Hjarta heilbrigðiskerfisins Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 30. september 2013 09:15 Landspítalinn er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Mikið álag er á starfsfólkinu enda hafa rekstrargjöldin lækkað frá hruni úr um 50 milljörðum króna árið 2008 í um 40 milljarða 2012. Laun eru stærsti útgjaldaliður spítalans, sem þýðir að færra starfsfólk ber uppi þjónustuna. Samt eru 95% sjúklinganna ánægð með þjónustuna og traust á stofnuninni er með því mesta sem gerist enda vinnur starfsfólkið að því sameiginlega markmiði að tryggja öryggi og vellíðan sjúklinga.Blikur á lofti! Það gengur ágætlega að manna flestar deildir sjúkrahússins með sérfræðingum en nú eru blikur á lofi. Starfsfólkið er orðið langeygt eftir bættum kjörum. Starfsaðstæður skipta máli ekki síður en launin. Margir af þeim sérfræðingum sem snúa heim að loknu námi kunna vart á þau tæki sem notuð eru á Landspítalanum því þeir lærðu á nýrri tækjakost. Æ fleiri setja þetta fyrir sig. Á þessu ári og tveimur næstu á að verja einum milljarði árlega í tækjakaup. En gömlu byggingarnar henta illa fyrir nýjasta tækjakostinn.Húsakosturinn Landspítalinn er á sextán stöðum í um 100 húsum. Óhagræðið er augljóst og stjórnendur sjúkrahússins leggja áherslu á að nálægð milli deilda auki öryggi sjúklinga. Gamla Landspítalabyggingin var byggð árið 1930 og flestar hinna bygginganna fyrir 1970. Það segir sig sjálft að þær voru ekki hannaðar fyrir nútíma sjúkrahúsrekstur. Þjóðin er að eldast og því mun álag á spítalann aukast mjög á næstu árum. Endurnýjun á húsakosti sjúkrahússins er mikilvæg til að mæta nútímatækni og þörfum. Sjúkrahúsið er hjarta heilbrigðiskerfisins sem styður alla aðra heilbrigðisþjónustu í landinu. Framkvæmdin kostar um 60 milljarða eða um 150% af rekstrarkostnaði sjúkrahússins á ári. Hún sparar einnig tæpa þrjá milljarða í rekstri árlega með sameiningu starfseminnar á einn stað. Sýnum sama stórhug og þegar fyrstu byggingar spítalans risu á erfiðum tímum um 1930. Stöndum við áform fyrri ríkisstjórnar, verjum heilbrigðiskerfið okkar og byggjum upp nútíma húsakost fyrir Landspítalann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Landspítalinn er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Mikið álag er á starfsfólkinu enda hafa rekstrargjöldin lækkað frá hruni úr um 50 milljörðum króna árið 2008 í um 40 milljarða 2012. Laun eru stærsti útgjaldaliður spítalans, sem þýðir að færra starfsfólk ber uppi þjónustuna. Samt eru 95% sjúklinganna ánægð með þjónustuna og traust á stofnuninni er með því mesta sem gerist enda vinnur starfsfólkið að því sameiginlega markmiði að tryggja öryggi og vellíðan sjúklinga.Blikur á lofti! Það gengur ágætlega að manna flestar deildir sjúkrahússins með sérfræðingum en nú eru blikur á lofi. Starfsfólkið er orðið langeygt eftir bættum kjörum. Starfsaðstæður skipta máli ekki síður en launin. Margir af þeim sérfræðingum sem snúa heim að loknu námi kunna vart á þau tæki sem notuð eru á Landspítalanum því þeir lærðu á nýrri tækjakost. Æ fleiri setja þetta fyrir sig. Á þessu ári og tveimur næstu á að verja einum milljarði árlega í tækjakaup. En gömlu byggingarnar henta illa fyrir nýjasta tækjakostinn.Húsakosturinn Landspítalinn er á sextán stöðum í um 100 húsum. Óhagræðið er augljóst og stjórnendur sjúkrahússins leggja áherslu á að nálægð milli deilda auki öryggi sjúklinga. Gamla Landspítalabyggingin var byggð árið 1930 og flestar hinna bygginganna fyrir 1970. Það segir sig sjálft að þær voru ekki hannaðar fyrir nútíma sjúkrahúsrekstur. Þjóðin er að eldast og því mun álag á spítalann aukast mjög á næstu árum. Endurnýjun á húsakosti sjúkrahússins er mikilvæg til að mæta nútímatækni og þörfum. Sjúkrahúsið er hjarta heilbrigðiskerfisins sem styður alla aðra heilbrigðisþjónustu í landinu. Framkvæmdin kostar um 60 milljarða eða um 150% af rekstrarkostnaði sjúkrahússins á ári. Hún sparar einnig tæpa þrjá milljarða í rekstri árlega með sameiningu starfseminnar á einn stað. Sýnum sama stórhug og þegar fyrstu byggingar spítalans risu á erfiðum tímum um 1930. Stöndum við áform fyrri ríkisstjórnar, verjum heilbrigðiskerfið okkar og byggjum upp nútíma húsakost fyrir Landspítalann.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun