Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, fékk heldur óblíðar móttökur þegar er hann mætti á Old Trafford á stórleik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á mánudagskvöldið.
Þegar stjórinn gekk í áttina að vellinum fékk hann ófögur orð yfir sig og einnig byrjuðu aðdáendur Manchester United að kasta allskyns hlutum í áttina að Pellegrini.
Öryggisverðir á vellinum voru fljótir að átta sig og komu stjóranum inn á völlinn án vandræða.
Pellegrini grýttur á Old Trafford
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið









Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum
Íslenski boltinn

„Búnir að vera á smá hrakhólum“
Íslenski boltinn