Þarf viðhorfsbreytingu til drykkju framhaldsskólanema Brjánn Jónasson skrifar 19. nóvember 2013 06:45 Helsti áhrifaþátturinn á drykkju ungmenna er hvort vinirnir drekka. Því fleiri vinir sem drekka því líklegra er að einstaklingurinn drekki áfengi. Fréttablaðið/Daníel Góður árangur í forvarnarstarfi í grunnskólum hefur skilað góðum árangri, en vandinn er sá að aðeins hefur tekist að seinka neyslunni, segir Viðar Halldórsson, félagsfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu. „Áfengisneyslan hefur snarminnkað í grunnskólunum síðustu ár, en vandinn er sá að það er búið að seinka neyslunni þar til krakkarnir fara í framhaldsskóla,“ segir Viðar. Hann mun halda erindi um forvarnir á foreldradegi Heimilis og skóla sem haldinn verður á föstudag í Menntaskóla Borgarfjarðar. Hann segir að þeir sem unnið hafi gott forvarnarstarf í grunnskólum landsins á undanförnum árum og áratugum þurfi nú í auknum mæli að beina kröftunum að ungu fólki á framhaldsskólaaldri. „Viðhorf foreldranna breytast mikið þegar krakkarnir fara í framhaldsskóla. Þeir líta frekar svo á að það sé í lagi að drekka áfengi þegar krakkarnir eru komnir í menntaskóla,“ segir Viðar. Hann segir börnin skynja þessa viðhorsbreytingu foreldra sinna og hún hafi áhrif á þau. „Þegar þau koma í framhaldsskóla koma þau inn í nýjan veruleika þar sem þetta virðist vera í lagi.“ Hann segir þörf á viðhorfsbreytingu til ungs fólks í framhaldsskólum. „Þó krakkarnir fari í framhaldsskóla eigum við ekki að gefa okkur að allt breytist, og að þetta sé tímapunkturinn sem þetta sé orðið í lagi,“ segir Viðar. Hann segir að góður árangur hafi náðst í að seinka því að grunnskólakrakkar byrji að drekka áfengi, og nú sé verkefnið að seinka því að framhaldsskólanemar byrji að drekka. Rannsóknir sýni að því eldra sem fólk sé þegar það byrji að drekka áfengi, því minni líkur séu á því að það lendi í vandræðum með neysluna.Ekki íþróttirnar sem hafa forvarnaráhrif Rannsóknir á áhrifum íþróttaiðkunar á áfengisneyslu ungs fólks benda til þess að það sé ekki íþróttaiðkunin sem slík sem hefur forvarnargildi, heldur velti það á skipulagi íþróttastarfseminnar, segir Viðar Halldórsson, félagsfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu. Forvarnaráhrifin koma eingöngu af skipulögðu félagsstarfi þar sem hefðir, saga, reglur, þjálfarar og foreldrastarf vinna saman, segir Viðar. Hann segir að þeir sem eru í óskipulögðum íþróttum séu jafnvel líklegri en jafnaldrarnir til að neyta áfengis. Dæmi um óskipulagðar íþróttir eru ferðir á líkamsræktarstöðvar, skíðasvæði eða bara á körfuboltavöll með vinunum þar sem ekki er formleg umsjón með íþróttaiðkuninni. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Góður árangur í forvarnarstarfi í grunnskólum hefur skilað góðum árangri, en vandinn er sá að aðeins hefur tekist að seinka neyslunni, segir Viðar Halldórsson, félagsfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu. „Áfengisneyslan hefur snarminnkað í grunnskólunum síðustu ár, en vandinn er sá að það er búið að seinka neyslunni þar til krakkarnir fara í framhaldsskóla,“ segir Viðar. Hann mun halda erindi um forvarnir á foreldradegi Heimilis og skóla sem haldinn verður á föstudag í Menntaskóla Borgarfjarðar. Hann segir að þeir sem unnið hafi gott forvarnarstarf í grunnskólum landsins á undanförnum árum og áratugum þurfi nú í auknum mæli að beina kröftunum að ungu fólki á framhaldsskólaaldri. „Viðhorf foreldranna breytast mikið þegar krakkarnir fara í framhaldsskóla. Þeir líta frekar svo á að það sé í lagi að drekka áfengi þegar krakkarnir eru komnir í menntaskóla,“ segir Viðar. Hann segir börnin skynja þessa viðhorsbreytingu foreldra sinna og hún hafi áhrif á þau. „Þegar þau koma í framhaldsskóla koma þau inn í nýjan veruleika þar sem þetta virðist vera í lagi.“ Hann segir þörf á viðhorfsbreytingu til ungs fólks í framhaldsskólum. „Þó krakkarnir fari í framhaldsskóla eigum við ekki að gefa okkur að allt breytist, og að þetta sé tímapunkturinn sem þetta sé orðið í lagi,“ segir Viðar. Hann segir að góður árangur hafi náðst í að seinka því að grunnskólakrakkar byrji að drekka áfengi, og nú sé verkefnið að seinka því að framhaldsskólanemar byrji að drekka. Rannsóknir sýni að því eldra sem fólk sé þegar það byrji að drekka áfengi, því minni líkur séu á því að það lendi í vandræðum með neysluna.Ekki íþróttirnar sem hafa forvarnaráhrif Rannsóknir á áhrifum íþróttaiðkunar á áfengisneyslu ungs fólks benda til þess að það sé ekki íþróttaiðkunin sem slík sem hefur forvarnargildi, heldur velti það á skipulagi íþróttastarfseminnar, segir Viðar Halldórsson, félagsfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu. Forvarnaráhrifin koma eingöngu af skipulögðu félagsstarfi þar sem hefðir, saga, reglur, þjálfarar og foreldrastarf vinna saman, segir Viðar. Hann segir að þeir sem eru í óskipulögðum íþróttum séu jafnvel líklegri en jafnaldrarnir til að neyta áfengis. Dæmi um óskipulagðar íþróttir eru ferðir á líkamsræktarstöðvar, skíðasvæði eða bara á körfuboltavöll með vinunum þar sem ekki er formleg umsjón með íþróttaiðkuninni.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira