Lífið

Heimilislausir ráðnir af Depp

Leikarinn fékk heimilislaust fólk til að leika í mynd sinni.
Leikarinn fékk heimilislaust fólk til að leika í mynd sinni.

Johnny Depp hefur fengið heimilislaust fólk til að leika í sinni nýjustu mynd, Trancendence.

Hinn 49 ára leikari sannfærði þann sem skipaði leikara í myndina um að ráða tvær heimilislausar manneskjur sem aukaleikara eftir að hann sá þær á ferli í Albuquerque í Nýju-Mexíkó. „Johnny vill alltaf hjálpa til á tökustað,“ sagði heimildarmaður götublaðsins The Sun.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Depp gefur heimilislausum gaum því árið 2011 keypti hann hatt af einum slíkum og bætti þar með við hattasafn sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.