Til skoðunar að reisa fleiri vindmyllur 28. ágúst 2013 19:04 Vindmylla við Búrfell Landsvirkjun skrifaði í dag undir samning við tvær verkfræðistofur um ráðgjafaþjónustu varðandi uppbyggingu vindmylla á Íslandi. Forstjóri Landsvirkjunar segir að vindorka geti orðið þriðja stoðin í orkukerfi landsmanna. Mikill meirihluti landsmanna er fylgjandi því að reisa vindmyllur á Íslandi samkvæmt nýrri könnun. Tvær rannsóknarvindmyllur voru reistar á Hafinu fyrir ofan Búrfell í desember 2012. Þær voru síðan gangsettar í febrúar og lofa fyrstu niðurstöður góðu. "Já, við erum mjög ánægð með reynsluna, þetta er náttúrulega enn stuttur tími en reynslan, sérstaklega er varðar nýtingu er mjög góð. Það er einnig mjög ánægjulegt að hversu góð viðbrögð þær hafa fengið hjá almenningi."Hörður Arnarson, forstjóri LandsvirkjunarÞarna vísar Hörður í könnun sem Capacent Gallup framkvæmdi nýverið fyrir Landsvirkjun. Samkvæmt henni eru ríflega 80 prósent landsmanna fylgjandi því að reisa vindmyllur á Íslandi og nýta þannig vind sem orkugjafa á Íslandi. Aðstæður til virkjunar vindorku þykja einkar hagstæðar á Íslandi. Rannsóknir sýna mikinn vindstyrk tiltölulega lágt yfir sjávarmáli og geta möstur því verið lægri og kostnaður þar af leiðandi minni. Hörður segir að vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkukerfi Landsvirkjunar á eftir vatnsafli og jarðvarma og geti samlegðar áhrifin verið töluverð. "Sjáið þið fyrir ykkur að þetta gæti hugsanlega lækkað orkuverð?" "Nei, það er ekki útlit fyrir það. Þetta er ennþá svona dýrara en hagkvæmustu kostirnir sem við höfum í vatnsafli og jarðvarma en það er ekki ólíklegt að þegar fram líða stundir að þetta verði álíka dýrt." Næsta skref Landsvirkjunnar að rannsaka hversu hagkvæmt það er að reisa fleiri vindmyllur á Hafinu. Til ráðgjafar við það verkefni hefur Landsvirkjun fengið verkfræðistofurnar Mannvit og Eflu og voru samningar þess efnis voru undirritaðir í dag. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur hversu mikla orku verður hægt að framleiða hérlendis með þessum hætti. "Hugsanlega gæti þetta orðið álíka mikið og við erum núna að framleiða með hinum orkugjöfunum." Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Landsvirkjun skrifaði í dag undir samning við tvær verkfræðistofur um ráðgjafaþjónustu varðandi uppbyggingu vindmylla á Íslandi. Forstjóri Landsvirkjunar segir að vindorka geti orðið þriðja stoðin í orkukerfi landsmanna. Mikill meirihluti landsmanna er fylgjandi því að reisa vindmyllur á Íslandi samkvæmt nýrri könnun. Tvær rannsóknarvindmyllur voru reistar á Hafinu fyrir ofan Búrfell í desember 2012. Þær voru síðan gangsettar í febrúar og lofa fyrstu niðurstöður góðu. "Já, við erum mjög ánægð með reynsluna, þetta er náttúrulega enn stuttur tími en reynslan, sérstaklega er varðar nýtingu er mjög góð. Það er einnig mjög ánægjulegt að hversu góð viðbrögð þær hafa fengið hjá almenningi."Hörður Arnarson, forstjóri LandsvirkjunarÞarna vísar Hörður í könnun sem Capacent Gallup framkvæmdi nýverið fyrir Landsvirkjun. Samkvæmt henni eru ríflega 80 prósent landsmanna fylgjandi því að reisa vindmyllur á Íslandi og nýta þannig vind sem orkugjafa á Íslandi. Aðstæður til virkjunar vindorku þykja einkar hagstæðar á Íslandi. Rannsóknir sýna mikinn vindstyrk tiltölulega lágt yfir sjávarmáli og geta möstur því verið lægri og kostnaður þar af leiðandi minni. Hörður segir að vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkukerfi Landsvirkjunar á eftir vatnsafli og jarðvarma og geti samlegðar áhrifin verið töluverð. "Sjáið þið fyrir ykkur að þetta gæti hugsanlega lækkað orkuverð?" "Nei, það er ekki útlit fyrir það. Þetta er ennþá svona dýrara en hagkvæmustu kostirnir sem við höfum í vatnsafli og jarðvarma en það er ekki ólíklegt að þegar fram líða stundir að þetta verði álíka dýrt." Næsta skref Landsvirkjunnar að rannsaka hversu hagkvæmt það er að reisa fleiri vindmyllur á Hafinu. Til ráðgjafar við það verkefni hefur Landsvirkjun fengið verkfræðistofurnar Mannvit og Eflu og voru samningar þess efnis voru undirritaðir í dag. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur hversu mikla orku verður hægt að framleiða hérlendis með þessum hætti. "Hugsanlega gæti þetta orðið álíka mikið og við erum núna að framleiða með hinum orkugjöfunum."
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira