Innlent

Gjaldtaka hefur áhrif á fjölda ferðamanna

Gissur Sigurðsson skrifar
Aldís bæjarstjóri í Hveragerði mælir ekki gæði ferðamennsku út frá fjölda ferðamanna heldur út frá því hversu mikið þeir skilja eftir sig.
Aldís bæjarstjóri í Hveragerði mælir ekki gæði ferðamennsku út frá fjölda ferðamanna heldur út frá því hversu mikið þeir skilja eftir sig.
Gestum á hverasvæðinu í Hveragerði fækkaði um helming, eða um tíu þúsund, eftir að gjaldtaka hófst þar. Gjaldið er þó aðeins 200 krónur, en hugmyndir um gjaldtöku við Geysi gera ráð fyrir mun hærra gjaldi, þótt ákveðin tala hafi ekki verið nefnd.Þrátt fyrir þennan samdrátt er bæjarstjórinn í Hveragerði, Aldís Hafsteinsdóttir, nokkuð ánægð með þessa útkomu og telur gjaldtökuna réttlætanlega:„Hugsanlega hafa ferðaskrifstofur eitthvað fækkað komum sínum, en hinn almenni ferðamaður setur þetta ekki fyrir sig.“Hvernig er það mælt?„Við sjáum það bara þegar gestir koma. Þá borga þeir án þess að hverfa frá. Ef fólk myndi setja 200 krónurnar fyrir sig myndi það einfaldlega bara hverfa frá. Fólk er ekki að gera það.“Samt sem áður er helmings fækkun staðreynd?„Já, það er svo. En við lítum ekki endilega á það sem einhverja katastrófu. Langt því frá. Þessir sem komu skilja nú eftir sig tekjur sem þeir gerðu ekki áður. Og við mælum ekki gæði ferðamennsku endilega út frá fjölda ferðamanna heldur út frá því hversu mikið þeir skilja eftir sig,“ segir Aldís.Við Kerið í Grímsnesi eru ferðamenn rukkaðir um 350 krónur en þar liggja ekki fyrir tölur um gesti áður en gjaldtakan hófst. Ekki liggur fyrir hve margir  hafa greitt aðgangseyri að Kerinu, en Óskar Magnússon, talsmaður félagsins sem á Kerið, segir að tekjur umfram kostnað séu nú þegar farnar að standa undir ýmsum úrbótum á svæðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.