Íþróttamálaráðherra vonglaður í Zagreb Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2013 13:16 Illugi Gunnarsson segir gríðarlega stemmningu meðal Íslendinganna sem nú eru komnir til Króatíu. Illugi Gunnarsson íþróttamálaráðherra flaug til Zagreb í gær. Hann segir mikla stemmningu ríkja meðal Íslendinga sem mættir eru til að fylgjast með leiknum. „Það er heilmikill hugur í okkar mönnum. Maður fann það bara að um leið og við lentum í gærkvöldi. Flugvélin var varla búin að snerta flugbrautina þegar allir hrópuðu: Áfram Ísland. Það gaf til kynna hver stemmningin yrði á leiknum. Þannig að það er heilmikill hugur í öllum, Virkilega fín stemmning, það er ekki hægt að segja annað,“ segir Illugi Gunnarsson. Leikurinn er mikilvægur hvernig sem á það er litið. „Hann er einstakur í íþróttasögu okkar þjóðar. Auðvitað höfum við áður verið í merkilegum sporum, ef svo má segja, eins og til dæmis þegar íslenska handknattleikslandsliðið lék til úrslita í Peking. Síðan er það þessi leikur, sem ræður því hvort Íslandi takist að komast á heimsmeistararmótið í knattspyrnu. Við værum þá fámennasta þjóðin sem hefði unnið það afrek. Ég ætla að segja það líka að nú þegar hefur afrek verið unnið. Þetta er auðvitað stórkostlegur árangur hjá þessum drengjum og sama hver úrslitin verða núna þá getum við öll verið mjög stolt af okkar landsliði.“ En, varðandi hag íþróttahreyfingarinnar... Menn hafa talað um að þetta skipti verulegu máli fjárhagslega. Hafa menn í ráðuneytinu eitthvað skoðað það sérstaklega? „Nei, ég hef nú ekkert sest yfir það nákvæmlega, hvað það myndi þýða? Fyrst er nú þá að reyna að vinna leikinn og sjá svo hvað það þýðir. Aðalatriðið er, burtséð frá fjárhagslega þætti málsins, myndi það vekja heilmikla athygli á landi og þjóð ef okkur tækist þetta. En, vil minna á að stærsta afrekið hefur nú þegar verið unnið. Frammistaða þessa liðs í riðlakeppninni, frammistaðan í leiknum gegn Króatíu heima... auðvitað sýndi það að þarna er um afburða íþróttamenn að ræða. Svo er fjárhagshliðin annað mál en menn hafa þá tækifæri til að setjast yfir það í framhaldinu.“ Illugi er bjartsýnn fyrir leikinn. Spá? Hvernig fer leikurinn? „Ég veit það bara að við eigum möguleika. Við sáum það í leiknum heima á Íslandi að þeir stóðu af sér pressuna verandi einum færri allan seinni hálfleikinn. Ég ætla að leyfa mér að trúa því að við eigum ekkert mikið minni séns en Króatarnir. Auðvitað erum við á heimavelli þeirra. En, við þurfum bara að skora eitt mark og þá setjum við alveg gríðarlega pressu á þá. Þannig að, úr því við eigum séns og eigum von, þá er ekkert annað en láta sig hlakka til.“ Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Illugi Gunnarsson íþróttamálaráðherra flaug til Zagreb í gær. Hann segir mikla stemmningu ríkja meðal Íslendinga sem mættir eru til að fylgjast með leiknum. „Það er heilmikill hugur í okkar mönnum. Maður fann það bara að um leið og við lentum í gærkvöldi. Flugvélin var varla búin að snerta flugbrautina þegar allir hrópuðu: Áfram Ísland. Það gaf til kynna hver stemmningin yrði á leiknum. Þannig að það er heilmikill hugur í öllum, Virkilega fín stemmning, það er ekki hægt að segja annað,“ segir Illugi Gunnarsson. Leikurinn er mikilvægur hvernig sem á það er litið. „Hann er einstakur í íþróttasögu okkar þjóðar. Auðvitað höfum við áður verið í merkilegum sporum, ef svo má segja, eins og til dæmis þegar íslenska handknattleikslandsliðið lék til úrslita í Peking. Síðan er það þessi leikur, sem ræður því hvort Íslandi takist að komast á heimsmeistararmótið í knattspyrnu. Við værum þá fámennasta þjóðin sem hefði unnið það afrek. Ég ætla að segja það líka að nú þegar hefur afrek verið unnið. Þetta er auðvitað stórkostlegur árangur hjá þessum drengjum og sama hver úrslitin verða núna þá getum við öll verið mjög stolt af okkar landsliði.“ En, varðandi hag íþróttahreyfingarinnar... Menn hafa talað um að þetta skipti verulegu máli fjárhagslega. Hafa menn í ráðuneytinu eitthvað skoðað það sérstaklega? „Nei, ég hef nú ekkert sest yfir það nákvæmlega, hvað það myndi þýða? Fyrst er nú þá að reyna að vinna leikinn og sjá svo hvað það þýðir. Aðalatriðið er, burtséð frá fjárhagslega þætti málsins, myndi það vekja heilmikla athygli á landi og þjóð ef okkur tækist þetta. En, vil minna á að stærsta afrekið hefur nú þegar verið unnið. Frammistaða þessa liðs í riðlakeppninni, frammistaðan í leiknum gegn Króatíu heima... auðvitað sýndi það að þarna er um afburða íþróttamenn að ræða. Svo er fjárhagshliðin annað mál en menn hafa þá tækifæri til að setjast yfir það í framhaldinu.“ Illugi er bjartsýnn fyrir leikinn. Spá? Hvernig fer leikurinn? „Ég veit það bara að við eigum möguleika. Við sáum það í leiknum heima á Íslandi að þeir stóðu af sér pressuna verandi einum færri allan seinni hálfleikinn. Ég ætla að leyfa mér að trúa því að við eigum ekkert mikið minni séns en Króatarnir. Auðvitað erum við á heimavelli þeirra. En, við þurfum bara að skora eitt mark og þá setjum við alveg gríðarlega pressu á þá. Þannig að, úr því við eigum séns og eigum von, þá er ekkert annað en láta sig hlakka til.“
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira