Erlent

Láta af mestu ritskoðuninni

Talsmaður málfrelsis (t.v.) rífst við stuðningsmann Kínastjórnar í Guangzhou í Kína.
Talsmaður málfrelsis (t.v.) rífst við stuðningsmann Kínastjórnar í Guangzhou í Kína. Fréttablaðið/AP
Ritstjórn blaðsins Suðrið vikulega í Guangzhou í Kína verður ekki refsað fyrir mótmæli sín og niðurlagningu starfa, samkvæmt samkomulagi sem náðist við yfirstjórn blaðsins í gær.

Þá fá embættismenn á áróðursdeild Kommúnistaflokksins ekki að ritskoða efni beint áður en að útgáfu kemur. Aðrar hömlur verða látnar halda sér.

„Standi þessi niðurstaða hafa kínverskir fjölmiðlar unnið smásigur,“ segir David Bandurski, sérfræðingur í kínverskum fjölmiðlum við háskólann í Hong Kong. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×