Innlent

Fjögurra bíla árekstur í Kömbunum

Frá Hellisheiðinni í kvöld. Mikið slabb er á veginum og færðin erfið.
Frá Hellisheiðinni í kvöld. Mikið slabb er á veginum og færðin erfið. Mynd/KH
Fjögurra bíla árekstur varð efst í Kömbunum á áttunda tímanum í kvöld en erfið færð er á þessum slóðum, mikið slabb og ofankoma.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi eru ekki mikil slys á fólki, en þó sé verið að skoða að senda einn til Reykjavíkur með sjúkrabíl til skoðunar. Fjölmennt lið lögreglu og sjúkraflutningamanna eru á staðnum.

Vegurinn er ekki lokaður og er bílum hleypt framhjá slysstað. Ekki er vitað hvað olli árekstrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×