Innlent

Snákur fannst í flugvél Qantas

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Snákurinn var af gerðinni Mandarin Rat Snake.
Snákurinn var af gerðinni Mandarin Rat Snake.
Fella þurfti niður flug flugfélagsins Qantas frá Syndney til Tókýó í nótt eftir að lítill snákur fannst í farþegarými vélarinnar skömmu fyrir brottför.

Starfsfólk kom auga á snákinn, en hann var sagður um 20 sentimetra langur og af gerðinni Mandarin Rat Snake. Var farþegum komið fyrir á hóteli þar sem kanna þurfti hvort fleiri snákar væru um borð.

Talið er að snákurinn hafi komist um borð í vélina með fluginu deginum áður frá Singapore en hann er ekki talinn hættulegur mönnum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem snákur raskar flugi Qantas en í janúar á þessu ári fannst þriggja metra langur snákur á væng flugvélar frá félaginu á leið frá Ástralíu til Papúa Nýju-Gíneu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×