Innlent

Könnuðu bakgrunn tveggja mæðra barns

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Þjóðskrá þurfti að kanna áreiðanleika upplýsinga við útgáfu fæðingarvottorðs.
Þjóðskrá þurfti að kanna áreiðanleika upplýsinga við útgáfu fæðingarvottorðs. Fréttablaðið/Vilhelm
Þjóðskrá Íslands mátti leita til læknasetursins Art Medica til að staðfesta að barn sem verið var að skrá ætti í raun tvær mæður.



Tvær konur í hjónabandi eignust barn eftir tæknifrjóvgun. Við útgáfu fæðingarvottorðs leitaði Þjóðskrá staðfestingar Art Medica á því að konan sem ekki ól barnið hafi veitt samþykki fyrir því að eiginkonan færi í tæknifrjóvgun. Slíkt samþykki er forsenda þess að maki sé skráður sem foreldri barnsins.

Konan kvartaði undan vinnubrögðunum til Persónuverndar sem segir þau hins vegar í samræmi við lög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×