verðtryggðu kerfi yfir í óverðtryggt og endurskoðun húsnæðiskerfisins fela í sér einhverjar umfangsmestu umbætur sem ráðist hefur verið í á Íslandi um áratuga skeið. Slíkar breytingar taka óhjákvæmilega tíma, og þær geta orðið umdeildar, en mikilvægt er að hafa hugfast að þetta eru nauðsynlegar aðgerðir til að koma á heilbrigðu fjármálakerfi og bæta hag landsmanna. Almenn skuldaleiðrétting mun ekki leysa vanda allra. Þess vegna var nauðsynlegt að huga að fleiri úrræðum og að því hvernig mætti byggja upp húsnæðiskerfi, sem nýtist öllum þótt aðstæður fólks séu ólíkar.“Sjávarútvegur skilar meiri tekjum en nokkru sinni fyrr „Sjávarútvegur mun þegar allt er talið skila ríkissjóði meiri tekjum en nokkru sinni fyrr. Gagnstætt því sem ráða mátti af háværri og villandi umræðu á sumarþinginu er gert ráð fyrir að veiðigjöld skili u.þ.b. jafnmiklum tekjum á yfirstandandi fiskveiðiári og því síðasta. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun leggja fram frumvörp um breytingar á fiskveiðistjórnun og gjaldtöku af sjávarútvegi sem saman eiga að tryggja samfélaginu hámarksávinning af greininni,“ sagði Sigmundur. Hann benti einnig á að á Ísland hefði tekist að gera sjávarútveg í senn að arðbærri og umhverfisvænni grein á meðan sjávarútvegur í mörgum Evrópulöndum væri háður ríkisstyrkjum.Vandi heilbrigðiskerfisins hverfur ekki á einni nóttu Mikið hefur verið fjallað um stöðu Landspítalans að undanförnu og segir Sigmundur að heilbrigðiskerfið láti á sjá eftir ítrekaðan niðurskurð á síðustu árum. Niðurskurðinum sé nú lokið en ljóst að breytinga sé þörf til að íslenskt heilbrigðiskerfi geti verið samkeppnishæft við nágrannalöndin. „Vandi heilbrigðiskerfisins hverfur ekki á einni nóttu. Til að ná þeim markmiðum, sem við erum sammála um að séu nauðsynleg, þarf mikla vinnu, fjármagn og samstöðu á næstu árum um að forgangsraða í þágu heilbrigðisþjónustunnar. Ekki er annað að heyra á þingmönnum stjórnarandstöðunnar en að þeir séu tilbúnir til að styðja slíka forgangsröðun í fjárlagavinnunni sem nú er að hefjast, hvað sem líður forgangsröðun undanfarinna ára. Þingmenn meirihlutans geta því vænst stuðnings stjórnarandstöðu við slíkar tillögur.“Nýti tækifærin á norðurslóðum Forsætisráðherra telur mikilvægt að ríkjisstjórnin leggi áherslu á að nýta þau tækifæri sem skapast vegnar þróunarinnar á norðurslóðum. Sigmundur segir að ekkert ríki eigi meira undir farsælli þróun þessara mála en Ísland. Norðurslóðamál eru lykilatriði í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. „Þróun þeirra mála sem heyra undir norðurslóðamál hefur líka verið hraðari en flesta óraði fyrir. Enn berast jákvæðar vísbendingar um hugsanlegar olíu- og gaslindir á Drekasvæðinu og siglingaleiðin yfir norðurskautið opnast svo hratt að Kínverjar stefna nú að því að eftir aðeins 7 ár fari hátt í 20% af vöruflutningum þeirra til Vesturlanda um norðurskautið. Eitt af stærstu hafnarfyrirtækjum Evrópu, Bremenhafnir, hyggst nú hefja umfangsmiklar rannsóknir til að meta hvort Ísland sé ákjósanlegur staður fyrir nýja heimshöfn. Til að hægt verði að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem birtast okkur í öllum landshlutum er mikilvægt að styrkja innviði um allt land. Heilbrigðisþjónustu, skólahald og aðra opinbera þjónustu, fjarskipti, raforkuflutning og samgöngur. Að því mun ríkisstjórnin vinna allt þetta kjörtímabil.“ Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Íslandssagan í meira en 1100 ár sýnir að þegar við Íslendingar höfum trú á landinu okkar og okkur sjálfum og þegar okkur auðnast að standa saman en látum ekki sundrung og niðurrifsöfl draga úr okkur þrótt, þá farnast okkur vel,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Sigmundur kom víða við í ræðu sinni og greindi frá þeim verkefnum sem ríkisstjórn hans ætlar að ráðast í á kjörtímabilinu. Hann segir að ný fjárlög lýsi upphafi sóknar. „Þau boða lækkandi skuldir um leið og hafist er handa við endurreisn grunnstoðanna, heilbrigðisþjónustu og annarra velferðarmála. Álögur á millitekjufólk og lágtekjufólk eru minnkaðar og fyrri skerðingar á kjörum eldri borgara og öryrkja afnumdar. Grunnur er lagður að vexti, fjárfestingu, atvinnusköpun og kjarabótum.“Skuldaleiðrétting mun ekki leysa vanda allra Forsætisráðherra fjallaði einnig um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána sem var eitt helsta kosningaloforð Framsóknarflokksins fyrir kosningar. Sigmundur segir að starf sérfræðingahóps gangi vel. „Ljóst er að aðgerðirnar og tengdar grundvallarbreytingar á íslenskum fjármálamarkaði, meðal annars breyting úr verðtryggðu kerfi yfir í óverðtryggt og endurskoðun húsnæðiskerfisins fela í sér einhverjar umfangsmestu umbætur sem ráðist hefur verið í á Íslandi um áratuga skeið. Slíkar breytingar taka óhjákvæmilega tíma, og þær geta orðið umdeildar, en mikilvægt er að hafa hugfast að þetta eru nauðsynlegar aðgerðir til að koma á heilbrigðu fjármálakerfi og bæta hag landsmanna. Almenn skuldaleiðrétting mun ekki leysa vanda allra. Þess vegna var nauðsynlegt að huga að fleiri úrræðum og að því hvernig mætti byggja upp húsnæðiskerfi, sem nýtist öllum þótt aðstæður fólks séu ólíkar.“Sjávarútvegur skilar meiri tekjum en nokkru sinni fyrr „Sjávarútvegur mun þegar allt er talið skila ríkissjóði meiri tekjum en nokkru sinni fyrr. Gagnstætt því sem ráða mátti af háværri og villandi umræðu á sumarþinginu er gert ráð fyrir að veiðigjöld skili u.þ.b. jafnmiklum tekjum á yfirstandandi fiskveiðiári og því síðasta. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun leggja fram frumvörp um breytingar á fiskveiðistjórnun og gjaldtöku af sjávarútvegi sem saman eiga að tryggja samfélaginu hámarksávinning af greininni,“ sagði Sigmundur. Hann benti einnig á að á Ísland hefði tekist að gera sjávarútveg í senn að arðbærri og umhverfisvænni grein á meðan sjávarútvegur í mörgum Evrópulöndum væri háður ríkisstyrkjum.Vandi heilbrigðiskerfisins hverfur ekki á einni nóttu Mikið hefur verið fjallað um stöðu Landspítalans að undanförnu og segir Sigmundur að heilbrigðiskerfið láti á sjá eftir ítrekaðan niðurskurð á síðustu árum. Niðurskurðinum sé nú lokið en ljóst að breytinga sé þörf til að íslenskt heilbrigðiskerfi geti verið samkeppnishæft við nágrannalöndin. „Vandi heilbrigðiskerfisins hverfur ekki á einni nóttu. Til að ná þeim markmiðum, sem við erum sammála um að séu nauðsynleg, þarf mikla vinnu, fjármagn og samstöðu á næstu árum um að forgangsraða í þágu heilbrigðisþjónustunnar. Ekki er annað að heyra á þingmönnum stjórnarandstöðunnar en að þeir séu tilbúnir til að styðja slíka forgangsröðun í fjárlagavinnunni sem nú er að hefjast, hvað sem líður forgangsröðun undanfarinna ára. Þingmenn meirihlutans geta því vænst stuðnings stjórnarandstöðu við slíkar tillögur.“Nýti tækifærin á norðurslóðum Forsætisráðherra telur mikilvægt að ríkjisstjórnin leggi áherslu á að nýta þau tækifæri sem skapast vegnar þróunarinnar á norðurslóðum. Sigmundur segir að ekkert ríki eigi meira undir farsælli þróun þessara mála en Ísland. Norðurslóðamál eru lykilatriði í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. „Þróun þeirra mála sem heyra undir norðurslóðamál hefur líka verið hraðari en flesta óraði fyrir. Enn berast jákvæðar vísbendingar um hugsanlegar olíu- og gaslindir á Drekasvæðinu og siglingaleiðin yfir norðurskautið opnast svo hratt að Kínverjar stefna nú að því að eftir aðeins 7 ár fari hátt í 20% af vöruflutningum þeirra til Vesturlanda um norðurskautið. Eitt af stærstu hafnarfyrirtækjum Evrópu, Bremenhafnir, hyggst nú hefja umfangsmiklar rannsóknir til að meta hvort Ísland sé ákjósanlegur staður fyrir nýja heimshöfn. Til að hægt verði að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem birtast okkur í öllum landshlutum er mikilvægt að styrkja innviði um allt land. Heilbrigðisþjónustu, skólahald og aðra opinbera þjónustu, fjarskipti, raforkuflutning og samgöngur. Að því mun ríkisstjórnin vinna allt þetta kjörtímabil.“
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira