Lífið

Giftu sig 75 árum eftir fyrsta kossinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
George Raynes og Carol Harris eru bæði 83ja ára og hafa þekkst síðan árið 1936. Þau léku aðalhlutverkin í Þyrnirós í barnaskóla en þátttaka þeirra í leikritinu breytti lífi þeirra.

Í leikritinu kysstust þau en George átti í raun aldrei að kyssa Carol.

"Ég var hrekkjalómur og smellti einum blautum á hana. Henni brá mikið en hún er fyrsta stelpan sem ég kyssti," segir George í samtali við CBC News.

George flutti til Toronto eftir miðskóla, kvæntist og eignaðist fjölskyldu. Hann hélt alltaf sambandi við Carol sem gifti sig aldrei. George fór aftur í heimabæ sinn í júní á þessu ári, nokkrum mánuðum eftir að eiginkona hans til 61 árs lést. Þar hitti hann Carol á ný og rómantíkin blómstraði.

"Hann stakk upp á því að við myndum eyða ævinni saman því við höfðum alltaf verið góðir vinir," segir Carol. George bað hennar á veitingastað í Ontario og hún sagði strax já. Þau giftu sig á laugardaginn.

"Það er sjaldgæft að fólk ákveði að eyða ævinni saman en þetta var eins og ævintýri," segir Carol.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.